Samfélagsmiðlar

Massatúrismi af verstu gerð í höfuðborginni

clive turisti is

Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Clive Stacey hefur skipulagt ferðir til Íslands í nærri fjóra áratugi og í ár munu um 10 þúsund Bretar koma hingað á hans vegum. Hann hefur áhyggjur af stöðu ferðaþjónustunnar hér á landi og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttir af ferðalöngum í ógöngum, skorti á aðstöðu við ferðamannastaði og ráðaleysi ráðamanna í málaflokknum hafa verið mjög áberandi síðustu misseri. Á sama tíma fjölgar túristum hér svo hratt að fá dæmi erum um annað eins í veröldinni. Ferðaskrifstofan Discover the World hefur lengi verið í fararbroddi í skipulagningu Íslandsferða frá Bretlandi og á næsta ári áforma stjórnendur hennar að bjóða upp á áætlunarflug frá London til Egilsstaða, fyrst fyrirtækja, líkt og Túristi greindi frá. Clive Stacey er eigandi Discover the World og Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um vanda ferðaþjónustunnar í dag. 

Eru of margir ferðamenn í höfuðborginni?
Vandamálið við Reykjavík, í sambandi við breska túrista, er það að margir þeirra eru afvegaleiddir af ferðaskrifstofum og flugfélögum sem fókusa á að fá eins marga til að bóka hjá sér og hægt er. Verðið er þá aðal aðdráttaraflið. Þessi fyrirtæki fela sig á bakvið vefsíðu og veita oft takmarkaðar upplýsingar. Viðskiptavinir þeirra hafa því mjög litla hugmynd um hvað er hægt að upplifa á Íslandi og sjá því aðeins lítinn hluta. Yfir vetrartímann koma margir sem hafa keypt pakkaferðir sem byggja á dvöl í Reykjavík og heldur fólkið að það sé komið á góðan stað til að upplifa norðurljós og íslenska nátttúru. Þeim er svo smalað upp í rútur og farið er með þau út fyrir borgina þar sem þau eiga oft litla möguleika á að upplifa það markverðasta á Íslandi. Þetta er massatúrismi af verstu gerð.
Ísland ætti heldur að reyna að laða til sín gesti sem eru að leita eftir ósvikinni upplifun og eyða meiru. Við hjá Discover the World kynnum til að mynda aðeins norðurljósaferðir út í náttúruna, fjarri ljósmenguninni, og reynum að sýna eins stóran hluta af fjölbreyttri náttúru Íslands og hægt er.
Hefurðu áhyggjur af öðrum landshlutum?
Skortur á áætlunum um hvernig eigi að taka á þessum stóra hópi ferðamanna veldur mér helst áhyggjum. Málin eru mikið rædd en það er lítið um aðgerðir. Á meðan fjölgar gestunum árlega um tugi prósenta og það skapast raunveruleg hætta á falleg náttúrusvæði verði eyðilögð. Það er mikilvægt að hafa í huga að eitt helsta aðdráttarafl Íslands er möguleikinn á að upplifa stór opin svæði fjarri hópum ferðamanna og ennþá búast margir túristar á Íslandi við því að fá þessa upplifun.

Hvaða leiðir eru færar til bæða ástandið?
Ástæðan fyrir því að við vonumst til að geta hafið beint flug til Egilsstaða er sú að við viljum gefa viðskiptavinum okkar færi á að ferðast um ný svæði sem eru áhugaverð, falleg og sjaldnast þétt setin ferðamönnum. Við munum sérstaklega reyna að höfða til fólks sem hefur þegar ferðast um suðvesturhluta Íslands en vill fá ósvikna upplifun fjarri massatúrismanum. 
Telurðu að ferðamenn myndu dreifast betur um landið ef boðið yrði upp á innanlandsflug um Leifsstöð?
Ég tel ekki að það sé lykillinn að því að dreifa ferðamönnum betur. Bretar vilja fljúga beint á áfangastað þegar þeir fara í stutt frí eins og þau sem eru vinsæl yfir vetrarmánuðina.
Þú bjóst eitt sinn á Vestfjörðum. Væri hægt að gera meira til að laða ferðamenn að því svæði?
Ég bjó á Flateyri árin 1972 og 1973 og mér þykir mjög vænt um þetta svæði. Ég er ánægður að sjá hversu takmörkuð uppbygging ferðaþjónustunnar hefur verið á þessu svæði og vonandi ratar það ekki skyndilega inn á vinsældalista einhvers bloggara því innviðir kerfisins eru mjög takmarkaðir þar.

Nýtt efni

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …