Samfélagsmiðlar

Norwegian ætlar líka að hefja flug milli Íslands og London

norwegian velar860

Fimm flugfélög munu bjóða upp á áætlunarferðir hingað frá flugvöllunum við höfuðborg Bretlands í vetur. Að jafnaði verða farnar nærri 10 ferðir á dag. Fimm flugfélög munu bjóða upp á áætlunarferðir hingað frá flugvöllunum við höfuðborg Bretlands í vetur. Að jafnaði verða farnar nærri 10 ferðir á dag.
Forsvarsmenn norska lágjaldaflugfélagsins Norwegian hafa ákveðið að auka umsvif sín hér á landi og fljúga þrjár ferðir í viku til Íslands frá Gatwick flugvelli í London í allan vetur. Síðustu ár hefur félagið boðið upp á jafn margar ferðir til Óslóar og Bergen en í viðtali við Túrista haustið 2013 síðan sagði Bjørn Kjos, stofnandi og forstjóri, Norwegian að aukið Íslandsflug væri áhugaverður kostur. Það er samt ekki fyrr en nú að Norwegian bætir í flugið hingað til lands en félagið fékk lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli fyrir áætlunarflug hingað frá Kaupmannahöfn fyrir tveimur árum síðan en ekkert varð úr þeim áformum. Astrid Mannion, upplýsingafulltrúi Norwegian, segir í svari til Túrista að það sé ánægjulegt að geta núna boðið Íslendingum upp á nýja og ódýra flugleið og það sé tilhlökkunarefni að taka á móti fleiri íslenskum farþegum um borð í hinar nýju flugvélar Norwegian þar sem öllum standi til boða að tengjast þráðlausu neti. Hún segist líka gera ráð fyrir því að fluginu verði vel tekið af Lundúnarbúum en flogið verður alla þriðjudaga, fimmtudag og laugardaga frá 1. nóvember.

Nærri 10 ferðir á dag

Síðustu ár hefur flug milli Íslands og höfuðborgar Bretlands aukist mjög hratt og í haust ætlar British Airways að fjölga ferðum sínum úr þremur í sjö í viku og easyJet flýgur hingað frá þremur flughöfnum við Lundúnir. Icelandair flýgur svo til borgarinnar allt að fjórum sinnum á dag og vélar WOW fara tvær ferðir á dag yfir háannatímann. Með tilkomu Norwegian verða því samtals í boði 67 ferðir í viku héðan til Lundúna næsta vetur eins og sjá má á línuritinu hér fyrir neðan. 

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …