Samfélagsmiðlar

Ódýrara búðaráp og pöbbarölt í Aberdeen

Verðlagið í granítborginni svokölluðu hefur lengi lokkað til sín kaupglaða Norðmenn og Íslendingar gætu fljótlega farið að feta í fótspor frændþjóðarinnar.

aberdeen 3

Ástæðan fyrir því að fjöldi norskra barna gengur um í fötum úr verslun Primark við Union Street og að Norðmenn eru sleipir í vélritun á bresk lyklaborð er einföld; verðlagið í búðunum í Aberdeen. Þangað hafa frændur okkar nefnilega lengi fjölmennt í borgarferðir þar sem megin tilgangurinn er að kaupa ódýrari klæðnað og tæki og borga mun minna fyrir mat og drykk en heima fyrir. Taxfree endurgreiðslan hefur heldur ekki dregið úr áhuga Norðmanna á verslunarferðum til Aberdeen og ört lækkandi gengi breska pundsins hefur líka haft jákvæð áhrif.

Legóið, Apple og Timberland mun ódýrara

En öfugt við norsku krónuna hefur sú íslenska styrkst verulega síðustu misseri og til að mynda þurfti að borga 12.800 krónur fyrir 80 punda flík í H&M fyrir ári síðan en 11.400 krónur í dag. MacBook Air sem var á 144 þúsund íslenskar er núna á 128 þúsund í stórverslun John Lewis og svo mætti áfram telja. Áhrif gengisþróunarinnar eru því mikil og samanburðurinn á verðlaginu hér heima og Aberdeen verður fyrir vikið ennþá skrautlegri. Til að mynda er 128 þúsund króna Apple tölvan í Aberdeen á 160 þúsund í reykvískri verslun og klassískir Timberland skór hjá Schuh við St. Nicholas street eru nokkrum þúsund krónum ódýrari en hér heima. Lego kassi sem kostar rétt um 2 þúsund krónur í Aberdeen er ríflega tvöfalt dýrari (4.499kr) í Kópavogi.

Lambið hjá Food and fun kokkinum ódýrara en á Hard Rock

Prísarnir á matseðlunum í Aberdeen koma líka þægilega á óvart. Þannig kostar lambalund á hinum vinsæla veitingastað Musa 2.700 krónur en til samanburðar þarf að borga 3.590 krónur fyrir lambaframhrygg á Hard Rock við Lækjargötu. Þess má svo geta að John Kelman, kokkurinn á Musa, er einn þeirra matreiðslumanna sem mun taka þátt í Food and Fun í Reykjavík í mars þannig að þar er viðurkenndur fagmaður á ferðinni. Það sama má segja um bruggarana James Watt og Martin Dickie sem hafa síðastliðinn áratug getið sér gott orð út um allan heim fyrir Brew Dog bjórana sína. Aberdeen er heimavöllur þeirra og þar reka þeir tvo pöbba og stór Brew Dog IPA kostar álíka mikið á barnum í Skotlandi og borga þarf fyrir litla dós af sama drykk í Vínbúðunum. Og viljirðu kanna vískíúrvalið á The Grill, einni sögufrægustu knæpu borgarinnar, þá geturðu borgað með klinki fyrir einn tvöfaldan speyside.

Auðvelt að ná áttum í Aberdeen

Allir þær verslanir, veitingastaðir og barir sem nefndir eru hér að ofan eru í göngufæri hver frá öðrum. Miðborg Aberdeen er nefnilega frekar lítil og þar er einfalt að ná áttum jafnvel þó húsin séu öll grá og keimlík. Við Union Street er mest um stórverslanir og þar eru til að mynda verslanir Primark og Marks og Spencer. Við Schoolhill, sem liggur samhliða Union Street, er einnig að finna þekktar stórverslanir eins og Topshop og John Lewis en líka smærri búðir. Stærsta kringlan er svo Union Square þar sem útibú margra þekktra verslunarkeðja eru til húsa og á efstu hæðinni er ljómandi úrval af einföldum veitingastöðum. Þeir sem vilja búa í kringum þetta allt saman ættu því að skoða gistingu á þessum slóðum og þar er Aberdeen Douglas hótelið ágætis kostur, einfalt en vel staðsett hótel.

Aberdeen er ein þeirra borga sem bættist við leiðakerfi Icelandair í fyrra og flýgur félagið þangað allt árið um kring í samstarfi við Air Iceland Connect.

Túristi heimsótti Aberdeen með aðstoð Icelandair
Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …