Samfélagsmiðlar

Airberlin greiði fyrirfram á Keflavíkurflugvelli

Flugstjórum Airberlin verður fylgt í hraðbanka á Genfarflugvelli við komuna þangað hafi vinnuveitendur þeirra ekki staðið skil á lendingargjöldunum. Nú verða stjórnendur flugfélagsins einnig að borga fyrirfram á Keflavíkurflugvelli.

Tólftu sumarvertíð Airberlin á Keflavíkurflugvelli er senn að ljúka en framtíð þess næststærsta flugfélags Þýskalands er óljós eftir að forsvarsmenn þess óskuðu eftir greiðslustöðvun í vikunni. Þýska ríkið hljóp undir bagga og veitti félaginu lán sem á að duga til rekstursins í þrjá mánuði eða svo og aðalkeppinauturinn, Lufthansa, íhugar að taka félagið upp á sína arma. Óvissan er engu að síður mikil og stjórnendur Genfarflugvallar hafa til að mynda farið fram á að Airberlin borgi lendingargjöld sín fyrirfram. Ef það er ekki gert verður flugstjórum félagsins fylgt í hraðbanka og þeir látnir taka út fyrir lendingargjöldunum sem nema  um 55 þúsund íslenskum krónum.
Að jafnaði lenda þotur Airberlin á Keflavíkurflugvelli tvisvar til þrisvar á dag á sumrin en í vetur er gert ráð fyrir nokkrum ferðum í hverri viku. Aðspurður um hvort Isavia ætli að fylgja fordæmi flugvallarstjórans í Genf segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, í svari til Túrista, að frá og með mánudeginum þá verði Airberlin að greiða lendingargjöld sín eina viku fram í tímann miðað við flugáætlun.  En samkvæmt verðskrá Keflavíkurflugvallar þá kostar um 100 þúsund krónur að lenda miðlungsstórri farþegaþotu á Keflavíkurflugvelli.

Farþegar á eigin vegum ef kemur til gjaldþrots

Í dag er hægt að bóka farmiða héðan með Airberlin í allan vetur til bæði Berlínar og Dusseldorf en þar sem óvissa ríkir um reksturinn þá er töluverð áhætta fólgin í því að panta far langt fram í tímann með flugfélaginu. Stærstu neytendasamtök Danmerkur hafa því beint þeim tilmælum til sinna félagsmanna að bóka ekki farmiða með Airberlin. Farþegarnir eru nefnilega ekki öruggir með endurgreiðslu á miðanum ef reksturinn stöðvast líkt og Túristi greindi frá. Talskona Airberlin getur heldur engin svör veitt um framhald Íslandsflugsins.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …