Samfélagsmiðlar

Margfaldur munur á gjaldi símafyrirtækjanna fyrir netsamband í útlöndum

Sá sem notar farsímann sinn töluvert í utanlandsferðinni getur sparað sér mörg þúsund krónur á dag með því að velja sér hentugustu þjónustuna.

simi jordan mcqueen

Snjallsímar eru ljómandi góðir ferðafélagar. Þeir geta til að mynda leitt okkur áfram um ókunnugar slóðir, fundið áhugaverða staði, haldið utan um ferðagögnin og þeir gera okkur kleift að deila ferðalaginu með fólkinu heima. Ókosturinn er hins vegar sá að til þess að geta nýtt kosti símans til fulls þá þarf hann að komast í netsamband og það er í flestum tilfellum dýrt þó verðið hafi farið hratt lækkandi síðustu ár, m.a. vegna verðþaks Evrópusambandsins.

Fjórtánfaldur verðmunur fyrir stórnotanda

Símafyrirtækin bjóða líka í auknum mæli sérstakar þjónustuleiðir með áherslu á símnotkun í útlöndum og ganga þær nærri allar út á að notandinn borgi fast daggjald gegn því að fá lægra verð á símtölum, textasendingum og gagnanotkun. Verðið, gildissvæðin og skilmálar pakkanna er hins vegar mjög ólíkir og sérstaklega þegar kemur að netsambandinu sem er einmitt forsenda þess að geta nýtt farsímann í annað en að hringja. Einn pakki sker sig þó úr en það er One Traveller hjá Vodafone því þar eru 500 megabæti innifalin í daggjaldinu (690 kr) sem er miklu meira gagnamagn en í öðrum ferðapökkum þar sem mörkin liggja við 10 til 25MB. Af þessum sökum er One Traveller frá Vodafone mun hagstæðari kostur en aðrar sambærilegar þjónustur á íslenska símamarkaðnum þegar kemur að gagnamagni í útlöndum. Verðmunurinn er minnstur þegar netnotkunin er lítil en getur orðið margfaldur þegar notkunin eykst eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Þannig kostar 100 megabæta notkun yfir daginn minnst með Vodafone One Traveller eða 690 kr. en hæsta verðið er 2.930 krónur í ferðapakka 365. Stórnotandi sem þarf 750MB yfir daginn greiðir hins vegar nærri 19 þúsund krónur hjá 365 en 1.380 krónur með Vodafone One Traveller. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verðinu er því nærri fjórtánfaldur.
Í þessum samanburði Túrista er aðeins litið til verðs á gagnanotkun í ferðapökkum símafyrirtækjanna. Hjá Hringdu er þess háttar þjónustuleið ekki í boði. Þess ber að geta að aðeins þeir sem eru með farsíma- og internetþjónustu hjá Vodafone fá One Traveller pakkann. Hinar þjónustuleiðirinar eru opnar fyrir alla viðskiptavini viðkomandi símafyrirtækja.

Nýtt efni

Ítalía var mesta vínframleiðsluland heims 2023 en þurfti að sætta sig við að sala dróst saman. Það var reyndar staðan hjá flestum vínframleiðsluþjóðunum. Nú liggja fyrir tölur frá helstu markaðslöndum ítalskra vínframleiðenda: Bandaríkjunum, Þýskalandi, Bretlandi, Kanada og Japan, en samanlagður útflutningur til þessara landa nemur 56 prósentum af heildinni. Til samanburðar vega þessi markaðslönd 50 prósent …

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …