Samfélagsmiðlar

Átta af tíu leigusölum Airbnb telja ekki rétt fram

stokkholm Danderydsg

Athugun sænska skattsins leiðir í ljós að hátt hlutfall þeirra sem bjóða upp á heimagistingu standa ekki rétt að skattaskilum. Athugun sænska skattsins leiðir í ljós að hátt hlutfall þeirra sem bjóða upp á heimagistingu standa ekki rétt að skattaskilum. Hjá Ríkisskattstjóra er stöðugt verið að vinna með þennan málaflokk en sú vinna er tímafrek því tekjurnar geta verið taldar fram á margvíslegan hátt.
Frítekjumark leigutekna í Svíþjóð jafngildir um hálfri milljón íslenskra króna á ári og það á líka við þó húsnæðið sé leigt út í skammtímaleigu til ferðamanna. Nýleg úttekt sænska skattsins leyddi hins vegar í ljós að 8 af hverjum 10 sem leigja út í gegnum Airbnb standa ekki rétt að skilum opinberrra gjalda en í úttektinni voru skattskýrslur 250 leigusala kannaðar. „Af samskiptum okkar við viðkomandi einstaklinga að dæma þá skrifast hluti af vandanum á þekkingarleysi á skattareglunum en svo eru aðrir sem hafa einfaldlega tekið áhættuna á því að við myndum ekki taka eftir þessu. Í þeim tilfellum er einfaldlega um að ræða svindl,“ segir Rebecca Friis hjá Skatteverket í samtalið við Dagens Industri. Námu skattsvikin frá nokkrum þúsundum króna og upp í nokkrar milljónir.
Yfirvöld í Svíþjóð hafa boðað lagabreytingar til að bregðast við auknum umsvifum deilihagkerfisins þar í landi.

Sænsku og íslensku reglurnar ólíkar

Í Svíþjóð skal greiða 30 prósent skatt af öllum tekjum sem eru umfram fyrrnefnt frítekjumark og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sænska skattsins má að hámarki bjóða heimagistingu í 112 daga á ári. Tekjurnar af þessari starfsemi mega hins vegar ekki fara yfir 50 þúsund sænskar krónur (um 600 þúsund íslenskar). Allt umfram þessi mörk telst vera leyfisskyldur gistihúsarekstur og hann ber 12 prósent virðisaukaskatt.
Samkvæmt nýjum reglum um heimagistingu hér á landi þá mega fasteignaeigendur hafa allt að 2 milljónir króna í tekjur af heimagistingu en aðeins leigja út í 90 daga. Íslenskur fasteignaeigandi, sem nýtir sér þetta til fulls, má því hafa að jafnaði rúmar 22 þúsund krónur í tekjur fyrir hverja nótt en í Svíþjóð yrði meðalverð á nótt fjórum sinnum lægra eða rétt tæpar 5.500 krónur. 

Málaflokkur sem stöðugt er til skoðunar hjá íslenska skattinum

Líkt og Túristi greindi frá í síðustu viku þá sýna tölur frá Airbnb að fasteignaeigendur hér á landi hafa um fimmtfalt hærri tekjur af heimagistingu en frændþjóðirnar. Aðspurður um hvort sambærilegt úttekt hafi verið gerð hér á landi og í Svíþjóð segir Sigurður Jensson hjá Ríkisskattstjóra að þessi mál séu alltaf til skoðunar. „Við höfum okkar yfirsýn og tilfinningu varðandi heimagistingu og þetta er málaflokkur sem við erum stöðugt að vinna með. Lagaramminn er jafnframt að breytast og nú nýverið voru sett lög sem vonandi einfaldar skattaþáttinn fyrir minni aðila í heimagistingu. Það sem hefur einkennt þennan málaflokk er að tekjur hafa verið taldar fram með mismunandi hætti en ekki endilega röngum. Þó vissulega séu dæmi um það sem og að tekjur hafi vantað eins og í öllum öðrum rekstri. Þú finnur tekjur vegna heimagistingar inn í félögum sem geta jafnvel verið ranglega atvinnugreinarmerkt, inn í rekstrarskýrslum einstaklinga og í einhverjum tilvikum eins og venjulegar leigutekjur. Þannig að fjölbreytileikinn er mikill og tekur talsverðan tíma að átta sig hvar tekjurnar geta legið.“

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …