Samfélagsmiðlar

Ef þú ætlar að leigja bíl þá skaltu renna yfir þessa punkta

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga áður en bílaleigubíllinn er bókaður.

Leiga á bílaleigubíl getur vegið þungt í ferðakostnaðinum og því vissara að vanda valið vel. Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga.

Í flugstöðvarbyggingu eða utan

Í komusölum flugstöðva eru oft skrifstofur nokkurra bílaleiga á meðan aðrar hafa aðsetur annars staðar á flugvallarsvæðinu, jafnvel töluverðan spotta frá flugstöðinni sjálfri. Vegna aðstöðu munarins getur leigan á þeim síðarnefndu verið aðeins ódýrari en þá þarf leigutakinn jafnvel að nýta sér skutlþjónustu á annað svæði til að ná í bílaleigubílinn og til að skila. Í leitarvélum eins og Rentalcars er hægt að sía leitina eftir því hvort bílaleigurnar afhendi lyklana í flugstöð eða annars staðar.

Afbókanir

Bestu kjörin hjá bílaleigunum eru oftast í boði fyrir þá sem staðgreiða bílinn og eiga ekki möguleika á að afbóka síðar meir. Það getur þó verið kostur að geta breytt pöntun eða hætt við, t.d. ef verðið lækkar eða ferðaplönin breytast. Á sumum bókunarsíðum þarf ekki að borga aukalega fyrir afbókun og því gæti borgað sig að nota þess háttar síður. Ef þú gerir það þá er ágætis regla að fylgjast með verðinu stuttu áður en afbókunarfresturinn rennur út til að sjá hvort kjörin hafi breyst.

Eldsneyti

Það hefur lengi tíðkast að skila verði bílaleigubílum fullum af bensíni. Núna bjóða leigurnar líka fólki að skila bílum tómum eða hálftómum gegn því að greiða fyrir fullan tank. Sá sem velur seinni kostinn mun á endanum borga nokkru meira en sá sem velur gömlu leiðina og skilar bílnum fullum. Ástæðan er sú að þú munt ólíklega skila ökutækinu galtómu og eins miða bílaleigurnar við hæsta bensínverð á markaðnum þegar þær reikna út verð á fullum bensíntanki en ekki bara það sem vantar upp á til að bíllinn sé fullur.

Einn ökumaður eða fleiri

Ef tveir eða jafnvel fleiri ætla að skiptast á að keyra bílinn þá þarf að borga aukalega fyrir það. Gjaldið getur verið hátt í 2 þúsund krónur á dag og þetta getur því hækkað reikninginn verulega. Reglulega má þó finna tilboð þar sem greiðsla fyrir aukabílstjóra er felld niður. Til að bera saman alls kyns tilboð á bílaleigubílum má nota leitarvélar eins og Rentalcars.com.

GPS

Bílaleigur reyna að koma út GPS tækjum til leigutaka og rukka töluvert fyrir afnot af þessum leiðsögutækjum. Það má því spara sér tölurvert með því að sækja korta-app í símann sem hægt er að nota án farsímasambands. Og innan landa Evrópusambandsins og EES greiða íslenskir farsímanotendur ekki aukalega fyrir notkunina og því hægt að styðjast við Google maps allan tímann.

Bílstólar fyrir börn

Taktu sætið með þér til útlanda í stað þess að leigja. Annað hvort innritar þú barnasætið í flugið frítt eða borgar aukalega undir það en gjaldið er mismunandi eftir flugfélögum. Gjaldið verður þó mjög líklega nokkru lægra en bílaleigan rukkar fyrir afnot af bílstól fyrir krakkana.

Tryggingar

Þegar þú leigir bíl þá er sjálfsábyrgðin há en bílaleigurnar bjóða leigutökum að fella hana niður gegn þóknun sem er í langflestum tilfellum dýr. Handhafar sumra kreditkorta eru með þessa tryggingu innifalda en flestir eru ekki með hana. Það gæti því borgað sig að bóka trygginguna í gegnum bílaleigubókunarsíðu því þar er gjaldið fyrir niðurfellingu sjálfsábyrgðar lægra. En hafðu í huga að starfsmaður bílaleigunnar veit ekki hvort þú hafir keypt þér tryggingu með leigunni á bókunarsíðunni. Hann mun því næsta víst reyna að koma inn á þig tryggingu bílaleigunnar sjálfrar enda græða fyrirtækin umtalsvert á því að selja viðskiptavinunum alls kyns aukalega þegar bíll er sóttur. Það skiptir því máli að standa í lappirnar við afgreiðsluborðið en hafðu í huga að ef þú hefur bókað trygginguna annars staðar þá þarftu að leggja út fyrir sjálfsábyrgðinni ef tjón verður. Í framhaldinu getur þú svo gert kröfu um endurgreiðslu hjá þeim aðila sem þú keyptir tryggingu hjá.

Gera verðsamanburð

Endurteknar verðkannanir Túrista hafa sýnt að þau kjör sem finna má á stórum leitarsíðum eru oft mun betri en ef bókað er beint hjá bílaleigunum sjálfum. Það er þó gott ráð að skoða fyrst úrvalið á síðum eins og Rentalcars.com og bera svo þær niðurstöður saman við það sem fæst á heimsíðu bílaleigurnar sem kom best út úr samanburðinum. Og munið að taka allt með í reikniginn, t.d. tryggingarnar og réttinn til að afbóka eða breyta pöntun.

Skoða bílinn vel

Farðu vel yfir bílinn áður en þú keyrir af stað og láttu starfsmenn vita ef þú sérð dældir eða skemmdir og fáðu skriflega staðfestingu frá þeim að skemmdin hafi verið þarna áður en þú tókst við bílnum. Einnig er góð regla að taka myndir af skemmdum sem þú getur þá notað sem sönnun síðar meir.

Yfir landamæri

Það er ekki sjálfgefið að bílaleigur heimili leigutökum að keyra bílinn milli landa. Það er því vissara að kanna hvort það eru einhverjar takmarkanir á þess háttar.

Hér að ofan er reglulega mælt með Rentalcars.com en ástæðan er sú að fyrirtækið er mjög umsvifamikið í bílaleigumiðlun og þar má því oft fá mun betri kjör en víða annars staðar. Rentalcars knýr líka bílaleiguleitina á Túrista og hefur gert um langt árabil. Athugið að bókanir á vef Rentalcars eru ekki á vegum Túrista.

Nýtt efni

Fyrstu fimm mánuði ársins hefur verð á flugmiðum frá Íslandi til útlanda verið ódýrara en á sama tímabili í fyrra. Í maí lækkaði verðið um 5,7 prósent samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar en til samanburðar hækkaði verðlag almennt um 6,2 prósent á milli ára. Verðmælingar Hagstofunnar ná til fleiri flugfélaga en þeirra íslensku en þau standa …

Þess hefur verið beðið að Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti um refsitolla á innflutning kínverskra rafbíla. Kínversk stjórnvöld hafa verið sökuð um óeðlilega mikinn ríkisstuðning við innlenda framleiðendur og var þetta meðal umræðuefna í Evrópuferð forseta Kína nýverið. Ný tollheimta myndi þýða milljarða evra aukalegar álögur á kínverska rafbílaframleiðendur.  Xi-Jingping, forseti Kína - MYND: Britta Pedersen/dpa-Zentralbild/dpa/Alamy Nú …

Það er stundum margt um ferðamanninn á Skólavörðustíg og á Laugavegi. Einhverjir tuða vegna þessa, segjast vilja endurheimta miðborgina, en fleiri gera sér grein fyrir því að ferðamenn hafa glætt miðborgina nýju lífi. Það er svo annað mál að ferðamannafjöldi leiðir gjarnan til einhæfni í þjónustu: Ferðamannamenn í miðborginni - MYND: ÓJ Minjagripaverslunum fjölgar óhæfilega, …

Kynnisferðir hf. hagnaðist um rúmlega 1,3 milljarða króna á síðasta ári og tvöfaldaðist hann á milli ára. Tekjur félagsins námu 14,5 milljörðum króna og jukust um 30 prósent frá í fyrra. „Við erum afar stolt af þeim árangri sem náðist í rekstri félagsins á síðasta ári þrátt fyrir hátt vaxtastig og aðrar krefjandi ytri aðstæður. …

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ríkisstjórn hans með Janet Yellen, fjármálaráðherra, fremsta í flokki, hafa nú kynnt fyrstu opinberu leiðbeiningarnar fyrir markað með kolefniseiningar þar í landi. Leiðbeininginum er ætlað auka líkurnar á því að kolefniseiningar sem ganga kaupum og sölum séu af nægilegum gæðum og að verkefnin sem liggi þeim til grundvallar skili raunverulegum árangri, …

„Fyrir þessa aðgerð voru rúmlega 800 manns í störfum sem ekki eru flugtengd og uppsagnirnar náðu eingöngu til þeirra," segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, en fyrirtækið samdi í dag um starfslok 82 starfsmanna. Uppsagnirnar náðu ekki til áhafna líkt og FF7 hafði áður greint frá. „Eins og við höfum sagt þá var árið …

Ráðuneyti viðskipta og sjávarútvegsmála í Noregi kynnti fyrir tveimur árum drög að frumvarpi um að þarlendir kjarasamningar og reglur um aðbúnað næðu líka til áhafna erlendra skipa sem færu um norska lögsögu. Litið yrði svo á að um leið og erlent skip færi inn fyrir norska lögsögu giltu um það sömu reglur og alla innlenda …

Fjárfestar lögðu Play til 4,6 milljarða króna í hlutafjárútboði félagsins sem lauk þann 11. apríl síðastliðinn. Í kjölfarið urðu töluverðar breytingar á hópi stærstu hluthafa félagsins. Nú er lífeyrissjóðurinn Birta stærsti einstaki hluthafinn en samanlagt fara sjóðir á vegum Íslandssjóða fyrir enn stærri hlut. Meðal nýrra stórra hluthafa er félag í eigu Einars Sveinssonar og …