Samfélagsmiðlar

Þungur rekstur í ferðaþjónustu þrátt fyrir metvertíð

Hátt gengi íslenskur krónunnar veldur vanda hjá þeim sem eru í útflutningi og þar er ferðaþjónustan ekki undanskildin jafnvel þó viðskiptavinunum fjölgi hratt. Hátt gengi íslenskur krónunnar veldur vanda hjá þeim sem eru í útflutningi og þar er ferðaþjónustan ekki undanskildin jafnvel þó viðskiptavinunum fjölgi hratt.
Þrátt fyrir metsumar í ferðaþjónustunni er ekki útlit fyrir góða afkomu hjá fjölda fyrirtækja í greininni í ár. Styrking krónunnar og launahækkanir vega þar þungt. Um þetta eru þeir stjórnendur í greininni, sem Túristi hefur rætt við, sammála um. Með sterkari krónu lækka nefnilega tekjur í ferðaþjónustunni. Með beinum hætti hjá þeim aðilum sem selja í erlendri mynt en óbeint hjá fyrirtækjum sem selja í krónum þar sem viðskiptavinir þeirra reikna verðið yfir í sinn eigin gjaldmiðil áður en þeir taka ákvörðun um kaup. Fyrir tveimur árum fengust 154 krónur fyrir eina evru en í dag er virði hennar 119 kr. Tekjulækkunin í evrum talið nemur nærri fjórðungi á tímabilinu en til samanburðar hefur breska pundið lækkað um 28 prósent en bandarískur dollari minna eða um ríflega tíund. Spár flestra aðila gera ráð fyrir frekari styrkingu krónunnar á næstu misserum. „Ef aukin ferðamennska hefur að einhverju leiti byggst á veikri krónu þá er þessi styrkleiki algjörlega horfinn,” segir einn viðmælenda Túrista og telur ekki svigrúm til að hækka gjaldskrár meðal annars vegna þess að breytingar á virðisaukaskatti á ferðaþjónustu, sem gerðar hafa verið síðustu ár, hafi farið beint út í verðlagið.

Erfitt fyrir nýliða

Síðustu tvö ár hefur ferðamönnum hér á landi fjölgað um ríflega 70 prósent og markaður ferðaþjónustufyrirtækjanna því stækkað verulega. En kostnaðurinn, sem er að mestu leyti í krónum, hefur líka hækkað. Meðal annars í kjölfar kjarasamninga en víða í ferðaþjónustu vegur launakostnaður þungt. Sérstaklega hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig afþreyingu eða veitingasölu en þar er algengt að launagreiðslur séu um helmingur alls kostnaðar. Í flugi og gistingu mun vægi launa vera lægra.
Að búa við minnkandi tekjur en hækkandi kostnað er erfitt í öllum rekstri og sérstaklega hjá nýlegum fyrirtækjum sem sett voru á laggirnar í allt öðru og betra rekstrarumhverfi en nú ríkir. Mörg þessara fyrirtækja munu einnig vera mjög skuldsett og þurfa þau til að mynda að greiða nokkru hærri vexti en sambærileg fyrirtæki í nágrannalöndunum. Háar afborganir gera því illt verra. „Það hefur verið mikil fjárfesting í ferðaþjónustu að undanförnu. Ekki aðeins í afkastagetu fyrirtækja heldur einnig í hótelbyggingum og öðrum dýrum mannvirkjum. Slíkt er ekki gert án skuldsetningar og aðallega í krónum. Þessi lán bera háa vexti og þau verða ekki greidd nema að fyrirtækin séu rekin með hagnaði. Það er eins gott að hann verði einhver,” segir einn þeirra aðila sem rætt var við um stöðuna í ferðaþjónustunni. Rótgróin fyrirtæki í greininni ættu hins vegar flest að standa styrkum fótum eftir langt vaxtarskeið en nú reyni þó fyrir alvöru á rekstur þeirra. 

Sameiningar á næstunni?

Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið gífurlega hraður síðustu ár og mörg ný fyrirtæki hafa orðið til í faginu. Flest hver mjög lítil og viðmælendur Túrista telja að breyttar rekstraraðstæður geti kallað á sameiningar smærri fyrirtækja eða að þau renni inn í stærri einingar til að geta betur ráðið við sveiflur í rekstri. Á sama tíma telja menn víst að nú bíði á hliðarlínunni fjárfestar sem muni freista þessa að komast yfir fyrirtæki í ferðaþjónustu sem eru í góðum rekstri en eru illa fjármögnuð eða hafa ekki mátt við tekjumissinum vegna gengisbreytinga.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …