Samfélagsmiðlar

Sögðu bílaleigur mismuna fólki eftir þjóðerni

Evrópuráðið krafðist skýringa frá forsvarsmönnum alþjóðlegra bílaleigufyrirtækja á ólíkum verðskrám milli aðildarlanda EES samningsins.

 

 

 

Evrópuráðið krafðist skýringa frá forsvarsmönnum alþjóðlegra bílaleigufyrirtækja á ólíkum verðskrám milli aðildarlanda EES samningsins.

Öll nettengd tæki hafa sína eigin IP-tölu og hún upplýsir meðal annars í hvaða landi viðkomandi tölva er stödd. Umsjónarmenn vefsíðna geta því greint staðsetningu notenda og þannig birt texta sem passar við það svæði sem viðkomandi er á og birt verð í réttum gjaldmiðli. Evrópuráðið vill hins vegar meina að forsvarsmenn nokkurra stórra bílaleigufyrirtækja hafi gengið of langt og nýtt þessar upplýsingar til að bjóða sömu þjónustu á mismunandi verði á milli landa.

Tvöfalt verð fyrir Þjóðverja

Í tilkynningu frá ráðinu kemur fram að nýlega hafi verð á bílaleigubíl í Bretlandi tvöfaldast þegar þýskur leigutaki skráði heimalandið sitt í netbókunina. Þjóðverjinn hefði átt að njóta sömu kjara og heimamenn á breskum bílaleigum því samkvæmt regluverki ESB er bannað að mismuna íbúum aðildarlandanna eftir búsetu. Sömu reglur ættu að gilda hér á landi vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.

Lofa bót og betrun

Í sumar óskuðu starfsmenn Evrópuráðsins skýringa frá forstjórum bílaleiganna Sixt, Enterprise, Goldcar, Europcar, Hertz og Avis á dæmum um þess háttar verðlagningu. Forsvarsmenn allra fyrirtækjanna hafa lofað að hér eftir muni notendur netverslanna ekki verða færðir sjálfkrafa á síðu sem passar þeirra heimalandi. Eins eigi allir að geta bókað bíla á þeirri síðu sem þeir vilja samkvæmt því sem segir í tilkynningu Evrópuráðsins sem birt var í síðustu viku. Spánverji sem finnur betri kjör á belgískri heimasíðu en spænskri á þá að getað klárað bókunina þar.

Eins og verðkannanir Túrista hafa sýnt þá getur munað miklu á því verði sem bílaleigurnar bjóða á netsíðum sínum og því verði sem sérstakar leitarvélar finna. Það borgar sig því að gera verðsamanburð áður en bíllinn er bókaður.

SÉRVALIN HÓTEL Á VEGUM TABLET HOTELS:

PARIS: PARADISPARISFRÁ 17ÞÚS KR.KÖBEN: HOTEL 27 – FRÁ 20ÞÚS KR.LONDON: ROCKWELL – FRÁ 17ÞÚS KR. NEW YORK: NIGHT HOTEL – FRÁ 14ÞÚS KR.

 

Nýtt efni

Stjórnendur rafbílaframleiðandans Tesla leita nú leiða til að draga úr kostnaði og horfa þeir til þess að segja upp 14 þúsund starfsmönnum eða um 10 prósent af vinnuaflinu. Þetta kemur fram í tölvupósti sem forstjóri félagsins, Elon Musk, sendi til starfsfólks samkvæmt frétt sem fagritið Electrek birti í morgun. „Ég hata ekkert meira en þetta …

Stefnt er að því að á hótelinu verði veitingastaður, ráðstefnu- og veislusalur ásamt heilsulind. Síðan er ætlunin að stækka Skógarböðin og tengja þau hótelinu.  Samkvæmt fréttatilkynningu er um að ræða fimm milljarða króna fjárfestingu. Áætlað er að hótelið verði opnað eftir tvö ár, vorið 2026.  „Þetta er virkilega spennandi verkefni sem við hjá Íslandshótelum hlökkum …

Hver hlutur í Icelandair kostaði fyrir opnun Kauphallarinnar í morgun 1 krónu og fjóra aura. Verðið hefur ekki verið svona lágt síðan í nóvember árið 2020 en þá hafði félagið nýverið efnt til hlutafjárútboðs þar sem sölugengið var 1 króna á hlut. Í dag er markaðsvirði Icelandair 43 milljarðar króna og hefur það lækkað um …

Stafræna byltingin gerði fjarvinnu auðveldari og heimsfaraldurinn festi það vinnufyrirkomulag í sessi. Stór og vaxandi hópur fólks nýtir sér þá möguleika sem felast í þessu frelsi - að geta unnið verk sín eiginlega hvar sem er í heiminum, skila unnum verkum af sér án þess að mæta á tiltekinn stað á tilgreindum tíma. Áætlað er …

Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóri Bláfugls, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Play. Um er að ræða nýtt svið innan flugfélagsins og verður Sigurður Örn hluti af framkvæmdastjórn flugfélagsins sem nú telur átta manns, einum fleiri en í yfirstjórn Icelandair. Í tilkynningu segir að Sigurður Örn muni hafa það hlutverk að leiða frekari þróun þvert …

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …