Samfélagsmiðlar

Mest seldu ferðavörurnar hjá Amazon

Það eru ekki aðeins ferðatöskur af öllum gerðum sem ferðalangar panta sér í þessari stærstu netverslun heims.

Úrvalið af alls kyns ferðatöskum og ferðavörum er mikið í netverslun Amazon en hér eru þær vörur sem seljast best í hverji deild fyrir sig. Og þó verðmiðarnir séu oft mun lægri en við eigum að venjast þá verður að hafa í huga að það kostar sitt að senda vörurnar og eins af borga af þeim opinber gjöld.

Handfarangur


Farangursheimild fylgir sjaldan ódýrustu flugmiðunum og því ferðast sífellt fleiri aðeins með handfarangur. Það sést til að mynda vel á hversu vel hlaðin farangursboxin í farþegarýminu eru í flugvélunum sem fljúta til og frá landinu. Sú handfarangurstaska sem selst best hjá Amazon er frá Rockland og kostar um 3.500 krónur (auk flutnings og opinberra gjalda) en úrvalið er töluvert af alls kyns öðrum töskum.

Hefðbundnar ferðatöskur


Það er greinilegt að viðskiptavinir Amazon eru hrifnir af Samsonite ferðatöskum því þeir eru áberandi á listanum yfir þeir sem selja best í netversluninni. Þeir sem vilja ódýrari eða dýrari töskur finna líka eitthvað fyrir sig. Sjá hér.

Léttar töskur


Þeir sem ferðast létt kjósa oft að halda frekar á farangrinum í stað þess að draga á eftir sér nokkurra kílóa þunga tösku. Plambag taskan er sú mest selda í þeim flokki farangurs og kostar hún rétt um 3 þúsund krónur (auk flutnings og opinberra gjalda). Fleiri mjúkar töskur hér.

Bakpokar


Í borgarferð getur verið ágætt að hafa bakpoka undir ýmislegt smálegt og auðvitað líka varning úr búðunum. Það er alla vega hugsunin á bakvið hin fislétta Zomake poka sem selst svona vel hjá Amazon þessa dagana.

Ferðavog


Það getur orðið dýrkeypt af handfarangurinn eða ferðataska fer yfir hámarksþyngd og það er því kannski ekki að undra að þessi Etikcity vog sé ein vinsælasta vara í ferðadeild Amazon. Hún kostar um 1000 krónur að viðbættum hefðbundnum aukakostnaði.

Veski


Alls kyns veski utan um vegabréf, gjaldeyri, ferðagögn og greiðslukort eru á boðstólum hjá Amazon og mest selst af þessari tegund sem rúmar öll gögnin. En þá er auðvitað vissara að passa vel upp á veskið.

Skipulagið


Þeir sem kjósa að halda farangrinum vel sorteruðum geta keypt alls kyns minni töskur undir hlaupaföt, snúrur og raftæki og snyrtivörur. Þessi þrenna frá eBags selst best í þeirri deild.

Lásar


Það er því miður eitthvað um þjófnað úr innrituðum farangri og lásar sem viðurkenndir eru af bandarískum samgönguyfirvöldum eru því vinsælir.

Hér má svo skoða allt úrvalið í ferðavörudeild Amazon

Nýtt efni

Hann var nýorðinn 14 ára gamall þegar eitt af stóru félögunum í Belgíu, Genk, hafði samband við hann og bauð honum pláss í fótboltaakademíunni sem hafði þá mjög góðan orðstír. Það tók Kevin de Bruyne nokkurn tíma að sannfæra foreldra sína um að það væri góð hugmynd fyrir hann að flytja frá Drongen til að …

Play leitar nú fjárfesta sem vilja leggja félaginu til 1,4 milljarða króna í það minnsta. Stærstu hluthafarnir hafa gefið vilyrði sitt fyrir innspýtingu upp á 2,6 milljarða kr. en sú viðbót er háð því skilyrði að það safnist alla vega 4 milljarðar í nýtt hlutafé. Áður höfðu stjórnendur Play gefið út að þeir þyrftu þrjá …

Mikil umferð farþega var um evrópska flugvelli í janúar, víða fór farþegafjöldinn fram úr því sem var í sama mánuði 2019. Um 46 flugvöllum á Spáni, sem AENA starfrækir, var farþegafjöldinn 18,6 milljónir, sem er 10 prósentum fleiri en í janúar í fyrra. Flestir fóru um flugvöllinn í Madríd nú í janúar síðastliðnum, nærri 4,8 …

Það sem af er ári hefur hægt á eftirspurn á rafbílamarkaði heimsins og framleiðendur bregðast við með því að segja upp starfsfólki, minnka framleiðslukostnað og breyta áætlunum sínum. Þetta bakslag gæti seinkað orkuskiptum í vegasamgöngum.  Þýski gæðabílaframleiðandinn Mercedes-Benz tilkynnti í gær að markmiðum um rafbílavæðingu yrði frestað um fimm ár og sjá til þess að …

Stjórn Volvo Cars ætlar að láta af því verða að minnka hlutinn í sænska rafbílaframleiðandanum Polestar en áformin voru fyrst kynnt í byrjun þessa mánaðar. Fjárfestar tóku tíðindunum vel því hlutabréfin í Volvo hækkuðu í kjölfarið um fjórðung. Endurteknar hlutafjáraukningar Polestar hafa nefnilega haft neikvæð áhrif á gengi Volvo í kauphöllinni í Stokkhólmi samkvæmt frétt …

Notkun á sjálfbæru eldsneyti er besta leiðin til að draga hratt úr losun frá flugsamgöngum, segir Willie Walsh, framkvæmdastjóra Alþjóðasambands flugfélaga, IATA. Hann ræddi mikilvægi þess að minnka losun í ávarpi sínu á flugmálaráðstefnu Changi í Singapúr í vikunni.  Willie Walsh undirstrikaði í ávarpi sínu að flugheimurinn stefndi staðfastlega að kolefnishlutleysi árið 2050: „Við megum …

Vesturland er í útjaðri meginstraums erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Flestir eru þeir á Suðvesturlandi, fara Gullna hringinn og meðfram suðurströndinni - en auðvitað aka margir þeirra eftir Hringveginum í gegnum Borgarfjörð eða halda upp á Snæfellsnes - og áfram sem leið liggur til Vestfjarða með ýmsum útúrdúrum. Við ætlum sem sagt ekki að …

Gott símasamband í höfuðborg Bretlands byggði lengi á hinum 177 metra háa BT Tower sem kenndur var við eigandann, British Telecom. Turninn varð hæsta mannvirkið í London þegar hann var reistur af símafyrirtækinu árið 1964. Það var ekki fyrr en 16 árum síðar að annað mannvirki í London fór upp fyrir þetta símamastur sem einnig …