Samfélagsmiðlar

Bjórframleiðendur ósáttir við breytingar á tollkvóta flugfarþega

frihofnin

Í lítrum talið hefur sala á áfengi dregist saman í komuverslun Fríhafnarinnar því nú velja fleiri að kaupa vín og sterkt áfengi í stað bjórsins Í lítrum talið hefur sala á áfengi dregist saman í komuverslun Fríhafnarinnar því nú velja fleiri að kaupa vín og sterkt áfengi í stað bjórsins.
Í sumarbyrjun var reglum um áfengiskaup ferðamanna breytt á þann veg að nú geta þeir nýtt allan tollinn til kaupa á aðeins sterku áfengi, léttvíni eða bjór. Áður þurfti að blanda saman sortum í samræmi við fimm ólíkar samsetningar. Fyrir þessa breytingu var í mesta lagi hægt að kaupa einn lítra af sterku áfengi en nú er hámarkið 1,5 lítrar og sá sem vill eingöngu vín getur nú tekið 6 flöskur í stað fjögurra. Á sama hátt getur ferðamaður sem aðeins kýs bjór keypt sex hálfs lítra kippur af öli en áður var hámarkið 4 kippur. 

Of margar einingar í vinsælustu leiðunum

Þeir sem velja síðasta kostinn eru hins vegar ekki mjög fjölmennur hópur því sala á áfengi, í lítrum talið, hefur dregist saman í Fríhöfninni eftir að nýju reglurnar tóku gildi líkt og Túristi greindi frá. Í forsendum frumvarps fjármálaráðherra um þennan nýja tollkvóta var hins vegar búist við aukinni sölu í komuverslun Fríhafnarinnar. Ástæðan fyrir þessari öfugu þróun er, að mati Þorgerðar Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, sú að þær leiðir sem nutu mestra vinsælda í gamla kerfinu innihalda of margar áfengiseiningar miðað við nýja fyrirkomulagið (sjá mynd hér fyrir neðan). „Þeir sem notfæra sér aukninguna sem varð ef keyptur er eingöngu bjór eru ekki nógu margir til að vega upp á móti þeim sem kaupa helst minni bjór með sterku og léttu áfengi. Þetta hefur leitt til þess að bjór hefur minnkað nokkuð í magni sem hlutfall af heildarsölu. Sjötíu prósent af þeim bjór sem seldur er í komuverslun Fríhafnarinnar er innlend framleiðsla og því hefur þetta nokkur áhrif á innlenda bjórframleiðendur og mun til lengri tíma geta haft töluverð áhrif á sölu á íslenskum bjór,” bætir Þorgerður við.

Innlend framleiðsla verður undir

Undir þetta taka forsvarsmenn Vífilfells og Ölgerðarinnar, tveggja umsvifamestu bjórframleiðenda landsins og segja að þessi þróun komi ekki á óvart. „Það er sorglegt að þessar breytingar bitni á innlendri framleiðslu en sala á innfluttu léttvíni aukist,“ segir Erla Jóna Einarsdóttir hjá Ölgerðarinni og Hreiðar Þór Jónsson hjá Vífilfelli er sömu skoðunar. „Þetta er auðvitað mjög óheppilegt þar sem bjórinn er að megninu til framleiddur á Íslandi á meðan stór hluti af sterka áfenginu og allt vínið er flutt inn.” Og Hreiðar á ekki von á því að þetta breytist með tímanum því fólk sem áður hafi keypt ákveðið magn af bjór með öðrum tegundum geri það ekki lengur. „Nú tekur „vínáhugamaðurinn” bara vín í stað blöndu af víni og bjór eins og hann gerði áður.” Það er því betra hljóð í vínheildsölum en bjórframleiðendum þessa dagana og til að mynda segist Sigurður Hannesson, hjá RJC, vera sáttur við þá reynslu sem komin er á nýju reglurnar því sala á léttvíni hafi aukist talsvert síðustu mánuði.

Hefur ekki einfaldað málin

Í lagafrumvarpinu um breytingar á tollkvótanum var ekki aðeins reiknað með aukinni sölu heldur átti nýja fyrirkomulagið líka að vera einfaldara í framkvæmd fyrir viðskiptavini og starfsmenn Fríhafnarinnar. Það hefur hins vegar heldur ekki reynst raunin því að sögn Þorgerðar, framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar, þá vefjast nýju reglurnar fyrir viðskiptavininum og það sem af er hefur vinna Fríhafnarstarfsmanna við að útskýra tollkvótann verið miklu meiri en það sem áður var.

Sendu inn tilnefningar til Íslensku ferðaverðlaunanna

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …