Samfélagsmiðlar

Jákvætt að erlend flugfélög sýni útboði áhuga

flug danist soh

Í fyrsta skipti í nærri fimm ár leitar hið opinbera tilboða í farmiðakaup sín. Útlit er fyrir að valið standi ekki aðeins á milli Icelandair og WOW air. Á næstunni verður á ný leitað tilboða í hluta af farmiðakaupum hins opinbera. Útlit er fyrir að valið standi ekki aðeins á milli Icelandair og WOW air og því fagnar framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. 
Ríkiskaup munu innan skamms auglýsa útboð á farmiðakaupum allra ráðuneytanna en nú eru nærri fjögur og hálft ár liðin frá því að ríkið bauð síðast út kaup sín á farseðlum. Þá bárust aðeins tilboð frá Icelandair og Iceland Express.
Að þessu sinni er útlit fyrir að samkeppni um viðskipti ríkisins verði mun meiri því forsvarsmenn nokkurra erlendra flugfélaga, sem hingað fljúga, hafa hug á því að skoða möguleika á að skila inn tilboðum líkt og Túristi greindi frá

Ábati fyrir skattgreiðendur

Félag atvinnurekenda, ásamt forsvarsmönnum WOW air, hafa lagt áherslu á það um langt skeið að nýtt útboð verði haldið og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, fagnar áhuga útlendu flugfélaganna. „Þetta eru mjög jákvæðar fréttir. Það er auðvitað frábært að sjá áhuga erlendis frá. Því fleiri sem taka þátt, þeim mun meiri er samkeppnin, sem svo leiðir af sér lægra verð og aukinn ábata fyrir sameiginlegan sjóð skattgreiðenda.“ 

Aðeins fimm flugleiðir boðnar út

Um síðustu áramót leitaði danska ríkið tilboða í farmiðaviðskipti sín og var samið við eitt til þrjú flugfélög um flug til 178 áfangastaða en þó ekki Íslands. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá SKI, dönsku innkaupastofnuninni, verða opinberir starfsmenn í Danmörku í öllum tilvikum að velja ódýrasta miðann sem býðst á hverri flugleið og mega þeir aðeins beina viðskiptum til þeirra flugfélaga sem samið var við. Aðeins flugfélög sem bjóða upp á beint flug, tvisvar til þrisvar í viku gátu boðið í hverja flugleið en félög sem geta boðið upp á tengiflug gátu einnig gert tilboð en þau verða þá að tryggja að ferðatíminn sé innan ákveðinna marka. Danska útboðið var mun ítarlegra en það síðasta sem haldið var hér á landi því í samningi Ríkiskaupa við Iceland Express og Icelandair, sem undirritaður var árið 2011, var aðeins samið um ákveðin kjör á farmiðum til fimm áfangastaða; London, Kaupmannahafnar, Brussel, New York og Boston. Ekki voru heldur gerðar neinar kröfur um hámarks ferðatíma ólíkt því sem Danirnir gerðu. 

Tóku óhagstæðu tilboði

Forsvarsmenn Iceland Express kærðu niðurstöðu útboðsins og komst kærunefnd útboðsmála að þeirri niðurstöðu að Ríkiskaup hafi brotið gegn lögum um opinber innkaup með því að velja tilboð Icelandair því tilboð Iceland Express hafi fengið mun lægra. Ríkiskaup bentu hins vegar á að það væri ekki aðeins verð sem horft hefði verið til heldur einnig framboð og tíðni ferða. Þar hafi Icelandair haft yfirburðastöðu gagnvart Iceland Express.
Til að koma í veg fyrir að næsta útboð verði eins umdeilt og það síðasta verður að teljast líklegt að nú verði boðnar út fleiri flugleiðir og settar skýrari kröfur um fjölda ferða og möguleika á tengiflugi. Íslenskir ríkisstarfsmenn sem eiga erindi til höfuðborga Spánar, Austurríkis, Ítalíu eða Austur-Evrópu yfir vetrarmánuðina verða til að mynda að millilenda á leið sinni þangað. Þar gætu erlend flugfélög eins og SAS, British Airways og jafnvel Norwegian boðið betri kjör en íslensku félögin. EasyJet, sem er þriðja umsvifamesta flugfélagið hér á landi, býður hins vegar ekki upp á farseðla með tengiflugi og farþegar félagsins eru því á eigin vegum ef þeir þurfa að ná framhaldsflugi.

Engir punktar í boði

Eins og áður er stefnt að því að kynna útboð á farmiðum stjórnarráðsins innan skamms og þá kemur í ljós að hvaða leyti það verður frábrugðið útboðinu sem haldið var árið 2011. Nú þegar er hins vegar ljóst að reynt verður að koma í veg fyrir vildarpunktasöfnun einstaklinga í komandi útboði samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum.

Nýtt efni

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …

Koffínlausar kaffibaunir eru hefðbundnar kaffibaunir þar sem beiskjuefnið og örvandi hlutinn koffín hefur verið fjarlægt. Útbreiddasta og ódýrasta ferlið við að losa baunirnar við koffínið er hins vegar orðið umdeilt þar sem efnasambönd sem við það eru notuð eru nú tengd við ýmsa heilsufarskvilla.Hægt er að beita nokkrum aðferðum við að losa kaffibaunir við koffín. …

Þrjátíu og átta trilljónir er tala sem er svolítið erfitt að skilja. Trilljón er notað í Bandaríkjunum yfir það sem við Íslendingar köllum billjón, og billjón er þúsund milljarðar, eða milljón milljónir. Á núverandi gengi eru 38 trilljónir Bandaríkjadala sama og 5.320 billjónir íslenskra króna, eða 5,3 milljón milljarðar.  Það er gott að hafa þetta …

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …