Samfélagsmiðlar

9 góðar freyðivínsflöskur fyrir flugfarþega

Vafalítið munu fleiri flugfarþegar taka með sér kampavín, cava eða prosecco úr Fríhöfninni næstu vikur en gerist og gengur. Hér er listi sem gæti einfaldað valið á veisluvíninu.

Að skála í freyðivíni á tímamótum er siður sem hefur djúpar rætur í vestrænni menningu og færist í aukanna í öðrum menningarheimum. Hinar dásamlegu „bubblur“ í kampavíni sem myndast í annarri gerjun eftir átöppun, voru upprunalega flokkaðar sem framleiðslugalli á hvítvíni sem gerði víngerðarmönnum í Kampavínshéraði lífið leitt en kampavínið hefur með tímanum og bættri átöppunartækni breyst í einn af eftirstóttustu drykkjum veraldar.

Lög og reglur um upprunavottorð banna vínframleiðendum utan Kampavínshéraðs í Frakklandi að kalla framleiðslu sína kampavín en það bannar þeim ekki að nota sömu aðferð og notuð er við framleiðslu kampavíns og hafa til að mynda spænskir vínframleiðendur nýtt sér þetta til fulls við framleiðslu á cava víninu.  Það má því segja að cava sé kampavín Spánar unnið úr spænskum þrúgum með kampavínsaðferðinni.

Hið ítalska prosecco vín er svo ásamt hinu spænska cava það freyðivín sem stendur kampavíninu næst í vinsældum.  Prosecco er framleitt með ódýrari aðferð þar sem önnur gerjun og bubblurnar myndast í stáltönkum áður en vínið er tappað á flöskur en vinsældir þess um allan heim eru ósviknar, hugsanlega vegna þess að verðinu er stillt í hóf sem hentar vel þegar er verið að kaupa inn fyrir stór mannamót.

Til að auðvelda lesendum valið bað Túristi vínklúbbinn Vín&vín um að mæla með þremur flöskum úr ofangreindum freyðivínstegundum sem allar fást í komuversluninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Til hliðsjónar er líka einkunnagjöf notenda vínvefsíðunnar Vivino fyrir hverja tegund. Og eins og sjá má á listanum þá munar oft umtalsverðu á verði sömu flöskunnar í Vínbúðunum og Fríhöfninni og á það við um aðrar léttvínstegundir líka líkt og niðurstöður verðkönnunar Túrista sýndu. Þess má geta að hver farþegi má í mesta lagi kaup sex léttvínsflöskur tollfrjálst.

Cava

Freixenet Cordón Negro Brut
1.599 kr. / 1.990 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 3,6 af 5 (12659 álit)
Umsögn Vín & vín: Eitt af vinsælli cava vínum ársins 2016 í Vínbúðinni hér á ferð, klassískur cava sem hentar vel fyrir stórar veislur og svo auðvitað með léttari tapas réttum.

Reserva de la Familia Brut
2.399 kr. / 2.999 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 3,9 af 5 (10612 álit)
Umsögn Vín & vín: Dýrasta cava flaskan í Vínbúðinni hér á ferðinni og ljómandi góð í ofanálag. Suðrænir ávextir í kraumandi bubblum.

Segura Viudas-Reserva Heredad
2.999 kr. (fæst ekki í Vínbúðinni)
Vivino: 3,9 af 5 (4431 álit)
Umsögn Vín & vín: Þetta vín kemur í tilkomumikilli flösku sem hefur gotneskt yfirbragð sem skemmir alls ekki stemninguna.  En það er ekki bara útlitið heldur er vínið reglulega vandað, fínar bubblur og ferskir sítrus- og perutónar.

Prosecco

Albino Armani Prosecco
1.699 kr. / 2.290 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 3,8 af 5 (2699 álit)
Umsögn Vín & vín: Tónar af ferskjum og þroskuðum perum með fíngerðum bubblum.  

Tommasi Prosecco
1.499 kr. / 1.899 kr. í Vínbúðinni
Vivino:  3,6 af 5 ( 1447 álit)
Umsögn Vín & vín: Íslenskir vínunnendur þekkja vel til Tommasi og hans vinsælu rauðvína.  Hér er á ferð traustur valkostur fyrir veisluna.

Allegrini Prosecco
1.399 kr. / 1.990 k.r í Vínbúðinni
Vivino: 3,5 af 5 (46 álit)
Umsögn Vín & vín: Einn af strákunum okkar í íslenska landsliðinu hefur á síðustu árum nýtt sambönd sín í Verona til að tryggja Íslendingum á ný ljómandi fín vín frá Allegrini.  Ekki úr vegi að skála fyrir því í þessu Prosecco.

Kampavín

Mumm Cordon Rouge
4.299 kr. / 5.999 kr í Vínbúðinni
Vivino: 3,8 af 5  (9696 álit)
Umsögn Vín & vín: Rauði borðinn á miðanum vísar til æðstu heiðursorðu Frakklands, Légion d‘honneur, sem er við hæfi þegar maður verðlaunar sig með kampavíni.  Þekkt fyrir hátt hlutfall af rauðvínsþrúgunni Pinot Noir í víninu sem skilar þungavigtarvíni.  Kraftmiklar gylltar bubblur með nótum af hvítri ferskju og apríkósum í bland við sítrus ávöxtinn og langt sætt eftirbragð af hunangi og rjómakaramellu. Átt þú skilið verðlaun?

Moet & Chandon Brut Imperial
4.599 kr. / 5.899 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 4,1 af 5 ( 41243 álit)
Umsögn Vín & vín: „Hún geymir sitt „Moet & Chandon“ inn í fallegum skáp“ söng Freddie Mercury.  Kampavín hefur alltaf verið tengt glamúrlífinu líkt og sportbílar, spilavíti og skínandi skartgripir.  Hver vill ekki smá lúxus með tónum af grænum eplum, sítrus og fyllingu með hunangsristuðum möndlum. Skál!

Veuve Clicquot Brut
4.799 kr. / 5.999 kr. í Vínbúðinni
Vivino: 4,2 af 5 (44035 álit)
Umsögn Vín & vín: Ein þekktasta kampavínsflaska heims sem ber nafn ekkjunnar sem ögraði feðraveldinu, á tímum Napóleons, og tók við rekstri fyrirtækisins eftir dauða eiginmanns hennar.   Kampavínsbragðið býður upp á meira en sítrusávexti og bubblur því hér leynast áhrif frá botnfallinu sem myndast við gerjunina og af því má greina kremað smjör á ristuðu súrdeigsbrauði.  Fágað, franskt og flott.

 

 

Nýtt efni

Ég hitti dræverinn minn við terminalinn í Keflavík. Hann var að koma úr transferi  frá Selfossi. Ég spurði  hvort hann væri á Sprinternum, „Nei ég er á nýja Benzinum  hjá  Ice-eitthvað. En hvað eigum við að taka marga pax spurði hann og eru allir með vácera eða eiga þeir að borga kontant?“  Daman á deskinum …

Nú eru 10 þotur á vegum Play í háloftunum en þær voru sex fyrir ári síðan. Umsvifin hafa því aukist  um meira en helming og í nýliðnum nóvember flutti félagið 107 þúsund farþega. Það er viðbót um 42 prósent frá sama tíma í fyrra. Viðbótin er minni en sem nemur auknu framboði og sætanýtingin var …

Rebecca Yarros er sex barna móðir. Hún þjáist af sjaldgæfum sjúkdómi sem kallast Ehlers-Danlos og hún á erfitt með svefn. Í mörg ár hefur hún vaknað um miðjar nætur og legið andvaka tímunum saman. Á hinum svefnlausu nóttum vandi hún sig á að setjast upp og lesa svokallaðar ástarsögur eða romance á fræðimáli bókaútgefenda. Þegar …

Vefmiðillinn Túristi hóf sitt ferðalag fyrir 14 árum en í dag birtist hann lesendum undir nýju nafni og í breyttum búningi, sem ekki er þó fullskapaður heldur í mótun: FF7 - Frásagnir og fréttir alla daga. Áfram verða ferðamál í öndvegi en leitað fanga víðar, birtar áhugaverðar og skemmtilegar frásagnir af ýmsu tagi og fréttir …

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Aðlögunarhæfni er meðal helstu styrkleika ferðaþjónustunnar. Það sýndi hún vel í kórónaveirufaraldrinum og það á örugglega eftir að reyna á þennan eiginleika aftur. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, kom inn á þetta í ávarpi sínu á morgunfundi SAF og SA um skattspor ferðaþjónustunnar. Ekki er langt síðan Þórdís Kolbrún gegndi starfi utanríkisráðherra og …

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur, kynnti niðurstöður skýrslu sem Reykjavík Economics vann fyrir SAF um skattspor ferðaþjónustunnar - um það hvert raunverulegt framlag hennar er til samfélagsins. Byggt er á tölum frá 2022 og er meginniðurstaðan sú að skattspor ferðaþjónustunnar hafi verið rúmir 92 milljarðar króna en rúmir 155 milljarðar ef virðisaukaskattur er meðtalinn. Þetta eru …

Þessar breytingar á álögum á skemmtiferðaskipin sem koma til Grænlands taka gildi 1. janúar 2024. Við gerð fjárlaga síðasta árs náðist samkomulag milli flokkanna á grænlenska þinginu um að hefja að nýju innheimtu farþegagjalda. Hafnargjald var látið leysa farþegagjald af hólmi árið 2015. Vegna fjölgunar skemmtiferðaskipa og álagsins sem fylgir komum þeirra fyrir lítil samfélög …

norwegian vetur

„Umferðin í nóvember er alla jafna minni og líka í janúar og febrúar. Þú hefur þá um tvennt að velja. Fljúga með óbreyttum hætti, lækka verðið og fljúga hálftómum þotum. Hinn kosturinn er að minnka framboðið og spara pening. Áður fyrr valdi Norwegian fyrri leiðina en nýir stjórnendur hafa kosið seinni kostinn," sagði Svein Harald …