Samfélagsmiðlar

Óljós tíðindi af fjárfestingum útlendinga í íslenskum hótelum

Hlutur eins ríkasta manns Alaska í væntanlegum kaupum á KEA hótelunum er minni en fyrstu fréttir hermdu og óljóst er hvort erlend hótelkeðja ætli að reka hótel í gamla sjónvarpshúsinu eða aðeins leigja íslenskum aðilum vörumerki sitt. Yfirvofandi hækkun á virðisaukaskatti og framtíð gistináttagjaldsins eru ekki einu spurningamerkin sem setja má við íslenska hótelmarkaðinn í dag.

hotelrum nik lanus

Hlutur eins ríkasta manns Alaska í væntanlegum kaupum á KEA hótelunum er minni en fyrstu fréttir hermdu og óljóst er hvort erlend hótelkeðja ætli að reka hótel í gamla sjónvarpshúsinu. Í lok júní bárust þær fréttir að auðkýfingur frá Alaska, Jonathan B. Roubini að nafni, væri að ganga frá kaupum á KEA hótelunum og þar með lyki hálfs árs söluferli á þessari þriðju stærstu hótelkeðju landsins. Kaupverðið var sagt um sex milljarðar króna í frétt Markaðarins og þar kom jafnframt fram að Roubini myndi, í gegnum fasteignafélagið JL Properties, kaupa 75 prósent í KEA hótelunum og fjórðungur yrði í höndum fjárfestingafélagsins Vörðu.
Þeir frammámenn í ferðaþjónustunni sem Túristi ræddi við í kjölfarið voru sammála um að þessi kaup Roubini yrðu líklega stærsta erlenda fjárfestingin í íslenskri ferðaþjónustu hingað til og vakti tímasetningin líka athygli viðmælenda Túrista. Um þessar mundir ríkir nefnilega nokkur óvissa á hótelmarkaðnum, m.a. vegna yfirvofandi hækkunar á virðisaukaskatti, þreföldunar á gistináttagjaldi í haust og styrkingu krónunnar. Íslenskir bankar munu líka vera tregir til að lána til hótelframkvæmda þessi misserin en helstu eigendur Keahótela eru Horn II, framtakssjóður í rekstri Landsbréfa, með 60% hlut, og félagið Tröllahvönn ehf. með 32% hlut.

Lánað fyrir stórum hluta

Túristi hefur ítrekað reynt að komast í samband við Roubini og aðra stjórnendur JL Properties til að ræða væntanlega þátttöku þeirra í íslenskri ferðaþjónustu og sýn þeirra á framtíð þessarar atvinnugreinar nú þegar farið er að hægja á vextinum. Skilaboðum Túrista hefur hins vegar aldrei verið svarað. Fulltrúi Íslandsbanka, sem sér um söluna, hefur heldur ekki viliað ræða stöðuna og Páll L. Sigurjónsson, hótelstjóri keðjunnar og einn meðeiganda, segist ekki geta tjáð sig um sölumálin. Í fyrradag sagði Morgunblaðið hins vegar frá því að í viðtali við Alaska Dispatch News hafi Roubini sagt að fréttaflutningurinn á Íslandi, af hugsanlegum kaupum hans á meirihluta í KEA hótelunum, hafi verið ótímabær þar sem þau eru ekki frágengin. Hann sagði jafnframt að hlutur hans í hugsanlegum kaupum yrði mun minni en fyrstu fréttir hermdu eða um fjórðungur og fjárfestingin næmi 6,5 milljónum dollara eða 680 milljónum íslenskra króna. Í frétt Alaska Dispatch News kemur fram að Pt Capital, annað fjárfestingafélag frá Alaska, ætli að taka þátt í kaupunum ásamt íslenskum fjárfestum og að heildarkaupverðið verði um 5,3 milljarðar króna (51 milljón dollara). Ekkert kemur fram um fjármögnun viðskiptanna en af fréttinni verður ekki annað ráðið en að helmingur kaupverðsins, um 2,7 milljarðar, verði fjármagnaður með lánsfé.
Athygli vekur að meðfjárfestir JL Properties er Pt Capital sem gerði tilraun til að kaupa allt hlutafé í símafyrirtækinu Nova í fyrra en endaði að lokum með helmingshlut.

Hver flytur í gamla sjónvarsphúsið?

Ef að líkum lætur mun þekkt alþjóðleg hótelkeðja opna sitt fyrsta hótel hér á landi í gamla sjónvarpshúsinu að Laugavegi 176 samkvæmt frétt Fréttablaðsins frá því í síðasta mánuði. Ekki kemur fram í fréttinni hvort erlenda hótelkeðjan ætli sér að reka hótelið eða hvort um sé að ræða sérleyfissamning. Þess háttar samningar eru venjan á íslenska markaðnum, þannig eru Hilton hótelin hér á landi í eigu Icelandair Hotels og 2 af 3 Carlson Rezidor hótelunum eru í eigu íslenskra aðila. Aðspurður segist Guðjón Auðunsson, forstjóri Reita, ekki geta tjáð sig um hvers konar fyrirkomulag verður á rekstri hótelsins í gamla sjónvarpshúsinu.
Það er því ekki ljóst hvort eigendur erlendu keðjunnar ætli að hefja rekstur hóteli í gamla sjónvarpshúsinu eða aðeins leiga vörumerki sitt.

Nýtt efni

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …

Sjö af þeim níu þotum sem voru í flota Wow air undir það síðasta voru í eigu flugvélaleigunnar Air Lease Corporation (ALC). Ein þeirra var kyrrsett á Keflavíkurflugvelli í kjölfar gjaldþrots flugfélagsins þann 28. mars árið 2019 en í takt við samkomulag Wow Air og Isavia var ávallt ein þota félagsins eftir á Keflavíkurflugvelli sem …