Samfélagsmiðlar

„Erlendir ferðamenn eru líka skattgreiðendur”

Ráðherra ferðamála þykir leitt að fáir hafi tekið eftir orðum hennar þegar hún kynnti fjárveitingu til uppbyggingar við ferðamannastaði fyrir helgi. Hún

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála.

Ummæli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ráðherra ferðamála, um að fjármagn til framkvæmda við ferðamannastaði sé í boði skattgreiðenda féllu í grýttan jarðveg meðal forsvarsfólks íslenskrar ferðaþjónustu. Í þeim hópi telja sumir að ráðherrann hafi með orðavali sínu skaðað atvinnugreinina og skapað henni óvild hjá almenningi líkt og Túristi greindi frá í gær. Er þá vísað til þess að gistináttaskatturinn, sem settur var á til að fjármagna framkvæmdir við ferðamannastaði, standi undir fjárveitingunni. „Ráðherrann fær þarna tækifæri til að segja hvernig þessi uppbygging er fjármögnuð og kýs að skilja það eftir í hugum fólks að þetta sé tekið af skattgreiðslum almennings. Þegar staðreyndin er sú að bara gistináttagjaldið gerir meira en að greiða fyrir þetta,” sagði einn viðmælenda Túrista.

Aðspurð um viðbrögð við þessari gagnrýni, segir ráðherra að í umræddu viðtali, við Stöð 2, hafi hún tekið skýrt fram að ferðaþjónustan skili gífurlegum tekjum í ríkissjóð á ári hverju. „Mér þykir leitt að fáir virðast hafa tekið eftir því og einblína í staðinn á fyrirsögnina. Menn verða einfaldlega að lesa fréttina og hvað ég sagði. Þegar orð mín eru skoðuð í samhengi lýsa þau góðum skilningi á því að ferðaþjónustan skilar ríkissjóði miklum tekjum. Á sama tíma er allt sem ríkið fjármagnar að sjálfsögðu fengið hjá skattgreiðendum, það liggur í augum uppi. Og erlendir ferðamenn eru líka skattgreiðendur. Og íslenskir skattgreiðendur greiða líka gistináttagjald. Allt fer það í sama sjóðinn, ríkissjóð,” segir ráðherra og bætir því við að hún hafi, „af virðingu við skattgreiðendur”, reynt að leggja það í vana sinn að tala um að hlutir séu greiddir af skattgreiðendum en ekki fjármagnaðir af fjárlögum. „Ef ég hefði notað síðara orðalagið hefði líklega enginn gert athugasemd. Mér finnst því hér verið að gera úlfalda úr mýflugu satt best að segja,” segir Þórdís Kolbrún í svari til Túrista.

Á blaðamannafundi ráðherra ferðamála og umhverfisráðherra á fimmtudag var 2,8 milljörðum úthlutað til framkvæmda við ferðamannastaði. Stærsti hlutinn eða 2,1 milljarður er hluti af Landsáætlun umhverfisráðherra til næstu þriggja ára og 720 milljónir komu úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneyti ferðamála þá liggur fyrir, samkvæmt gildandi fjármálaáætlun, að samtals verði úthlutað úr framkvæmdasjóðunum 1,5 milljarði næstu tvö ár. Í heildina fari því 4,3 milljarðar í þessar framkvæmdir næstu þrjú ár.

Til samanburðar má geta að tekjur ríkisins af gistináttaskattinum verða 1,4 milljarður í ár samkvæmt fjárlögum. Gera má ráð fyrir að um 13% af þeirri upphæð megi rekja til íslenskra gesta miðað við gistináttatölur Hagstofunnar fyrir árið 2016 en uppgjör fyrir síðasta ár liggur ekki fyrir.

Nýtt efni

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur lækkað um helming síðastliðna 12 mánuði og þar af um nærri fjórðung frá áramótum. Fyrir helgi fór gengið niður í 1,03 kr. og markaðsvirði félagsins er núna 42,3 milljarðar. Eftir heimsfaraldur hefur það hæst farið upp í 95 milljarða króna en það var í júlí síðastliðnum. Á síðasta áratug náðu …

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …