Samfélagsmiðlar

7 ráð fyrir þá sem vilja sofna í háloftunum

lufthansa farþegi

Það er mikilvægt að sofna þegar flogið er yfir tímabelti og hér eru leiðir til koma okkur í draumahöllina.

Það er mikilvægt að sofna þegar flogið er yfir tímabelti og hér eru leiðir til koma okkur í draumahöllina. 
Lengsta flugleiðin frá Íslandi eru ferðir WOW air til Los Angeles og tekur ferðalagið nærri 10 tíma. Við komuna til Kaliforníu er ekki einu sinni kominn kvöldmatartími þó nýr sólarhringur sé hafinn hér á landi. Það skiptir því sköpum að fá sér smá kríu í vélinni til að þurfa ekki að leggja sig stuttu eftir lendingu. Sama á við þegar flogið er til annarra áfangastaða vestanhafs og auðvitað líka þegar flogið er langt í aðrar áttir eða í næturflugi meginlands Evrópu. Það getur hins vegar verið snúið að sofna sitjandi í þéttsetinni flugvél en hér eru sjö ráð sem danski svefnfræðingurinn Søren Berg mælir með með við lesendur Politiken sem vilja sofna í flugi.

1. Í lagi að drekka smá
Þvert á það sem flestir segja þá er allt í lagi að drekka smá áfengi um borð en þó hóflega. Vínglas með matnum og koníak með kökunni er í lagi og getur auðveldað þér að sofna segir Berg. Ölvun eyðileggur hins vegar svefninn og það er aldrei gott að vakna timbraður og alls ekki ef maður er vakinn af flugvallarlöggunni.

2. Velja rétta sætið um borð.
Ef þú vilt auka líkurnar á því að sofna þá er mikilvægt að verða ekki fyrir truflun. Þess vegna skaltu reyna að fá sæti þar sem þú þarft ekki að standa upp í hvert skipti sem sessunauturinn þarf á salernið. Og mundu eftir að spenna beltið áður en þú sofnar svo áhöfnin vekji þig ekki til að biðja þig um að spenna, til dæmis ef það verður ókyrrð á miðri leið.

3. Vertu í þægilegum fötum.
Fæstir vilja kannski fara í ferðalag í joggingfötum eða náttfötum en þá er um að gera að velja sér víð föt sem ekki þrengja að og um að gera að fara úr skónum.

4. Það er mikilvægt að sofna á réttum tíma.
Gefðu þér tíma til að borða, ef það er í boði, fyrir háttinn og reyndu líka að vakna tímanlega fyrir lendingu. Þá þarftu ekki að rjúka upp um leið og þú opnar augun.

5. Ekki borða of mikið.
Það gefst kannski ekki tækifæri til að borða á sig gat í flugi og kannski sem betur fer því það er erfitt að sofna með allt meltingakerfið á yfirsnúningi.

6. Ósofin vegna óhljóða
Hávaði og birta getur komið í veg fyrir góðan svefn og því um að gera að taka með sér eyrnatappa og svefngrímu.

7. Þægindi lykilatriði
Höfuðpúðar eru kannski ekki sérstaklega glæsilegir en þeir geta auðveldað manni að finna góða stöðu til að sofa í.

Nýtt efni

Um 90% af öllum úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði frá heimilum og rekstri, ratar í einhvers konar endurvinnslu eða endurnýtingu. Þetta sýna nýjar úrgangstölur frá Umhverfisstofnun, fyrir árið 2022.  Það er fróðlegt að rýna í þessar tölur og fá þar með yfirsýn yfir neyslu Íslendinga, en Íslendingar eru á meðal mestu neysluþjóða í heimi. Magn …

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …