Samfélagsmiðlar

Ráðherra tilgreinir þrjá áskoranir í ferðaþjónustu sem vinna þarf að í sumar

Í lok sumars er ferðamálaráði ætlað að skila inn tillögum að aðgerðum varðandi óskráða gistingu, fólksflutninga erlendra fyrirtækja og stöðu ferðaþjónustunnar út á landi.

Í lok sumars er ferðamálaráði ætlað að skila inn tillögum að aðgerðum varðandi óskráða gistiþjónustu, fólksflutninga erlendra fyrirtækja og stöðu ferðaþjónustunnar út á landi. Hvernig má hindra svarta atvinnustarfsmi í gistiþjónustu, tryggja að erlend ferðaþjónustufyrirtæki starfi samkvæmt íslenskum reglum og stuðla að því að ferðamenn heimsæki landsbyggðina í auknum mæli? Þetta eru þær spurningar sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur óskað eftir því að ferðamálaráð komi með svar við í síðasta lagi í lok ágústmánaðar. En hlutverk ferðamálaráðs er meðal annars að veita ráðherra ráðgjöf og umsagnir um breytingar á lögum og reglum.

Óeðlilegt forskot óskráðrar gistingar

Í bréfi sem ráðherra sendi til ferðamálaráðs fyrir helgi er óskað eftir tillögum um viðbrögð við þessum þremur ofangreindu viðfangsefnum og þar er hvert og eitt þeirra skilgreint sérstaklega. Fyrsta verkefnið snýr að mögulegri misnotkun og óeðlilegu samkeppnisforskoti deilihagkerfisins á markaði fyrir gistingu. „Gerðar verði tillögur um aðgerðir til að hindra svarta atvinnustarfsemi í gistiþjónustu í deilihagkerfinu og metið verði hvort, og þá á hvaða hátt, lögleg en umsvifamikil starfsemi á þessu sviði hafi óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart hefðbundinni gistiþjónustu hvað varðar lagalegt umhverfi,“ segir í erindi ráðherra. En líkt og kom fram í frétt Túrista í vor þá seldi bandaríska gistimiðlunin Airbnb 1,3 milljónir gistinátta hér á landi í fyrra sem er þriðjungur allra hótelgistinga á Íslandi. Umsvif fyrirtækisins eru því mjög mikil hér á landi og tekjur íslenskra leigusala af sölu heimagistingar í gegnum Airbnb eru mun hærra en gerist og gengur í löndunum í kringum okkur.

Ólögmæt starfsemi í fólksflutningum og fararstjórn

Töluverð umræða hefur verið um sókn erlendra ferðaþjónustufyrirtækja á íslenska markaðnum og þá sérstaklega fyrirtækja sem flytja hingað eigin rútur og fararstjóra. Ferðamálaráði er ætlað að finna leiðir til að tryggja betur, en þegar er gert, að þessir aðilar fullnægi öllum kröfum sem þeim ber, meðal annars varðandi vinnurétt, gjöld, skráningu o.þ.h. „Metið verði hvort og þá með hvaða hætti þessir aðilar hafi óeðlilegt samkeppnisforskot gagnvart innlendum aðilum og hvort tilefni sé til að breyta lögum eða reglum til að koma í veg fyrir slíkt forskot“. Einnig skal metið hvort tilefni sé til að stemma stigu við þessari starfsemi með einhverjum hætti, til dæmis með auknum kröfum.

Styrking krónunnar veikir landsbyggðina

Verðlagsþróun hér á landi hefur verið erlendum ferðamönnum óhagstæð síðustu misseri. Íslenska krónan hefur t.a.m. styrkst um fjórðung gagnvart evru og um 38 prósent gagnvart breska pundinu sl. 2 ár. Í bréfi Þórdísar Kolbrúnar til ferðamálaráðs segir að gera megi ráð fyrir að þessar breytingar komi verst niður á ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Af þeim sökum er óskað eftir tillögum um aðgerðir sem stjórnvöld geti gripið til að stuðla að því að ferðamenn heimsæki landsbyggðina í auknum mæli, til dæmis með samgöngubótum, markaðs- og kynningarstarfi, jöfnun aðstöðumunar með einhverjum hætti, eða öðrum aðgerðum. En eins og kom fram í svörum ráðherra ferðamála við spurningum Túrista nýverið þá bindur hún vonir við að hægt verði að bjóða upp á beint flug til Ísafjarðar og Egilsstaða frá Keflavíkurflugvelli líkt og nú er í boði til og frá Akureyri. „Slíkt myndi gjörbreyta forsendum varðandi heilsársferðaþjónustu á þessum stöðum,“ sagði Þórdís Kolbrún.

Í ferðamálaráði sitja Halldór Benjamín Þorbergsson, Ingibjörg Guðjónsdóttir, Sævar Skaptason og Þórir Garðarsson tilnefnd af Samtökum ferðaþjónustunnar, Aldís Hafsteinsdóttir og Hjálmar Sveinsson tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ásbjörn Björgvinsson og Díana Mjöll Sveinsdóttir tilnefnd af Ferðamálasamtökum Íslands og Jón Ásbergsson tilnefndur af Íslandsstofu. Formaður er Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Eva Björk Harðardóttir er varaformaður en þær tvær voru skipaðar af Þórdísi Kolbrúnu í apríl sl.

Nýtt efni

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …

Icelandair sagði í dag upp 82 starfsmönnum en um er að ræða starfsfólk úr ýmsum deildum á skrifstofum og starfsstöðvum félagsins. Í tilkynningu er bent á að Icelandair hafi á árunum 2021 til 2023 ráðið og þjálfað um 2.500 starfsmenn og góður árangur hafi náðst við að byggja félagið hratt upp eftir heimsfaraldurinn. Nú er …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Bláa lónið í Svartsengi hefur rýmt öll sín athafnarsvæði vegna jarðhræringa við Sundhnúkagígaröðina nú í morgun. Rýmingin gekk vel að því segir í tilkynningu og er gestum þakkaður góður skilningur á stöðunni, starfsmönnum fagleg vinnubrögð og viðbragðsaðilum gott samstarf. Bláa lónið er einn allra vinsælasti viðkomustaður ferðamanna hér á landi en vegna jarðhræringa á Reykjanesi …

Icelandair hefur gripið til hópuppsagna í dag og munu þær ná til ólíkra deilda innan fyrirtækisins að því segir í frétt Vísis. Þar er haft eftir Ásdísi Ýr Pétursdóttur, talskonu Icelandair, að dagurinn í dag sé erfiður en hún geti ekki tjáð sig nánar um stöðuna af virðingu við starfsfólkið. Heimildir FF7 herma að uppsagnirnar …

Miklar breytingar eru við sjóndeildarhringinn í grænlenskri ferðaþjónustu. Ný flugstöð verður tekin í notkun í Nuuk 28. nóvember. Síðan er ráðgert að ljúka framkvæmdum við nýjar flugstöðvar í Ilulissat og Qaqortoq á Suður-Grænlandi fyrir lok ársins 2026. Nú sinna Air Greenland og Icelandair Grænlandsflugi en færi ættu að skapast til að laða að fleiri flugfélög. …

Þýski Volkswagen ætlar ekki að játa sig sigraðan í baráttunni um markaðinn fyrir ódýrar gerðir rafbíla, þar sem kínverskir framleiðendur hafa náð góðri fótfestu og boða enn frekari landvinninga. Fyrr í mánuðinum runnu út í sandinn viðræður fornu fjendanna Volkswagen og franska Renault um að standa sameiginlega að þróun og smíði nýs rafknúins alþýðubíls til …