Samfélagsmiðlar

Bestu íslensku hótelin samkvæmt Tripadvisor

blackpearl

Hér eru þeir íslensku gististaðir sem eru efst á blaði hjá notendum einnar vinsælustu ferðasíðu í heimi. Hótelstjórar eru sammála um mikilvægi einkunnagjafa notenda Tripadvisor. Á vefnum er að finna tugi þúsunda ummæla um íslenska gististaði.
Því er oft haldið fram að góðir dómar á Tripadvisor geti komið hótelum á toppinn á meðan slæmar umsagnir geti gert út af við gististaði. Og líklega hafa hótelstjörnurnar mun minna vægi í huga stórs hóps túrista en meðaleinkunnin á Tripadvisor.
Á þessum geysivinsæla ferðavef er að finna ríflega 67 þúsund umsagnir um íslensk hótel en sjö af þeim tíu sem hafa fengið hæstu einkunn eru á höfuðborgarsvæðinu. 

Mikil hvatning

Efst á blaði er Black Pearl og hótelstjórinn á þessum nýlega gististað við Tryggvagötuna í Reykjavík er ánægður með toppsætið. „Að vera í fyrsta sæti yfir hótel á Íslandi er mikill heiður enda er Tripadvisor hinn fullkomni mælikvarði á ánægju gestanna. Þjónusta við viðskiptavini er vafalaust mikilvægasta stoðin í rekstri Black Pearl og starfsfólk okkar gerir allt til að gera dvölina að þeirri eftirminnilegustu í lífi gestanna. Við erum mjög þakklát fyrir þessa jákvæðu umsögn og dómarnir á Tripadvisor eru okkur hvatning á hverjum degi,“ segir Joost Haandikman, hótelstjóri Black Pearl. 

Íbúðir á toppnum

Black Pearl er ekki hefðbundið hótel því þar eru leigðar út íbúðir og eru þær minnstu tæpir áttatíu fermetrar. Í næstu sætum á eftir Black Pearl á Íslandslista Tripadvisor eru tvö önnur íbúðahótel en í því fjórða er Alda Hotel við Laugaveginn. Snorri Thors, hótelstjóri Alda Hotel segir að það sé mikilvægt að vera ofarlega á lista hjá Tripadvisor en einnig hjá hótelbókunarsíðum. „Þeir sem ferðast til landsins skoða í auknum mæli umfjallanir um gististaði og afþreyingu á netinu og velja sér hótel eftir því. Þeir gestir sem gista hjá okkur á vegum t.d Booking.com og Expedia geta gefið okkur einkunn þegar þau hafa gist hjá okkur og þar skorum við einnig hátt.“

Bestu íslensku hótelin samkvæmt einkunnum notenda Tripadvisor:

  1. Black Pearl, Reykjavík
  2. Reykjavik Residence Hotel
  3. Reykjavik4you Apartments
  4. Alda Hotel, Reykjavik
  5. Hotel Berg, Reykjanes
  6. Fosshótel Austfjörðum, Fáskrúðsfirði
  7. Kvosin Downtown Hotel, Reykjavík
  8. Castle House Luxury Apartments, Reykjavík
  9. Hotel Rangá
  10. Reykjavík Residence Suites

 

Nýtt efni

Þegar blaðamaður gengur inn á Dill á Laugavegi 59 um miðjan dag í miðri viku er starfsfólkið að undirbúa kvöldið, útbúa ýmislegt fyrirfram sem fylgir 18 rétta matseðli kvöldsins. Það kostar vinnu og hæfileika að tryggja að gestir njóti þeirrar upplifunar sem þeir vænta með því að bóka borð löngu fyrirfram á þessum íslenska Michelin-stað.  …

„Íbúar þessa lands búa í ósamþykktu atvinnuhúsnæði á meðan ferðafólk gistir í íbúðarhúsnæði,“ sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, í óundirbúinni fyrirspurn á Alþingi í gær. Þar gagnrýndi hún þær reglur sem settar voru í tíð Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur í ráðuneyti ferðamála árið 2018. Sagði Kristrún reglurnar gera fyrirtækjum, með fjölda íbúða í skammtímaleigu til …

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …