Samfélagsmiðlar

Bjóða afslátt á farþegagjöldum Keflavíkurflugvallar

Þó farþegafjöldinn á Keflavíkurflugvelli hafa margfaldast síðustu ár þá eru ennþá dagspartar þar sem fáir eru á ferðinni. Úr því vilja forsvarsmenn Isavia bæta með sérstökum afslætti á vannýttum tímum.
Milli klukkan 6 og 9 á morgnana taka á loft frá Keflavíkurflugvelli tugir flugvéla á vegum Icelandair og WOW air sem langflestar taka stefnuna í átt til Evrópu. Þoturnar koma tilbaka um miðjan dag og halda svo vestur um haf seinnipartinn. Á þessum tveimur tímabilum dagsins eru varla lausir brottfarartímar fyrir erlendu flugfélögi. En líkt og Túristi greindi frá þá þurftu forsvarsmenn Air Canada að breyta dagskrá Íslandsflugs félagsins næsta sumar vegna skorts afgreiðslutímum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á þessum háannatímum.

Jafngildir fjórðungs afslætti á veturna

Yfir sumarmánuðina eru líka mörg flug á dagskrá upp úr miðnætti og er það þriðja tímabil sólarhringsins þar sem varla er hægt að bæta við fleiri ferðum. Hins getur verið tómlegt um að litast í flugstöðinni frá tíu á morgnana og fram yfir hádegi og aftur í kringum kvöldmat og fram til klukkan tíu. Af þeim sökum býðst nú þeim flugfélögum sem bóka brottfarir á þessum dagspörtum sérstakur 5 evru afsláttur á farþegagjaldi Keflavíkurflugvallar. Það jafngildir 580 krónum eða fjórðungi af 2.265kr gjaldinu sem Isavia rukkar fyrir hvern farþega yfir vetrarmánuðina. Á sumrin er farþegagjaldið hærra eða 3.215 kr. en minna fyrir skiptifarþega.

Góðar undirtektir hjá flugfélögunum

Að sögn Guðna Sigurðsson, talsmanns Isavia, er ástæðan fyrir þessu nýja afsláttarkerfi sú að forsvarsmenn flugvallarins telja að hægt sé að nýta innviði Keflavíkurflugvallar betur með dreifðu álagi. „Það skilar sér líka í betri þjónustu við farþega í flugstöðinni að dreifa álagi með þessum hætti“. Að sögn Guðna hafa flugfélögin sýnt afslættinum mikinn áhuga og eru þegar farin að nýta sér hann.
Samkvæmt athugun Túrista eru það helst SAS, Norwegian, British Airways og easyJet, sem fljúga frá Íslandi eftir að það hægist á morguntraffíkinni á vegum íslensku flugfélaganna. Icelandair býður hins vegar upp á flug til Toronto, Washington, Boston og New York klukkan hálf ellefu á morgnana frá vori og fram á haust. Á seinni afsláttartímabilinu, frá kl. 18 til 22, eru fjöldamargar brottfarir á vegum Wizz Air auk ferða með Finnair, SAS, Norwegian og easyJet. Eins fljúga breiðþotur WOW air til Miami og San Francisco um kvöldmatarleytið.
Það eru því töluvert í boði fyrir þá sem vilja heldur ferðast á þeim tímum þar sem biðraðri við innritunarborð og vopnaleit eru styttri en farþegar á Keflavíkurflugvelli eiga orðið að venjast, til að mynda í morgunsárið.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …