Samfélagsmiðlar

Metfjölgun ferðamanna skilar sér ekki í rúturnar við Leifsstöð

Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem bjóða upp á sætaferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eru á sama máli um að hin mikla fjölgun ferðamanna í ár endurspeglist ekki í fjölda rútufarþega.

kef farthegar

Forsvarsmenn fyrirtækjanna sem bjóða upp á sætaferðir til og frá Keflavíkurflugvelli eru á sama máli um að hin mikla fjölgun ferðamanna í ár endurspeglist ekki í fjölda rútufarþega. Fyrstu fimm mánuði ársins fjölgaði ferðamönnum hér á landi um 46,5 prósent samkvæmt talningu Ferðamálastofu á Keflavíkurflugvelli. Þetta er mun meiri vöxtur en hefur verið á þessu tímabili síðustu ár en í Morgunblaðinu á fimmtudag var það haft eftir Kristjáni Daní­els­syni, fram­kvæmda­stjóra Kynn­is­ferða sem reka Flugrút­una, að hann ef­aðist um að taln­ing ferðamanna um Leifsstöð væri rétt. Ástæðan er sú að hinnu miklu fjölgunar ferðamanna í ár verður ekki vart í farþegatölum Flugrútunnar. „Und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum ætti ávallt sam­bæri­legt hlut­fall ferðamanna að nýta Flugrút­una,“ sagði Kristján við Morgunblaðið. Benti hann jafnframt á að útlendingar sem búa hér á landi, til að mynda tímabundið vegna vinnu, eru taldir sem ferðamenn í hvert sinn sem þeir fljúga frá landinu og einnig þeir farþegar sem aðeins skipta um flugfélag á Keflavíkurflugvelli en gista ekki á landi. En líkt og Túristi vakti máls á í vor þá gæti fjöldi svokallaðra sjálftengifarþega, farþegar sem koma hingað með einu flugfélagi en fljúga samdægur burt með öðru, hafa aukist síðustu misseri og valdi nú meiri skekkju í ferðamannatalningum en áður.

Tölurnar haldast ekki lengur í hendur

Auk Flugrútunnar býður Airport Express upp á sætaferðir milli höfuðborgarinnar og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar allan sólarhringinn og samkvæmt upplýsingum frá Gray Line, sem rekur Airport Express, þá endurspeglast metfjölgun erlendra ferðamanna í ár ekki heldur í farþegatölum í áætlunarferðum fyrirtækisins til og frá Leifsstöð. Allt fram til síðasta árs hafi fjölgun farþega og erlendra ferðamanna hins vegar haldist í hendur en í fyrra varð breyting þar á og í ár hefur bilið breikkað enn frekar samkvæmt því segir í svari frá Airport Express.
Hvort meginskýring á því að rútufarþegum fjölgar hlutfallslega hægar en ferðamönnum séu sú að fleiri leigi bílaleigubíla nú en áður skal ósagt látið. En líkt og kannanir Túrista hafa sýnt þá hafa verðskrár bílaleiganna við Leifsstöð farið lækkandi. Hins vegar eru leigubílar dýrari kostur hér en til að mynda í nágrannalöndunum þegar ferðast er milli miðborgar og flugstöðvar.
Strætó býður einnig upp á ferðir til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar en fyrstu strætóferðirnar eru ekki nógu tímanlega fyrir morgunflug íslensku flugfélaganna. En á venjulegum degi er um þriðjungur allra brottfara frá Keflavíkurflugvelli á dagskrá í morgunsárið þar með er sá kostur fýsilegur fyrir stóran hluta flugfarþega.

Fjöldi sjálftengifarþega kannaður á næstunni

Vegna þeirrar umræðu sem varð í vor kjölfar umfjöllunar Túrista í vor um að fjöldi ferðamanna hér á landi væri hugsanlega ofmetinn, m.a. vegna fjölgunar sjálftengifarþega, þá sendu Ferðamálastofa og Isavia frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem meðal annars kom fram að gerð yrði sérstök úttekt á fjölda þeirra farþega sem aðeins millilenda á Keflavíkurflugvelli en skipta þar um flugfélag. Þessi hópur þarf í flestum tilfellum að sækja farangur sinn við komuna hingað og innrita sig á ný og fer þá í gegnum vopnaleitina þar sem talning Ferðamálastofu fer fram. Samkvæmt svari Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Isavia, mun fyrsta úttekt á fjölda sjálftengifarþega fara fram á fyrri hluta þessa mánaðar og verður hún gerð reglulega þar eftir til að greina hvort árstíðarsveiflur séu í stærð þessa farþegahóps.
Það eru vísbendingar um þess háttar sveiflur því samkvæmt könnun sem forsvarsmenn Fluglestarinnar létu gera meðal farþega í innritunarsal Leifsstöðvar þá var hlutfall hópsins 5.2% í júlí í fyrra en 2,2% í febrúar sl. samkvæmt því sem kom frá á Morgunvaktinni á RÚV í sumarbyrjun. Vægi þessa hóps er þó í raun tvöfalt hærra, til dæmis er Íri sem kemur hingað frá Dublin með WOW air og flýgur samdægurs með Icelandair til Denver talinn sem erlendur ferðamaður á leiðinni vestur um haf. En líka á leiðinni heim, fari hann aftur um Keflavíkurflugvöll og ferðist með meira en bara handfarangur.

Nýtt efni

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …