Samfélagsmiðlar

Sóknarfæri WOW liggja í fjölgun skiptifarþega

wow skuli airbus

Skúli Mogensen gerir ráð fyrir 3 milljónum farþega og vonast til að hlutfall tengifarþega aukist því Ísland ráði ekki við mikið meiri vöxt eins og er. Skúli Mogensen gerir ráð fyrir 3 milljónum farþega með WOW á næsta ári og vonast til að hlutfall tengifarþega aukist því Ísland ráði ekki við mikið meiri vöxt eins og er.
Það stefnir í að farþegafjöldi WOW air í ár verði tvöfalt meiri en í fyrra og að vöxturinn verði jafn mikill á næsta ári. Ef þessar áætlanir ganga eftir mun félagið flytja þrjár milljónir farþega á næsta ári sem álíka fjöldi og sat í vélum Icelandair á síðasta ári.
Til að ná fram þessari miklu aukningu mun félagið bæta við áfangastöðum og fjölga ferðum til þeirra borga sem nú þegar eru hluti af leiðakerfi félagsins að sögn Skúla Mogensen forstjóra og eiganda WOW air. „Í nóvember bætist tólfta þotan við flugflota WOW og verður hún nýtt í flug okkar til New York. Í apríl og maí bætast svo við fimm þotur í viðbót og á sama tíma hefst áætlunarflug til Miami á Flórída. Eins munum bæta við ferðum til Kaliforníu og fljúga daglega til Los Angeles og San Francisco frá og með vorinu.“ Að sögn Skúla verða fleiri nýir áfangastaðir kynntir til sögunnar fljótlega.

Spár greiningaraðila ekki í takt við flugáætlanir

Hlutfall skiptifarþega um borð í vélum WOW air fer ört hækkandi og lætur nærri að um helmingur farþeganna millilendi aðeins á Keflavíkurflugvelli á leið sinni yfir hafið. Skúli segir tækifæri WOW helst liggja í því að stækka þennan hóp enn frekar enda ráði innviðirnir á Íslandi ekki við mikið meiri vöxt ferðamanna eins og er að hans mati. Aðspurður um hvort að það sé hins vegar ekki óumflýjanlegt að ferðamannafjöldinn hér á landi vaxi í takt við aukin umsvif Icelandair og WOW air segir Skúli að sterkt samband sé þarna á milli. „Áætlanir og spár opinberra- og einkaaðila um ferðamannafjölda hafa verið of varkárar í gegnum tíðina þrátt fyrir þær augljósu staðreyndir sem komi fram í áætlunum WOW og Icelandair.“

7,2 milljónir með íslensku félögunum tveimur

Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að farþegafjöldinn hjá WOW verði þrjár milljónir á næsta ári en áður hafa forsvarsmenn Icelandair gefið út að félagið ráðgeri að flytja 4,2 milljónir farþega. Samkvæmt ársskýrslu Icelandair í fyrra þá var hlutfall erlendra ferðamanna í vélum félagsins 36 prósent en ekki liggur fyrir hvert hlutfallið er hjá WOW. En að því gefnu að það sé álíka hátt og hjá Icelandair þá má gera ráð fyrir að félögin tvö komi með á bilinu 1,3 til 1,6 milljónir erlendra ferðamanna til landsins á næsta ári. Inn í þeirri tölu eru svokallaðir „stop-over“ farþegar Icelandair, þ.e. fólk sem kemur inn til landsins á leið sinni yfir hafið. Hafa ber í huga að hver farþegi flugfélaganna er talinn tvisvar, þ.e. á útleið og heimleið og á næsta ári munu þá um 3,6 milljónir einstaklinga sitja um borð í vélum Icelandair og WOW ef áætlanirnar ganga eftir.

2,5 milljónir ferðamanna?

Hver umsvif erlendu flugfélaganna verða á Keflavíkurflugvelli á næsta ári liggur ekki fyrir en ljóst er að British Airways fjölgar sínum ferðum hingað frá London úr þremur í sjö í viku og einnig hafa Norwegian, Germania og Wizz tilkynnt um aukið Íslandsflug. Á næsta ári mun Delta svo í fyrsta skipti fljúga hingað allt árið um kring frá New York en hins vegar hefur hið breska easyJet fækkað ferðum sínum til Íslands síðustu mánuði í samanburði við sama tíma í fyrra en forsvarsmenn félagsins hafa gefið út að ákvörðun Breta að segja skilið við ESB muni hafa neikvæð áhrif á reksturinn á næstu misserum. Airberlin, sem var umsvifamesta erlenda flugfélagið á Íslandi í ágúst, er í miklum rekstrarvanda og mikill niðurskurður framundan fyrir næstu sumarvertíð þar á bæ. 
Hvað sem því líður er ljóst að ef áætlanir íslensku flugfélaganna ganga eftir og ef umsvif erlendu flugfélaganan aukast lítillega gæti ferðamannafjöldinn náð 2,5 milljónum. En eins og víða hefur komið fram síðustu vikur þá gæti sífellt hækkandi gengi íslensku krónunnar dregið úr eftirspurn eftir Íslandsferðum á næstu misserum og margir fleiri þættir hafa líka áhrif.

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …