Samfélagsmiðlar

Reyna að ná til þeirra ferðamanna sem vilja meira fyrir peninginn

„Þetta er ekki bara vinnan okkar heldur lífstíll og við viljum deila honum með viðskipavinum okkar á bestan mögulega máta," segir Ryan Connolly hjá Hidden Iceland. Túristi lagði fyrir hann nokkrar spurningar um gang mála hjá fyrirtækinu.

Úr ferð Hidden Iceland um Sólheimajökul. Til hægri eru stofnendur fyrirtækisins, þau Scott, Dagný og Ryan.

 

Hver var ástæðan fyrir stofnun Hidden Iceland og hver er sérstaða ykkar?

Við stofnuðum Hidden Iceland vegna þess að mikill fjöldi ferðaskipuleggjenda leitast eingöngu eftir því að hámarka fjölda ferðamanna í hverri ferð. Stórum hópum er ferjað á lítil landsvæði sem eru vinsæl meðal ferðamanna og slíkt bitnar ávallt á upplifun ferðamannsins og kemur jafnvel niður á öryggi. Fyrir þá sem koma til Íslands í leit að einstakri upplifun þá er þetta óviðunandi að okkar mati. Við viljum að þeir sem sæki landið heim fari héðan með einstaka lífsreynslu í farteskinu með það fyrir augum að koma aftur til þess að sjá enn meira.

Sem reynslumiklir jöklaleiðsögumenn og heimamenn með ólíkan bakrunn, meðal annars úr jarðfræði, eðlisfræði og hönnun, settum ég, Dagný Björg og Scott okkur það markmið að kynna ferðamönnum fyrir hinum stórkostlegu stöðum sem laða fólk hingað en við förum einnig á staði sem eru úr alfaraleið. Þar gefst viðskipavinum okkar gefst tækifæri til þess að njóta og upplifa ósnortna íslenska náttúru, fjarri mannfjöldanum.

Í virkari ferðunum okkar þar sem við förum til að mynda í jöklagöngur er kunnátta og þjálfun leiðsögumannana nýtt til fulls til þess að kanna ósnortna hluta jökullandslagsins án þess að fara sér að voða. Í skoðunarferðunum okkar um Snæfellsnes eða Gullna hringinn er staðbundin þekking lykilinn að ákveðnum viðkomustöðum. Sem dæmi er æðislegt að baða sig í „Secret Lagoon“ við sólarupprás á veturna.

Við getum að sjálfsögðu aldrei lofað því að viðskiptavinir okkar verði þeir einu á þessum vinsælu viðkomustöðum, sérstaklega yfir sumartímann, en við getum ábyrgst það að leiðsögumennirnir geri hverja ferð raunverulega þess virði. Leiðsögumenn okkar eru reyndir og ástríðufullir fyrir því sem þeir gera og ferðast með viðskiptavini okkar eins og um vini og fjölskyldu væri að ræða. Í sérferðunum fær reynsla okkar að njóta sín enn frekar en þar sérsniðum við ferðina að óskum viðskiptavina okkar og heimsækjum fleiri staði sem eru úr alfaraleið.

Hvaðan koma viðskiptavinirnir?

Þeir eru að mestu frá Bandaríkunum, Kanada og Bretlandi en einnig eru margir frá Ástralíu, Frakklandi og Þýskalandi.

Bóka þeir sjálfir eða fáið þið mikið af hópum?

Viðskiptavinir okkar eru einna mest einstaklingar, pör eða fjölskyldur. Á teikniborðinu er samstarf við erlendar ferðaskifstofur sem benda hópum í átt til okkar en það er einungis smá brot af okkar starfsemi. Þrátt fyrir að fá fyrirspurnir um sérferðir fyrir stærri hópa eru það að mestu minni hópar eða fjölskyldur og þar verður upplifunin og ferlið persónulegra.

Íslenski markaðurinn mun vera krefjandi um þessar mundir. Finnið þið fyrir því?

Það fer allt eftir því hvernig á það litið enda er ferðaþjónustan í blóma því viðskiptavinirnir eru fleiri en áður. En á sama tíma er samkeppnin harðari og margir ferðaskipuleggjendur fara þá leið að lækka verð niður í nánast ekkert. Bjóða þá upp á ferðir um vinsælu viðkomustaðina og engu er bætt við. Margir ferðamenn sækja í þetta á meðan aðrir vilja fá meira fyrir peninginn. Það reynir því á okkur að ná í þennan hóp og bjóða honum upplifunina sem hann er að vonast eftir. Það þarf líka að hafa það í huga þegar ferðirnar eru verðlagðar að það er kostnaðarsamt að ferðast til Íslands en engu að síður koma ferðamennirnir því þeir líta svo á að ferðin sé peninganna virði.

Hvernig verður Hidden Iceland eftir 5 ár?

Einkunarorð okkar er að halda hópunum okkur litlum og fara frá hverjum viðkomustað eins og við komum að honum enda erum við vistvænt fyrirtæki. Þrátt fyrir aukna eftirspurn munum við ekki stækka hópana okkar eða bæta við mörgum brottförum á dag. Hins vegar viljum við frekar teygja úr okkur og bjóða upp á ferðir um aðra landshluta. Til dæmis munum við skoða það að bjóða upp á ferðir um Vestfirðina nú í sumar. Önnur markmið sem við höfum sett okkur er að bjóða upp á jöklaferðir fyrir austan sem eru ekki hluti af skipulagðri dagsferð og eins viljum vinna nánar með gistiheimilum og ferðaþjónustuaðilum til þess að bjóða upp á lengri ferðir.

www.hiddeniceland.is

Nýtt efni

Árið 1970 barst Pattie Boyd nafnlaust og dularfullt ástarbréf frá einhverjum sem þráði hana afar heitt. Vandinn var bara sá að Pattie var þegar gift öðrum manni og ekki ófrægum; hún og George Harrison gítarleikari The Beatles höfðu búið saman í sex ár þegar bréfið barst Pattie.  „Ég skrifa þér þessa orðsendingu í þeim megintilgangi …

Næring forfeðra okkar á oftar en ekki fyllilega erindi við nútímamanninn. Sum þeirra matvæla sem nú er hent var hreinlega slegist um áður fyrr. Með vaxandi hraða þjóðfélagsins og breyttri menningu hefur heilsusamlegt hráefni eins og innmatur, dýrafitur, bein og mergur orðið að hliðarafurð sem fer til spillis. Þessi sóun hefur í för með sér …

Gistinætur Breta á norðlenskum hótelum í janúar voru 422 talsins sem er rétt um tíund af því sem var í janúar árin 2018 og 2019 þegar breska ferðaskrifstofan Super Break bauð upp á pakkaferðir til Akureyrar frá nokkrum breskum flugvöllum. Tilkoma áætlunarflugs Easyjet frá London til Akureyrar hefur því ennþá miklu minni áhrif á gistigeirann …

Stærstu hluthafar Play skuldbindu sig til að leggja flugfélaginu til 2,6 milljarða króna í nýtt hlutafé í byrjun síðustu viku en með þeim skilyrðum að hlutafjárútboðið myndi nema samtals fjórum milljörðum króna. Nú hefur félagið tryggt sér þá 1,4 milljarða sem upp á vantaði. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að þessi hlutafjáraukning sé …

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …