Samfélagsmiðlar

Bretar nýttu sér ekki aukið Íslandsflug

Stærstu flugfélög Bretlands bættu verulega í Íslandsflugið í janúar en engu að síður stóð fjöldi breskra ferðamanna í stað.

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Yfir vetrarmánuðina eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi og þá ná flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands hámarki. Og það virðist lítið lát á viðbótinni því í janúar fjölgaði flugferðum easyJet hingað frá Bretlandi um 38 eða um 24% og viðbótin hjá British Airways nam 22 ferðum samkvæmt talningu Túrista en Íslandsflug þess síðarnefnda hefur nærri tvöfaldast í vetur. Gera má ráð fyrir að í þessum sextíu viðbótarferðum bresku flugfélaganna hafi verið hátt í 10 þúsund sæti.

Það dró hins vega aðeins úr Bretlandsflugi íslensku flugfélaganna í janúar en samtals fjölgaði þó flugferðunum milli Íslands og Bretlandseyja um tíund. Þrátt fyrir það varð ekki aukningin í komum breskra ferðamanna og reyndar fækkaði þeim um eitt prósent samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Þessi stöðnun er meðal annars athyglisverð vegna þess að bróðurpartur þeirra sem nýtir sér Íslandsflug bresku flugfélaganna eru erlendir ferðamenn á leið til landsins á meðan hátt hlutfall breskra farþega Icelandair og WOW air er fólk sem er á leið yfir hafið til Norður-Ameríku.

Það eru þó ekki eingöngu Bretar sem nýta sér áætlunarflug easyJet og British Airways til Íslands því líkt kom fram í viðtali Túrista, við sölustjóra BA, þá hafa Kínverjar verið stór farþegahópur í Íslandsflugi félagsins frá Heathrow í London. Til Íslands komu hins vegar tíund færri kínverskir ferðamenn í janúar en á sama tíma í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu.

Samkvæmt svari frá blaðafulltrúa British Airways þá veitir flugfélagið ekki upplýsingar um sætanýtingu á einstaka flugleiðum. Þess má svo geta að breskum ferðamönnum fækkaði hér á landi um 4,5% á síðasta ársfjórðungi 2017.

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …