Samfélagsmiðlar

Icelandair og WOW nær samstíga í Montreal

montreal stor

Bæði íslensku félögin ætla að hefja flug til höfuðborgar Quebec fylkis á næsta ári. Munurinn á fargjöldum félaganna er nánast enginn. Bæði íslensku félögin ætla að hefja flug til höfuðborgar hins frönskumælandi Quebec fylkis í Kanada á næsta ári. Munurinn á fargjöldum félaganna er nánast enginn í sumar.
Í maí sagði Túristi frá orðrómi þess efnis að forsvarsmenn Icelandair væru að leggja drög að áætlunarflugi til kanadísku borgarinnar Montreal. Í kjölfarið staðfestu stjórnendur Icelandair að þeir ættu í viðræðum við flugmálayfirvöld þar í borg og stuttu síðar hafði Mbl.is það eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, að félagið hans ætlaði einnig til Montreal. Í lok sumars hóf Icelandair svo sölu á sætum til Montrael en hjá WOW fóru miðarnir í sölu um síðustu mánaðarmót. Bæði félög ætla að bjóða upp á fjórar ferðir í viku, WOW allt árið um kring en Icelandair frá vori og fram á haust.

Aðeins 0,24% verðmunur

Þetta verður í fyrsta skipti sem hægt verður að fljúga reglulega milli Íslands og Montreal og bæði flugfélögin eru því að stíga sín fyrstu skref í frönskumælandi hluta Kanada. Það er því mjög áhugavert að sjá hvernig íslensku félögunum reiðir af á þessari flugleið og fargjöldin eru góð vísbending um gang mála. Þegar borin eru saman fargjöld félaganna til og frá Montreal, nú þegar rúmt hálft ár er í jómfrúarflugin, kemur í ljós að meðalfargjöldin næsta sumar eru nánast þau sömu samkvæmt athugun Túrista. Þeir sem fljúga báðar leiðir með WOW air til Montreal yfir sumarmánuðina þrjá og innrita eina tösku borga að jafnaði 74.101 kr. en hjá Icelandair er meðal farmiðaverðið 74.281 kr. Það munar því aðeins 0,24 prósentum á meðalfargjaldi félaganna í sumar en eins og gefur að skilja þá getur verðmunurinn milli einstakra dagsetninga verið töluvert meiri.
Þeir sem aðeins ferðast með léttan handfarangur komast báðar leiðir með WOW fyrir 64.095 krónur að jafnaði. Eins og sjá má á línuritunum hér fyrir neðan þá er ódýrast að fljúga til Montreal í júní en dýrast í júlí.

Mismunandi takmarkanir og aukagjöld

Í könnuninni var reiknað út meðalverð þeirra ríflega tvö hundruð flugferða sem Icelandair og WOW air bjóða upp á til og frá Montreal í júní, júlí og ágúst á næsta ári. Hjá Icelandair hefur dvalartími áhrif á fargjöldin og var reiknað með a.m.k. vikuferð á ódýrasta farrými, styttri ferðir kosta oftast nokkru meira. Hafa ber í huga að farþegar Icelandair mega innrita tvær töskur sér að kostnaðarlausu en farþegar WOW borga fyrir þá þjónustu. Hámarksþyngd handfarangurs hjá Icelandair er 10 kíló en hjá WOW þarf að borga sérstaklega fyrir handfarangur sem er þyngri en fimm kíló. Hluti af veitingunum um borð er innifalinn hjá Icelandair en ekki hjá WOW.

SMELLTU TIL AÐ GERA VERÐSAMANBURÐ ÁHÓTELUM OG BÍLALEIGUBÍLUM Í MONTREAL

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …