Samfélagsmiðlar

Útlendingar í meirihluta í Keflavíkurfluginu frá Akureyri

Tengiflug Flugfélags Íslands á milli Keflavíkur og Akureyrar hefur opnað nýja möguleika fyrir ferðamenn segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem vonast eftir að ferðunum verði fjölgað á sumrin.

flugfelag islands

Á meðan innanlandsflug er veigamikill hluti af starfsemi alþjóðaflugvalla í löndunum í kringum okkur þá hafa farþegar á Keflavíkurflugvelli aðeins átt kost á því að fljúga þaðan til útlanda. Flugfélag Íslands hefur reyndar boðið upp á stakar ferðir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar yfir hásumarið undanfarin ár en í febrúar síðastliðnum hóf félagið að fljúga þessa leið allt að sex sinnum í viku. Þetta er í fyrsta skipti sem innanlands- og millilandaflug er tengt saman hér á landi yfir vetrarmánuðina og samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands þá nýttu sér rúmlega 2600 farþegar þessar samgöngur í mars og apríl. Sjö af hverjum tíu farþegum á þessari flugleið eru útlendingar.

Tíminn nýtist í ferðalag um Norðurland í stað akstur frá höfuðborginni

Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir þetta tengiflug hafa opnað nýja möguleika fyrir ferðafólk sem vill komast norður á þeim árstíma sem hefur verið erfiður vegna ófærðar á vegum eða akstursskilyrða sem útlendingar treysta sér ekki í. „Þetta er því gríðarlega mikilvæg viðbót og sérstaklega ánægjulegt að heyra að ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa orðið vör við þessa ferðamenn á svæðinu. Þrátt fyrir byrjunarörðugleika í framkvæmd á fluginu hafa flestir þeirra erlendu gesta sem hafa nýtt sér það lýst yfir mikilli ánægju með þennan valkost. Það eykur án efa nýtinguna á fluginu að það er í boði yfir vetrartímann því þá vilja heimamenn gjarnan komast til útlanda og fyrir erlenda ferðamenn opnast möguleiki á að komast í vetrarparadís án þess að þurfa að bæta við mörgum ferðadögum. Þetta flug gerir útlendingum því kleift að ferðast meira um Norðurland í stað þess að tími þeirra fari í akstur hingað frá Reykjavík.“

Ókostur að fækka flugum yfir sumarið

Sem fyrr segir þá hefur hlutfall íslenskra farþega í Keflavíkurfluginu frá Akureyri verið um 30 prósent og segir Arnheiður bæði einstaklinga og fyrirtæki á svæðinu nýta sér þessa viðbót við samgöngurnar þaðan. Í sumar fækkar hins vegar flugunum á þessari leið og að sögn Arnheiðar líta margir fyrir norðan á það sem ókost. „Bæði er það óheppilegt fyrir þau fyrirtæki á Norðurlandi sem hafa nýtt flugið fyrir starfsmenn sína og einnig fyrir ferðaþjónustuaðila sem eru að selja erlendum ferðamönnum ferðir hingað og þyrftu að geta boðið reglulegri og tíðari flug. Það er trú okkar að eftirspurnin verði svo mikil að þetta muni breytast strax á næsta ári og að ferðafjöldinn muni haldast jafn allt árið.“ Arnheiður bætir því við að ferðaskrifstofur séu byrjaðar að selja pakkaferðir sem byggist á tengifluginu en gera megi ráð fyrir því að það taki að minnsta kosti eitt ár að byggja upp eftirspurnina.
Í því samhengi má benda á að stór hluti af ferðamannastraumnum til Rovaniemi í Lapplandi byggir einmitt á því að erlendir farþegar geti flogið til N-Finnlands stuttu eftir komuna til Helsinki að sögn Sanna Kärkkäinen, framkvæmdastjóra ferðamálaráðs Roveniemi. Hún segir, í samtali við Túrista, að vetrarferðamennska í Lapplandi hefur verið í örum vexti og fjölgaði komum erlendra ferðamanna um fimmtung milli síðustu tveggja ára í Rovaniemi. Bærinn hefur m.a. kynnt sig sem heimkynni jólasveinsins og einnig er þar mikið gert út á norðurljósaferðir.

Mun tíðari ferðir innan nágrannalandanna

Vægi farþega í innanlandsflugi á stærstu flugstöðvum Norðurlanda er mjög misjafnt. Á Óslóarflugvelli er það hæst eða 43 prósent en aðeins 6 prósent á Kaupmannahafnarflugvelli. Á Arlanda í Stokkhólmi er um fimmti hver farþegi á ferðalagi innan Svíþjóðar og hlutfallið er 16% í flugstöðinni í Helsinki. Á Keflavíkurflugvelli hefur vægið verið 0,2% í síðasta mánuði en þó ber að hafa í huga að Akureyrarflugið þaðan er ekki hefðbundið innanlandsflug því það er aðeins í boði fyrir þá sem eru á leið út í heim. Áfangastaðirnir í innanlandsfluginu frá hinum norrænu flughöfnunum eru því skiljanlega miklu fleiri, samkeppni ríkir á mörgum á flugleiðunum og ferðirnar oft tíðar. Þannig geta íbúar Rovaniemi valið á milli 4 til 6 brottfara á dag til Helsinki flugvallar með Finnair eða Norwegian.

Fargjöldin svipuð

Sá sem ákveður í dag að kaupa farmiða frá Roveniemi til Helsinki næsta vetur borgar að lágmarki 11.860 kr. hjá Finnair en tæpar 9 þúsund kr. hjá Norwegian. Ódýrustu farmiðarnir milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar kosta 10.580 krónur, báðar leiðir. Hjá þessum þremur flugfélögum bætist við farangursgjald. Ferðatíminn á finnsku flugleiðinni er um hálftíma lengri en á þeirri íslensku og ferðirnar eru líka tíðari. Samanburðurinn er því ekki fullkominn en Akureyri og Rovaniemi eiga það þó sameiginlegt að vera áfangastaðir sem eru komnir á kortið hjá erlendum ferðamönnum og þar eru til að mynda í boði fjölbreytt afþreying og gisting.
Ef hins vegar eingöngu er litið til flugtíma og fjölda ferða á dag þá er flugáætlunin milli Førde og Óslóar svipuð og í Keflavíkurfluginu frá Akureyri. Ódýrasta farið á norsku leiðinni er á um 19.500 kr. með farangri. Þar vega nokkuð þungt hin nýju komugjöld í Noregi en þau nema um þúsund íslenskum krónum á hvern fluglegg. Þeir sem fljúga innanlands í Noregi borga því tvöfalt hærri komugjöld en þeir sem nýta sér millilandaflug frá norskum flughöfnum.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …