Samfélagsmiðlar

Færri bóka far til Barcelona

Ferðaþjónustan í Barcelona finnur fyrir samdrætti enda hefur dregið töluvert úr ferðapöntunum til Katalóníu síðustu vikur. Frá Íslandi má komast fyrir lítið til borgarinnar á næstunni.

barcelonna Camille Minouflet

Barcelona hefur lengi verið ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en nú horfa margir ferðalangar annað.

Það hefur verið róstursamt í Barcelona undanfarna mánuði og óvissa ríkir um framtíð Katalóníu innan Spánar. Það hefur auðvitað viðamikil áhrif og ekki síst á ferðaþjónustu landsins enda hefur Katalonía verið sá hluti Spánar sem mestrar hylli hefur notið meðal erlendra ferðamanna. Fjórði hver túristi sem átti leið um Spán í fyrra fór um Katalóníu og til að mynda bókuðu útlendingar um helmingi fleiri gistingar Barcelona á síðasta ári en í höfuðborginni Madríd. Og gestunum hefur farið hratt fjölgandi síðustu ár enda hefur spænsk ferðaþjónusta notið góðs af því að ástandið í löndum eins og Tyrklandi og Egyptalandi, og Grikklandi á tímabili, hefur verið óstöðugt. 

Nú er hins vegar hægt að segja það sama um stöðuna í Katalóníu. Í ágúst var framið mannskætt hryðjuverk á Römblunni og undanfarið hafa birst myndir í heimspressunni af lögreglufólki að berja á mótmælendum. Og nú eru ráðamenn í Katalóníu eftirlýstir af spænskum yfirvöldum og íbúar svæðisins hafa efnt til allsherjarverkfalla. Allt þetta hefur orðið til þess að í október fækkaði bókunum útlendinga á ferðalögum til Katalóníu um 22 prósent samkvæmt úttekt greiningafyrirtækisins ForwardKeys sem Politiken segir frá. Í grein danska blaðsins segir jafnframt hóteleigendur í Barcelona verði varir við samdrátt og afbókanir á ráðstefnum. Eins munu skipafyrirtæki vera farin að íhuga aðra viðkomustaði fyrir skemmtiferðaskipin sín. Danskur heimamaður í höfuðstað Kataloníu, sem Politiken ræddi við, segir hins vegar að borgin sé öruggur staður til að vera á fyrir ferðamenn og þeir séu reyndar fjölmargir í borginni núna sem endranær. Og þó þeim fækki eitthvað þá hefði það ekki mikil áhrif enda hefur borgin verið það vinsæl meðal ferðalanga að heimamönnum hefur þótt nóg um. Sérstaklega hefur mikil útbreiðsla Airbnb í borginni valdið óánægju og til að mynda var það eitt helsta kosningaloforð núverandi borgarstjóri Barcelona að hefta útbreiðslu heimagistingar fyrir ferðamenn.

Og af fargjöldunum frá Íslandi til Barcelona í vetur að dæma þá hefur eitthvað dregið úr áhuga Íslendinga á ferðum til borgarinnar. Þannig er hægt að fljúga beint til Barcelona næstu daga fyrir lítið með bæði WOW air og Norwegian. Hjá WOW air kosta ódýrustu farmiðarnir til borgarinnar á bilinu 6 til 11 þúsund krónur en farið er vanalega á 7.400 krónur hjá Norwegian. Heimferðin er stundum dýrari og eins ber að hafa í huga að innritaður farangur fylgir ekki þessum lægstu fargjöldum. Hér er hægt að bera saman fargjöld félaganna.

Samkvæmt hótelleit HotelsCombined er um 60% af gistirými bókað í Barcelona næstu helgar en til samanburðar er hlutfallið 70% í París.

 

 

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …