Samfélagsmiðlar

Átta af tíu leigusölum Airbnb telja ekki rétt fram

stokkholm Danderydsg

Athugun sænska skattsins leiðir í ljós að hátt hlutfall þeirra sem bjóða upp á heimagistingu standa ekki rétt að skattaskilum. Athugun sænska skattsins leiðir í ljós að hátt hlutfall þeirra sem bjóða upp á heimagistingu standa ekki rétt að skattaskilum. Hjá Ríkisskattstjóra er stöðugt verið að vinna með þennan málaflokk en sú vinna er tímafrek því tekjurnar geta verið taldar fram á margvíslegan hátt.
Frítekjumark leigutekna í Svíþjóð jafngildir um hálfri milljón íslenskra króna á ári og það á líka við þó húsnæðið sé leigt út í skammtímaleigu til ferðamanna. Nýleg úttekt sænska skattsins leyddi hins vegar í ljós að 8 af hverjum 10 sem leigja út í gegnum Airbnb standa ekki rétt að skilum opinberrra gjalda en í úttektinni voru skattskýrslur 250 leigusala kannaðar. „Af samskiptum okkar við viðkomandi einstaklinga að dæma þá skrifast hluti af vandanum á þekkingarleysi á skattareglunum en svo eru aðrir sem hafa einfaldlega tekið áhættuna á því að við myndum ekki taka eftir þessu. Í þeim tilfellum er einfaldlega um að ræða svindl,“ segir Rebecca Friis hjá Skatteverket í samtalið við Dagens Industri. Námu skattsvikin frá nokkrum þúsundum króna og upp í nokkrar milljónir.
Yfirvöld í Svíþjóð hafa boðað lagabreytingar til að bregðast við auknum umsvifum deilihagkerfisins þar í landi.

Sænsku og íslensku reglurnar ólíkar

Í Svíþjóð skal greiða 30 prósent skatt af öllum tekjum sem eru umfram fyrrnefnt frítekjumark og samkvæmt upplýsingum á heimasíðu sænska skattsins má að hámarki bjóða heimagistingu í 112 daga á ári. Tekjurnar af þessari starfsemi mega hins vegar ekki fara yfir 50 þúsund sænskar krónur (um 600 þúsund íslenskar). Allt umfram þessi mörk telst vera leyfisskyldur gistihúsarekstur og hann ber 12 prósent virðisaukaskatt.
Samkvæmt nýjum reglum um heimagistingu hér á landi þá mega fasteignaeigendur hafa allt að 2 milljónir króna í tekjur af heimagistingu en aðeins leigja út í 90 daga. Íslenskur fasteignaeigandi, sem nýtir sér þetta til fulls, má því hafa að jafnaði rúmar 22 þúsund krónur í tekjur fyrir hverja nótt en í Svíþjóð yrði meðalverð á nótt fjórum sinnum lægra eða rétt tæpar 5.500 krónur. 

Málaflokkur sem stöðugt er til skoðunar hjá íslenska skattinum

Líkt og Túristi greindi frá í síðustu viku þá sýna tölur frá Airbnb að fasteignaeigendur hér á landi hafa um fimmtfalt hærri tekjur af heimagistingu en frændþjóðirnar. Aðspurður um hvort sambærilegt úttekt hafi verið gerð hér á landi og í Svíþjóð segir Sigurður Jensson hjá Ríkisskattstjóra að þessi mál séu alltaf til skoðunar. „Við höfum okkar yfirsýn og tilfinningu varðandi heimagistingu og þetta er málaflokkur sem við erum stöðugt að vinna með. Lagaramminn er jafnframt að breytast og nú nýverið voru sett lög sem vonandi einfaldar skattaþáttinn fyrir minni aðila í heimagistingu. Það sem hefur einkennt þennan málaflokk er að tekjur hafa verið taldar fram með mismunandi hætti en ekki endilega röngum. Þó vissulega séu dæmi um það sem og að tekjur hafi vantað eins og í öllum öðrum rekstri. Þú finnur tekjur vegna heimagistingar inn í félögum sem geta jafnvel verið ranglega atvinnugreinarmerkt, inn í rekstrarskýrslum einstaklinga og í einhverjum tilvikum eins og venjulegar leigutekjur. Þannig að fjölbreytileikinn er mikill og tekur talsverðan tíma að átta sig hvar tekjurnar geta legið.“

Nýtt efni

„Samstarf fólks um allt land er forsenda þess að þróunin verði Grænlandi í hag. Ferðamenn virða ekki sveitamörk heldur eru með hugann allan við að njóta áfangastaða sinna. Þess vegna er svo brýnt að við sem áfangastaðurinn Grænland vinnum saman að því að bjóða upp á óaðfinnanlega og heildstæða upplifun - og náum saman, bæði …

Biðinni er brátt lokið og eftirvæntingarfullir aðdáendur írska rithöfundarins Sally Rooney getað andað léttar því að í liðinni viku var tilkynnt af The Wylie Agency, umboðsskrifstofu rithöfundarins, að ný bók væri væntanleg frá henni þriðjudaginn 24. september 2024.  Alex Bowler, talsmaður Faber & Faber, enska forlags rithöfundarins, sendi líka frá sér tilkynningu í tilefni af væntanlegri  …

Farþegar á Keflavíkurflugvelli gátu að jafnaði valið á milli nærri 10 brottfara á dag til höfuðborgar Bretlands í síðasta mánuði. Þetta er viðbót um eina ferð frá sama tíma í fyrra ef tillit er tekið til þess að nú er hlaupaár. London var sú borg sem oftast var flogið til frá Keflavíkurflugvelli í febrúar samkvæmt …

Það er bannað að auglýsa vín á Íslandi - nema auðvitað í amerískum samfélagsmiðlum og þeim erlendu vefsíðum sem íslenskir lesendur heimsækja. Áfengisauglýsingar eru hinsvegar mikilvæg tekjulind fjölmiðla í löndum allt í kringum okkur enda býr áfengisiðnaðurinn yfir miklu fjármagni og vill viðhalda áhuga neytenda á öllum aldri á þessum viðurkennda en varasama vímugjafa. FF7 …

Með hjálp málgreiningarforrits og athugun á orðanotkun hefur Lapo Lappin komist að því að tvær af vinsælustu bókum Camillu geta varla verið skrifaðar af höfundinum sjálfum og bendir Lappin á að textinn líkist mjög textum eftir annan rithöfund, Pascal Engman. Sjálf neitar Camilla (og það gerir Pascal einnig) öllum ásökunum og telur þær vera ávöxt öfundar …

Stundum fer rás atburða í hring. Flugvélasmiðja Spirit í Wichita var sett á stofn af Stearman Aircraft árið 1927 en tveimur árum síðar eignaðist United Aircraft and Transport Corporation fyrirtækið og rak til ársins 1934. Þá tók Boeing við rekstrinum og í heimsstyrjöldinni síðari, árið 1941, varð Spirit deild innan Boeing. Þannig hélst fyrirkomulagið til …

„Ég er búinn að vera í björgunarsveit í að verða 15 ár og í öllum útköllum tók ég Beef Jerky, þurrkað nautakjöt frá Bandaríkjunum, með mér sem nesti í neyð. Ég gekk til dæmis einu sinni þvert yfir landið, frá Reykjanestá yfir á Langanes og fyrir þá ferð gerði ég mikla leit að góðu, íslensku …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …