Samfélagsmiðlar

Segir niðurstöðu héraðsdóms tryggja öryggi í fluggeiranum

flugtak 860

Frank Holton skipuleggur stundaskrá Keflavíkurflugvallar. Hann segir skynsemina hafa sigrað í deilunni um afgreiðslutímana þar á bæ. Frank Holton sér um að skipuleggja stundaskrá Keflavíkurflugvallar. Hann segir skynsemina hafa sigrað í deilunni um afgreiðslutímana þar á bæ. Málinu er þó ekki lokið því WOW air hefur áfrýjað niðurstöðu héraðsdóms og Samkeppniseftirlitið birtir brátt nýjan úrskurð.
Fyrir nærri fimmtán mánuðum síðan úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að WOW air ætti að fá tvo af afgreiðslutímum Icelandair á Keflavíkurflugvelli til að geta hafið flug til Bandaríkjanna. Bæði Icelandair og Isavia áfrýjuðu málinu og allt síðasta ár velktist það um í dómskerfinu og fór einnig fyrir EFTA dómstólinn í Lúxemburg. Fyrr í þessum mánuði vísaði héraðsdómur málinu frá. 

Líka sigur fyrir neytendur

Það er danska fyrirtækið Airport Coordination sér um uppröðun á flugtímum á íslenskum flugvöllum og segir Frank Holton, framkvæmdastjóri þess, að niðurstaða héraðsdóms staðfesti að rétt hafi verið staðið að úthlutuninni. „Þetta er að mínu mati stór sigur fyrir neytendur sem og flugrekstraraðila og tryggir öryggi í kringum flugþjónustuna. Ef fjárfesta á í dýrum flugvélum verða fyrirtækin að búa við skilyrði sem gilda til lengri tíma og það gagnast á endanum neytendum líka. Það verður einnig að hafa í huga að hefðarrétturinn er ekki bara réttur því hann leggur líka skyldur á herðar flugrekenda. Þeir verða nefnilega að nýta að a.m.k. áttatíu prósent flugtímanna ef þeir ætla að halda þeim.“
En samkvæmt reglum Evrópusambandsins og IATA, alþjóðlegra samtaka flugfélaga, þá missa flugfélög aðeins afgreiðslutíma ef þeir eru ekki nýttir í að lágmarki átta af hverjum tíu tilvikum.

Hefði haft slæmar afleiðingar

Frank Holton telur að ef niðurstaða héraðsdóms hefði verið á hinn veginn þá hefðu afleiðingarnar geta orðið óyfirstíganlegar, ekki aðeins fyrir íslenska flugrekstraraðila, heldur einnig valdið dómínóáhrifum út í heimi. „Sem betur fer sigraði skynsemin að lokum. Sagan sýnir að bæði ný flugfélög og þau þekktari hafa náð að koma sér upp hentugum afgreiðslutímum án nokkurrar utanaðkomandi aðstoðar. Í stuttu máli sagt þá virkar kerfið eins og það er í dag, bæði fyrir eldri og nýja aðila.“ 

Málinu ekki lokið

Forsvarsmenn WOW air hafa gefið það út að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Hæstaréttar og málið verður þá væntanlega tekið fyrir þar á næstu misserum. Samkeppniseftirlitið hefur einnig til haft til skoðunar samskonar mál en ekki er vitað hvenær niðurstaða í því liggur fyrir. Áfram verður því óvissa um rétt flugfélaga á ákveðnum flugtímum á Keflavíkurflugvelli.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …