Samfélagsmiðlar

Nærri 4,7 milljónir á ári fyrir stjórnarformann Isavia

Laun stjórnarfólks Isavia voru hækkuð á ársfundi ríkisfyrirtækisins fyrir helgi. Stjórnarformaðurinn er á hærri launum en starfsbróðir hans í Finnlandi.

Ingimundur Sigurpálsson stjórnarformaður Isavia.

Í lok síðustu viku var ný stjórn Isavia skipuð en þá fór fram ársfundur þessa opinbera hlutafélags.  Venju samkvæmt eru það aðeins fulltrúar flokkanna á Alþingi sem sitja í stjórninni en segja má þetta fyrirkomulag vera séríslenskt því stjórnir þeirra fyrirtækja sem sjá um rekstur flugvallanna í Noregi og Svíþjóð eru ekki skipaðar pólitískt líkt og Túristi greindi frá.

Á ársfundi Isavia var samþykkt að laun stjórnarmanna myndu hækka úr 180 þúsund krónum á mánuði í 195 þúsund kr. fyrir starfsárið 2018 til 2019. Stjórnarformaðurinn fær tvöfalda þá upphæð en það er Ingimundur Sigurpálsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem hefur verið formaður stjórnarinnar síðan árið 2014. Eftir hækkunina mun hann fá nærri 4,7 milljónir á ári fyrir formannsembættið. Ingimundur er einnig forstjóri Íslandspósts sem jafnframt er í eigu hins opinbera.

Næst hæstu stjórnarlaunin frá Isavia fær Matthías Imsland, fulltrúi Framsóknarflokksins, því hann situr bæði í stjórn Isavia og Fríhafnarinnar, sem er dótturfélag þess fyrrnefnda. Mánaðargreiðslur til Matthíasar munu nema 315 þúsund krónum eða sem samsvarar nærri  3,8 milljónum á ári. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins og núverandi formaður stjórnar Fríhafnarinnar, fær 240 þúsund kr. á mánuði eða um 2,9 milljónir á ári fyrir formennskuna hjá Fríhöfninni. Almennir stjórnarmenn í Isavia fá rúmar 2,3 milljónir kr. á ári en þau sem sitja í stjórn Fríhafnarinnar fá tæpa eina og hálfa milljón á ári.

Finnar borga fyrir stjórnarfundi

Sem fyrr segir nemur mánaðarleg greiðsla til stjórnarformanns Isavia 390 þúsund krónum á mánuði en til samanburðar má þess geta að formaður stjórnar Finavia, ríkisfyrirtækisins sem sér um rekstur flugvallanna í Finnlandi, nemur 205 þúsund krónum (1700 evrur). Sá fær einnig greiddar um 60 þúsund krónur fyrir hvern fund en varamenn í stjórn Isavia fá betur borgað eða 80 þúsund kr. fyrir þá fundi sem þau sitja. Í fyrra mætti finnski stjórnarformaðurinn á alla stjórnarfundi Finavia og fékk samtals um 4,3 milljónir fyrir störf sín.

Túristi hefur óskað eftir upplýsingum um hversu margir stjórnarfundirnir voru hjá Isavia á síðasta starfsári og hversu vel stjórnarmeðlimir mættu. En sem fyrr segir eru þess háttar upplýsingar birtar í ársskýrslu Finavia.

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að stjórnarfundir hjá Finavia hafi verið 30 talsins í fyrra. Var þar miðað við heildargreiðslur til stjórnarformannsins en hann fær greitt sérstaklega fyrir hver fund. Hið rétta er hins vegar að stjórnarfundirnir voru aðeins 13 talsins en hinir 17 fundirnir sem stjórnarformaðurinn fékk greitt fyrir voru með stjórnendum starfsmannamála Finavia.

Nýtt efni

Í febrúar léku þýsku fótboltaliðin Hansa Rostock og Hamburger Sport Verein (HSV) á heimavelli Hansa í Rostock. Bæði liðin eru gömul stórveldi á fótboltavellinum en eru nú í nokkrum öldudal og leika í annarri deild þýska fótboltans. Leikurinn endaði 2-2 sem voru auðvitað töluverð vonbrigði fyrir lið Hamborgar því þeir keppast við að komast aftur …

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …