Samfélagsmiðlar

Langflestir farþegar panta gin og tónik

ba gin

Enginn áfengur drykkur kemst með tærnar þar sem sá grái er með hælana þegar kemur að hressingu í háloftunum.
Árlega eru serveraðar ríflega tvær milljónir blanda af gin og tónik um borð í vélum British Airways og enginn annar áfengur drykkur nýtur álíka vinsælda meðal farþega breska flugfélagsins. Reyndar eru bornar fram hátt í 10 milljónir lítilla vínflaska í þotunum á hverju ári, 1,3 milljónir af flöskum í fullri stærð en kampavínsflöskurnar eru helmingi færri samkvæmt tilkynningu frá BA. Athygli vekur að bjórdrykkja er ekki talin með í samanburðinum sem segir kannski ýmislegt um hversdagslegt viðhorf Breta til ölsins.

Mest drukkið á leið til Vegas

British Airways hóf á ný að fljúga til Íslands síðasta haust en þá aðeins þrisvar í viku frá Heathrow í London. Frá og með lokum október munu vélar BA hins vegar fljúga daglega til Keflavíkurflugvallar. Áfengisdrykkja í Íslandsfluginu er hins vegar ekki fréttnæm en öðru máli gegnir um stemninguna í vélum British Airways sem fljúga til og frá spílavítunum í Las Vegas. Á þeirri flugleið er nefnilega langmest drukkið hjá BA en á öðrum leiðum mun drykkjan hins vegar vera nokkuð svipuð. Það skiptir hins vegar máli hvenær sólarhringsins fólk er í háloftunum því meira er drukkið yfir daginn en til að mynda í næturflugi.

Bragðlaukarnar brenglast

Það hefur verið sýnt fram á að bragðskyn fólks breytist í flugi m.a. vegna hæðarinnar og hávaðans og af þeim sökum hafa matgæðingar British Airways útbúið flugvélamat þar sem mikil áhersla er lögð á hráefni sem inniheldur mikið „umami“, t.a.m. tómata, sveppi og parmesan ost. Vínið um borð þarf líka að velja með þetta í huga og til að mynda er rauðvínið hjá BA oftast kröftugt og hvítvínin súr því í háloftunum slær á þessa eiginlega vínsins. Að lokum leggur vínsérfræðingur breska flugfélagsins áherslu á að fólk hafi það í huga að flugferðalög og áfengi eigi það sameiginlegt að valda vatnsþurrki. Því sé mikilvægt að drekka hóflega af áfengi en í staðinn innbyrða töluvert af vatni og óáfengum drykkjum.

Nýtt efni

Borgaryfirvöld í Lissabon hafa samþykkt að hækka gistináttagjald úr 2 í 4 evrur. Gjaldtaka nær ekki til tjaldstæða. Þá hefur komugjald á skipafarþega verið hækkað úr 1 í 2 evrur. Tillaga um að hækka það gjald í 4 evrur var felld.  Lusa-fréttastofan hefur eftir Carlos Moedas, borgarstjóra, að það sé „sanngjarnt fyrir borgina og íbúa …

MYND: ÓJ

Kínverskir ferðamenn hafa verið töluvert áberandi í Reykjavík og víðar um land í vor. Auðvitað er fólk af kínverskum uppruna búsett um allan heim og eitthvað af því fer í Íslandsferðir en þeim hefur snarfjölgað sem koma hingað alla leið frá Alþýðulýðveldinu Kína. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli komu hingað í marsmánuði 8.642 Kínverjar og …

Brasilíski flugframleiðandinn Embraer greinir frá góðum gangi í pöntunum og afhendingu véla á fyrstu mánuðum ársins. Mestur var fögnuðurinn í höfuðstöðvunum í São José dos Campos þegar American Airlines staðfesti kaup á 90 farþegaþotum af gerðinni E175, sem verða notaðar í innanlandsflugi og eru hluti af stórri endurnýjun flugflota félagsins. E175 eru meðaldrægar vélar, oftast …

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …