Samfélagsmiðlar

Vetraráætlun flugfélaganna

flugtak 860 a

Allir þeir útlendu áfangastaðir sem flogið er beint til í vetur frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavíkurflugvelli. 

Þrjár nýjar borgir eru á vetrardagskrá Keflavíkurflugvallar í ár en tvær eru dottnir út af prógramminu. Frá Reykjavík er svo flogið til Grænlands en sem fyrr er langmest framboð á flugi til höfuðborgar Bretlands.

Farþegar á Keflavíkurflugvelli geta valið úr áætlunarflugi til 39 áfangastaða í vetur sem álíka framboð og í fyrra. Nú verður hins vegar í fyrsta skipti hægt að fljúga beint héðan til Brussel, Dublin og Gdansk yfir kölduðust mánuðina en aftur móti munu flugsamgöngur milli Íslands og Sviss leggjast nær niður í vetur. Áætlunarflug til Bergen mun takmarkast við stöku ferðir í kringum jól og áramót öfugt við í fyrra þegar ferðirnar voru mun fleiri. Frá Reykjavíkurflugvelli flýgur Flugfélag Íslands til þriggja grænlenskra flugvalla.

Meiri samkeppni

Af þeim þrjátíu og sex flugleiðum sem verða starfræktar frá Keflavíkurflugvelli í vetur þá er aðeins samkeppni um farþegana á ellefu þeirra. Það er meira en í fyrra og munar þar um að WOW air flýgur nú til tveggja bandarískra borga og eins mun þýska flugfélagið Airberlin í fyrsta skipti fljúga milli Íslands og Berlínar yfir vetrarmánuðina. Þetta verður einnig fyrsti vetur Wizz Air hér á landi og breska flugfélagið British Airways hefur Íslandsflug á ný í lok næsta mánaðar. 

Hér má sjá allar þær borgir sem flogið verður beint til frá nóvember og fram í lok mars á næsta ári.

Áfangastaðir vetrarins (smellið á borgarheitin til að finna gistingu í hverri borg)

Austurríki
Salzburg: WOW air vikulega frá 19. desember og út febrúar.

Bandaríkin
Boston: Icelandair 1 til 2 ferðir á dag – WOW 5 ferðir í viku. 
ChicagoIcelandair 4 sinnum í viku frá 16. mars.
Denver: Icelandair 5 ferðir í viku.
MinneapolisIcelandair 4 ferðir í viku fram yfir áramót.
New York: Icelandair daglega til JFK og 5 sinnum í viku til Newark.
Orlando: Icelandair 4 ferðir í viku.
Seattle: Icelandair alla daga.
Washington: Icelandair 5 daga í viku – WOW 5 ferðir í viku.

Belgía
Brussel: Icelandair 3 ferðir í viku

Bretland
Belfast: easyJet tvisvar í viku.
Birmingham: Icelandair tvær til fjórar ferðir í viku.
Bristol: easyJet þrisvar í viku
Edinborg: easyJet 2 til 4 ferðir í viku
Glasgow: Icelandair fimm ferðir í viku
London: British Airways 3 ferðir í viku til Heathrow, easyJet daglega til Luton, 4-5 ferðir í viku til Gatwick og tvisvar til Stansted. Icelandair tvisvar á dag til Heathrow og daglega í viku til Gatwick. WOW air 1 til 2 ferðir á dag til Gatwick.
Manchester: easyJet og Icelandair allt að fimm sinnum í viku.

Danmörk
Kaupmannahöfn: Icelandair tvisvar á dag og WOW air 5 til 6 ferðir í viku.

Finnland
Helsinki: Icelandair 4 til 6 ferðir í viku

Frakkland
París: Icelandair 1 til 2 ferðir á dag og WOW air 5 ferðir í viku.

Færeyjar
Þórshöfn: Atlantic Airways á þrisvar í viku (frá Keflavíkurflugvelli)

Grænland
Nuuk: Flugfélag Íslands tvær ferðir í viku frá Reykjavík
Kulusuk: Flugfélag Íslands 1 til 2 ferðir í viku frá Reykjavík.
Ilulissat: Flugfélag Íslands tvisvar í viku í mars frá Reykjavík.

Holland
Amsterdam: Icelandair 1 til 2 ferðir á dag og WOW air tvisvar í viku

Írland
DublinWOW air tvær ferðir í viku.

Kanada
Edmonton: Icelandair fjórum sinnum í viku.
Toronto: Icelandair fimm ferðir í viku.

Noregur
Osló: Icelandair átta sinnum í viku. Norwegian þrisvar í viku. SAS allt að daglega.

Pólland
Gdansk: Wizz Air tvær ferðir í viku.
VarsjáWOW air einu sinni i viku í nóvember og desember.

Spánn:
Alicante: WOW air 1 til 2 ferðir í viku til 9. janúar og aftur frá 18. mars.
Kanarí: Leiguflug Vita og Primera/Heimsferða
Tenerife: Vikulegar brottfarir á vegum Primera/Heimsferða, Vita, Úrval-Útsýn og WOW air.

Sviss
Basel: easyJet tvær ferðir í viku frá 5. feb

Svíþjóð
Stokkhólmur: Icelandair 1 til 2 ferðir á dag

Þýskaland
Berlín: Airberlin tvisvar í viku –  WOW air þrisvar.
Frankfurt: Icelandair daglega.
Munchen: Icelandair þrjár til fjórar ferðir í viku.

Auk þessara borga bjóða ferðaskrifstofurnar upp á leiguflug til nokkurra borga og eins verður hægt að fljúga með Icelandair til Bergen, Stavanger og Þrándheims í kringum jól og áramót.

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …