Samfélagsmiðlar

Allt að 1 milljón í sekt vegna heimagistingar

reykjavik Tim Wright

Um áramót gengu í gildi nýjar og hertari reglur um skammtímaleigu á húsnæði. Um áramót gengu í gildi nýjar og hertari reglur um skammtímaleigu á húsnæði.
Frá og með gærdeginum takmarkast skammtímaleiga á íbúðahúsnæði við 90 daga á almanaksárinu og hámarkstekjur af útleigunni mega ekki nema meira en 2 milljónum yfir árið. Hver einstaklingur getur skipt þessum 90 dögum milli tveggja eigna, til dæmis íbúðarhúsnæði og sumarbústaðar. Með breytingunum er verið að skýra betur mörkin milli gististarfsemi í atvinnuskyni og tímabundinnar leigu einstaklinga gegnum deilihagkerfið samkvæmt tilkynningu frá Atvinnuvegaráðuneytinu.
En líkt og kom fram í nýlegri úttekt Íslandsbanka þá var að jafnaði áttunda hver íbúð í miðborg Reykjavíkur leigð út til ferðamanna í júlí sl. á vegum Airbnb. Umsvif þessa bandaríska fyrirtækisins hafa vaxið mjög hratt hér á landi í takt við aukin ferðamannastraum og samkvæmt svari fyrirtækisins við fyrirspurn Túrista í janúar 2016 þá hafði fjöldi íslenskra skráninga hjá Airbnb tvöfaldast frá byrjun árs 2015 og fyrirtækið hafði þá á sínum snærum fleiri gistikosti hér á landi en þrjár stærstu hótelkeðjur landsins samanlagt.

Leyfisnúmer komi fram í auglýsingum

Það er Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu sem fer með eftirlit með heimagistingu samkvæmt reglugerð nýju laganna og verða allir leigusalar að skrá fasteignir sínar hjá embættinu og kostar það 8 þúsund krónur. Ef eign er leigð út í heimagistingu án þess að hún hafi verið skráð verður lögð á eigandann stjórnvaldssekt og getur upphæð hennar numið frá 10 þúsund kr. upp í eina milljón kr. Skráningarnúmerið sem fæst hjá sýslumanni skal jafnframt nota í markaðssetningu á fasteigninni, t.d. á bókunarvefsíðum eins og Airbnb. Samkvæmt lauslegri athugun Túrista eru skráningarnúmer ennþá ekki sýnileg á auglýsingum Airbnb á íslenskum gistikostum.

Spurningar og svör varðandi heimagistingu – Frá Atvinnuvegaráðuneytinu

Hvað má leigja fasteign út í marga daga þannig að hún falli undir reglur um heimagistingu?
Svar: 90 daga á ári.

Hvað má leigja út margar fasteignir?
Svar: Tvær eignir.

Hvað þarf að gera ef leigja á út herbergi, íbúð eða sumarbústað í heimagistingu?
Svar: Skrá viðkomandi eign hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu og fá starfsleyfi hjá heilbrigðisnefnd. Eignin fær svo úthlutað skráningarnúmeri sem þarf að nota við markaðssetningu.

Hver sér um eftirlit með heimagistingu?
Svar: Lögreglustjórar hafa áfram eftirlit með framkvæmd laganna skv. 21. gr. laganna. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur hins vegar eftirlit með heimagistingu og mun hann til dæmis fylgjast með því að skráningarnúmer sé notað á þeim miðlum sem notaðir eru til að auglýsa heimagistingu.

Hvað þarf að gera ef leyfi fyrir heimagistingu er þegar fyrir hendi á grundvelli eldri laga og ætlunin er að leigja eignina meira en 90 daga á ári?
Svar: Leyfið gildir út gildistímann. Þegar það rennur út þarf að sækja um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II.

Hvað gerist ef eign er leigð út í heimagistingu án þess að hún hafi verið skráð hjá Sýslumanni?
Svar: Þá verður lögð á stjórnvaldssekt sem getur numið allt að einni milljón króna.

Er mikilvægt að nota skráningarnúmerið í öllum auglýsingum?
Svar: Já, það er lögbundin skylda. Brot á því getur valdið stjórnvaldssekt.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …