Samfélagsmiðlar

Þjóðtungan fyrst og svo enska á hinum norrænu flugvöllunum

Á skiltunum sem vísa farþegum veginn um Keflavíkurflugvöll eru leiðbeiningarnar fyrst skrifaðar á ensku og svo íslensku. Forsvarsmenn stærstu flugvalla Norðurlanda setja hins vegar ríkismálin efst á blað.

skilti osl hel

Á nýjum upplýsingaskiltum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar er enskur texti skrifaður á undan þeim íslenska. Öfugt við það sem áður tíðkaðist. Ástæðan fyrir þessari stefnubreytingu er sú að um flugstöðina fara mun fleiri erlendir farþegar en íslenskir samkvæmt frétt Vísis.
Á stærstu flugstöðvum Norðurlanda er enskan hins vegar í öðru sæti og ekki stendur til að fylgja fordæmi forsvarsmanna íslenska flugvallarins.

Myndi vekja upp umræðu í Noregi

„Við höfum ekki uppi nein áform um að breyta skiltunum okkar og setja enska textann framan við þann norska. Ég held þó að óhætt sé að fullyrða að norsku og ensku orðin eru jafn áberandi í dag því við notum sömu leturgerð og stærð fyrir bæði tungumál,“ segir Kim Lang, yfirmaður fasteignadeildar Óslóarflugvallar, í svari til Túrista. Hann tekur hins vegar fram að farþegahóparnir á norska og íslenska flugvellinum séu ólíkir þar sem hlutfall skiptifarþega sé töluvert meira í Leifsstöð. „Leturgerðin sem notuð er á skiltunum (á Keflavíkurflugvelli, innsk. blm) gerir enskunni hærra undir höfði á kostnað íslenskunnar og það kemur mér ekki á óvart að umræða hafi skapast um þessa breytingu. Ég held að það myndi líka gerast hér í Noregi.“
Talsmaður Kaupmannahafnarflugvallar, stærstu flughafnar Norðurlanda, segir að þar á bæ sé sömu línu fylgt, þ.e. danska fyrst og svo enskan. Sumstaðar á Kastrup er einnig að finna vegvísa á kínversku. Åsa Öhman, talskona Swedavia, rektraraðila Arlandaflugvallar í Stokkhólmi, segist ekki vita hvort það sé einhver sérstök ástæða fyrir því að sænskan sé höfð á undan á flugvöllum þar í landi en bendir á að móðurmálin séu líka í forgrunni í Þýskalandi, Frakklandi, Spáni og á hinum Norðurlöndunum.

Eingöngu enska?

Líkt og á Keflavíkurflugvelli þá eru tengifarþegar fjölmargar á flugvellinum í Helsinki þar sem ríkisflugfélagið Finnair er mjög umsvifamikið í Asíuflugi. Þrátt fyrir það eru þjóðtungurnar tvær, finnska og sænska, á undan enskunni á upplýsingaskiltunum á flugvellinum og kínversk og japönsk orð koma einnig fyrir á sumum skiltum. „Af og til hefur það komið upp í umræðunni að setja enskuna fremst og svo tungumálin okkar eða jafnvel láta enskuna duga“, segir Annika Kåla, talsmaður Finnavia, aðspurð um forgangsröðina á leiðarvísum finnska flugvallarins. Kåla bætir því við að þegar framkvæmdum við stækkun Helsinkiflugvallar lýkur eftir tvö ár eða svo þá verði að taka upp nýtt skiltakerfi í flugstöðinni og þá muni spurningin um röðun tungumála vafalítið koma upp á ný.

Nýtt efni

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …

Þegar landamæri opnuðu á ný eftir heimsfaraldurinn fylltust þoturnar og flugfélögin gátu hækkað farmiðaverðið það mikið að mörg þeirra skiluðu í fyrra meiri hagnaði en oft áður. Hækkandi tekjur af hverju flugsæti náðu þannig að vega upp á móti háu olíuverði, hækkandi launakostnaði og aukinni verðbólgu. Núna eru hins vegar vísbendingar um að hinni uppsöfnuðu …