Samfélagsmiðlar

Vilja ítarlegri talningu ferðamanna

fle 860

Ekki er vitað hverrar þjóðar 142 þúsund ferðamenn hér á landi voru á síðasta ári. Ekki er vitað hverrar þjóðar 142 þúsund ferðamenn hér á landi voru á síðasta ári. Ferðamálastofa hefur óskað eftir því að flugfarþegar á Keflavíkurflugvelli verði flokkaðir eftir fleiri þjóðernum en nú er gert. Isavia óttast að það verði til þess að biðtími við öryggishliðin lengist.
Við vopnaleitina í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þurfa allir farþegar að sýna vegabréf og þannig er hægt að flokka farþega eftir löndum. Talningin er gerð fyrir Ferðamálastofu sem heldur utan um opinberar upplýsingar um fjölda erlendra og íslenskra flugfarþega á Keflavíkurflugvelli en þeir sem aðeins millilenda eru ekki taldir með.

Sjöundi hver er ekki talinn

Í dag eru erlendu farþegarnir flokkaðir niður eftir sautján þjóðernum og lendir um sjöundi hver útlendingur í flokknum „Aðrir“ og hefur hlutfall þessa hóps haldist á því bili síðustu ár. Í fyrra innrituðu ríflega 969 þúsund útlendingar sig í flug á Keflavíkurflugvelli og þar af lentu um 142 þúsund manns í óskilgreinda hópnum.

Bíða eftir svörum

Aðspurð um þörfina á að telja farþega eftir fleiri þjóðernum segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, að Ferðamálastofa hafi óskað eftir því við Isavia fyrir nokkru síðan að ráðist verði í aðgerðir til að fjölga þjóðunum í talningunni á Keflavíkurflugvelli. „Þrátt fyrir ítrekanir höfum við ekki fengið endanleg svör frá þeim um það með hvaða hætti þetta getur orðið, hver kostnaðurinn yrði eða hvenær unnt verði að ráðast í þessar breytingar.“  

Gæti hægt á afgreiðslu

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að ef listinn yfir þjóðerni verði stækkaðir þá geti myndast flöskuháls í öryggisleitinni og þá lengri raðir. „Auk þess aukast skekkjumörk í talningunni eftir því sem þjóðlöndum fjölgar á listanum. En við erum með verkefni í gangi þar sem við erum að kanna alla möguleika og reynum eftir fremsta megni að finna lausn sem er áreiðanleg og verður ekki til þess að auka raðir.“

Helmingi fleiri „Aðrir“

Fyrstu þrjá mánuði ársins hafa 28 þúsund erlendir ferðamenn hér landi lent í óskilgreinda hópnum og hefur hann stækkað um nærri helming frá fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Á sama tíma hefur túristum í heildina fjölgað um 31 prósent. Ferðamönnum frá þeim þjóðum sem ekki eru taldar sérstaklega fjölgar því hraðar en túristum almennt hér á landi. Á listanum yfir þjóðirnar sem taldar eru í dag eru aðeins tvö Asíulönd en ekkert land frá S-Ameríku, Afríku eða Eyjaálfu. Einnig vantar Evrópuþjóðir eins og Belgíu og Austurríki og einu fulltrúar Austur-Evrópu á listanum eru Pólland og Rússland.
Flugfélögin halda líklega hvert fyrir sig utan um upplýsingar um þjóðerni sinna farþega en þær upplýsingar eru ekki opinberar öfugt við talningu Ferðamálastofu. 

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …