Ástandið í Sýrlandi hefur áhrif á ferðaþjónustuna í nágrannalandinu Tyrklandi. Sala á ferðum þangað frá Íslandi er minni en í fyrra en teikn eru á lofti um að eftirspurnin sé að aukast. Ástandið í Sýrlandi hefur áhrif á ferðaþjónustuna í nágrannalandinu Tyrklandi. Sala á ferðum þangað er minni en í fyrra en teikn eru á lofti um að eftirspurnin sé að aukast.
„Pantanir eru flestar á bestu hótelin og þau sem bjóða upp á íslenska barnaklúbba en heilt yfir gengur salan hægt. Við ætlum samt ekki að fækka ferðum okkar til Tyrklands frá Íslandi öfugt við það sem við höfum gert á hinum Norðurlöndunum,” segir Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nazar, aðspurður um hvort stríðið í Sýrlandi og hryðjuverkin í Istanbúl í janúar hafi dregið úr eftirpurn eftir Tyrklandsreisum í sumar. Nazar skipuleggur Tyrklandsferðir frá öllum Norðurlöndunum og er eina ferðaskrifstofan hér á landi sem býður upp reglulegar ferðir þangað líkt og kom fram í samantekt Túrista á framboði á sólarlandaferðum í sumar.
Skiljanlegt að fólk hinkri
Að sögn Yamanlar hefur eftirspurn eftir Tyrklandsferðum ekki bara dregist saman á Norðurlöndum heldur líka á meginlandi Evrópu. Hann segir þó teikn á lofti um að markaðurinn sé að taka við sér en það sé hins vegar skiljanlegt að fólk vilji bíða og sjá hvernig málin þróast. Ekki bara hvað varðar ferðalög til Tyrklands heldur líka til fleiri landa því margt hefur gerst víða í álfunni. Yamanlar bendir hins vegar á að ef utanríkisþjónustan hér á landi eða í nágrannaríkjunum leggst gegn ferðalögum til Tyrklands þá fær fólk ferðir sínar endurgreiddar. Það á einnig við um ferðalög til annarra landa ef ástandið verður ótryggt.
Sértilboð fyrir barnafjölskyldur
Hjá Nazar er úrval af fjölskylduvænum gististöðum með stóra sundlaugagarða þar sem allar veitingar eru innifaldar í verðinu og starfræktir eru íslenskir barnaklúbbar. Sala á þess háttar gistingu gengur best, líkt og fyrr segir, og telur Yamanlar skýringuna vera að framboð á þess háttar gistingu sé þrátt fyrir allt takmarkað og þeir sem vilji tryggja sér ákveðnar ferðir eru því fyrri til að panta en aðrir.
Í þessari viku mun Nazar bjóða á tilboði 50 ferðir þar sem fyrsta barnið ferðast frítt.