Almenningur getur á ný skoða sig embættisbústað Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar flókið fyrir útlendinga að fá aðgang og Íslendingar verða að láta sér duga að virða húsið fyrir sér frá götunni. Almenningur getur á ný skoða sig embættisbústað Bandaríkjaforseta. Það er hins vegar flókið fyrir útlendinga að fá aðgang og Íslendingar verða að láta sér duga að virða húsið fyrir sér frá götunni.
Donald J. Trump forseti Bandaríkjanna hefur gefið grænt ljós á heimsóknir almennings í forsetabústað sinn við Pennsylvania Avenue og tók hann sjálfur á móti fyrstu gestunum, í hans forsetatíð, fyrir hálfum mánuði síðan. Áhugasamir um innlit inn í þetta fræga hús þurfa að sækja um boðskort með góðum fyrirvara og verða þeir svo að standast ítarlega öryggisleit áður en þeir fá þrjú korter til að ganga um austurhluta hússins. Gestirnir komast hins vegar ekki yfir í vesturálmuna þar sem skrifstofu og heimili forsetans er að finna.
Útlendingar geta líka sótt um aðgang en þær umsóknir verða að berast í gegnum sendiráð þess lands sem viðkomandi er ríkisborgari í. Og samkvæmt upplýsingum frá sendiráði Íslands í Washington þá gera reglur Hvíta hússins kröfu um að aðeins sendiherra eða staðgengill hans megi koma að slíkum heimsóknum. „Vegna þess tíma og undirbúnings sem slíkar heimsóknir krefjast og vegna þess að ekki er unnt að gera upp á milli íslenskra ferðamanna varðandi slíka fylgd, þá getur sendiráðið því miður ekki komið að slíkum heimsóknum,“ segir í svari sendiráðsins við fyrirspurn Túrista.
Íslenska sendiráðið í Washington bendir hins vegar á að bæði Bandaríkjaþing og varnarmálaráðuneytið, PentagonPentagon, bjóða upp á skoðunarferðir sem hægt er að bóka á eigin vegum. Túristi mælir óhikað með heimsókn í þinghúsið og hana er best að bóka með fyrirvara.
—
Til Washington fljúga bæði Icelandair og WOW air allt árið um kring. Icelandair til Washington Dulles en WOW air til Baltimore-Washington flugvallar. Sjá nánar hvaða flugfélög fljúga hvert.
Ekki unnt að fylgja íslenskum ferðamönnum um Hvíta húsið
20. mars 2017