Samfélagsmiðlar

Ólíklega hægt að mismuna flugfélögum eftir heimalandi

kef farthegar

Það kann að stríða gegn alþjóðlegum reglum í fluggeiranum að ætla að takmarka umsvif erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli líkt og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að rætt verði. Það kann að stríða gegn alþjóðlegum reglum í fluggeiranum að ætla að takmarka umsvif erlendra flugfélaga á Keflavíkurflugvelli líkt og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að rætt verði.
Á fimmtudaginn lagði Grímur Sæmundsen, formaður SAF, til að lággjaldaflugfélög, sem aðeins fljúga til Íslands yfir sumarmánuðina, verði neitað um lendingarleyfi á Keflavíkurflugvelli en fái í staðinn afgreiðslutíma á Akureyri eða Egilsstöðum. Tilgangurinn með þessu yrði sá að draga úr hröðum vexti ferðamanna og stuðla að betri dreifingu þeirra um landið. Það eru hins vegar aðallega hefðbundin félög eins og Lufthansa og Air Canada sem takmarka áætlunarferðir til Íslands við háannatímann en ekki lággjaldaflugfélög líkt og kom fram í úttekt Túrista fyrir helgi. Í framhaldinu viðraði Grímur þá hugmynd að gripið yrði til stýringar á umsvifum erlendra flugfélaga í flugi hingað til lands til að tryggja hóflega fjölgun ferðamanna líkt og kom fram í fréttum Stöðvar 2

Ekki hægt að neita flugfélögum um lausa tíma

Það er hins vegar ósennilega að hægt yrði að mismuna flugfélögum eftir því frá hvaða löndum þau koma samkvæmt Frank Holton, framkvæmdastjóra Airport Coordination, fyrirtækisins sem sér meðal annars um úthlutun lendingarleyfa á Keflavíkurflugvelli. „Allar breytingar, bæði rýmkanir og takmarkanir, verða að ná til alla flugrekstraraðila,“ segir í svari Holton við fyrirspurn Túrista. „Öllum er frjálst að koma með hugmyndir sem þessar en það er ekki hægt að neita flugfélögum um lendingarleyfi svo lengi sem það eru lausir afgreiðslutímar á flugvellinum,“ bætir Holton við og bendir á að á Keflavíkurflugvelli séu þrír dagspartar þar sem nánast allir tímar eru uppbókaðir en nóg laust utan þeirra. En líkt og Túristi sagði frá þá býður Isavia núna afslætti til þeirra flugfélaga sem vilja nýta þá hluta dagsins sem eru minna bókaðir, meðal annars til að dreifa umferðinni jafnar yfir daginn.

Hefur ekki trú á samkeppnishindrunum

Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segist aðspurður um hugmyndir Gríms að hann hafi ekki trú á sértækum takmörkunum eða samkeppnishindrunum. „Hinsvegar er löngu orðið aðkallandi að stjórnvöld og Ísavía komi sér saman um framtíðarstefnumótun og framkvæmd á Keflavíkurflugvelli sem í mínum huga ætti að miðast að því að gera flughöfnina að alþjóðlegum tengiflugvelli og hann hannaður samkvæmt því.  Stækkun Keflavíkurflugvallar ásamt stóraukinni innviðafjárfestingu er orðið löngu tímabær og mundi vera fljót að skila sér tilbaka ef rétt er að henni staðið,“ segir Skúli.

Íslenskur flugfélögin með bróðurpart ferða

Þó erlendum flugfélögum fjölgi hratt hér á landi þá standa Icelandair og WOW ennþá undir langflestum ferðum til og frá landinu. Í síðasta mánuði voru til að mynda þrjár af hverjum fjórum áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli á þeirra vegum samkvæmt talningu Túrista. Þetta hlutfall hefur hins vegar verið að lækka síðustu ár og til að mynda var vægi erlendra flugfélaga í umferðinni um Keflavíkurflugvöll um 9 prósent í febrúar 2013. Hins vegar er um helmingur farþega Icelandair skiptifarþegar og hlutfallið þess háttar farþega mun vera sambærilegt hjá WOW. Með erlendur flugfélögunum koma nær eingöngu erlendir ferðamenn.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …