Samfélagsmiðlar

BBQ borg Bandaríkjanna

Að elda kjöt yfir viðarkolum er þjóðarsport í Kansas borg og hér eru nokkrir af þeim stöðum sem einn þekktasti matgæðingur borgarinnar mælir með fyrir svanga Íslendinga.

„Burnt-end" borgari að hætti Q39 í Kansas borg.

Með fullri virðingu fyrir Eiffel turninum þá lokkar hann þig ekki til Parísar nema einu sinni. Hinar heimsóknirnar til borgar ljósanna skrifast miklu frekar á bistróin en hinn tignarlega járnturn. Það er nefnilega margsannað að góður matur ýtir undir ferðaáhugann og til Kansas borgar kemur fólk gagngert til að gera grillkjötinu góð skil.

„Kansas City er höfuðborg Barbecue menningarinnar og hér eru fleiri en 100 fyrirtæki sem helga sig þessari tegund eldamennsku. Það er því engin tilviljun að árlega eru skrifaðar hundruðir blaðagreina um grillstemninguna í borginni og það tryggir auðvitað að orðsporið fer víða,“ segir Derek Klaus hjá ferðamálaráði Kansas borgar þegar Túristi tók hann tali í bongóblíðu í borginni núverið. Klaus dregur ekki dul yfir að grillmeistarar borgarinnar eru eitt helsta aðdráttaraflið og Jill Silva, einn þekktasti matarskríbent svæðisins, tekur í sama streng. „Fólk kemur hingað og borðar jafnvel á sex mismunandi barbecue stöðum yfir eina helgi.”

Ekki of mikla sósu

Í íslenskum kjörbúðum er að finna BBQ sósur sem eru merktar Kansas borg en þrátt fyrir hina alþjóðlegu útbreiðslu þá leggur Silva áherslu á að grillkjötsins sé best notið án sósu. „Smakkaðu fyrst og svo geturðu sett smá út á ef þú vilt,” segir hún og bendir á að grillaða kjötið í Kansas sé oftar en ekki hægeldað yfir viðarspæni sem gefi svo mikið bragð að óþarfi sé að bæta nokkurri sósu út á. Hér á landi eru þessu eiginlega þveröfugt farið því kjötkælar matvörubúðanna eru stútfullir af grillkjöti sem hefur legið í marineringu í plastpokum svo dögum skiptir.

Látlaus kúltúr

Þrátt fyrir allt góðgætið þá hafa grillstaðirnir í Kansas ekki ennþá fengið viðurkenningu í matarbiblíu Michelin og að mati Silva skrifast það einfaldlega á þá staðreynd að grillmeistarar Ameríku taka matseldina ekki jafn hátíðlega og kollegar þeirra á meginlandi Evrópu. Önnur skýring gæti verið sú að tenging Kansas borgar við útlönd hefur verið lítil því flugsamgöngurnar þaðan hafa takmarkast við innanlandsflug. Á því varð breyting nú í sumarbyrjun þegar Icelandair hóf að fljúga til borgarinnar, fyrst evrópskra flugfélaga.

Með þeirri samgöngubót þá vonast forsvarsmenn ferðamála í Kansas borg að erlendum ferðamönnum fjölgi og þar með á grillstöðum borgarinnar líka því heimsókn á einn slíkan er skyldustopp. Þeir Íslendingar sem ætla að leggja leið sína Kansas borgar ættu að leita uppi þessa fimm staði sem Jill Silva mælir sérstaklega með.

Jones Bar-B-Q (6706 Kaw Dr.)

Barbecue staður af gamla skólanum sem er í eigu systranna Deborah and Mary Jones. Sú fyrrnefnda er eini kvenkyns grillmeistarinn í Kansas sem rekur sinn eigin veitingastað. Nýjasta viðbótin við Jones Bar-B-Q  er aðeins utan alfaraleiðar á gömlum taco stað í iðnaðarhverfi í borginni. Grillið er utandyra og það eru engin sæti inni. Því sækja flestir matinn og fara með heim. Silva segist hafa mætt með eigin garðstól eða borðað við bílinn sinn til að geta stoppað lengur og spjallað við systurnar sem hún segir endurspegla hin lágstemmdu rætur og sálina sem grillmenningin byggir á.

Pullman BBQ (100 S. Main St., Parkville)

Þessi nýi barbecue veitingastaður er í gömlum „pullman“ lestarvagni sem stendur við lestarteina sem eru ennþá í notkun. Það minnir á þá tíð þegar Kansas borg var miðpunkturinn í samgöngum í landinum og um leið suðurpunkturinn í grillbeltinu svokallaða (Barbecue Belt). Hér leita menn fanga víða; fjölbreyttir bitar, krydd og viðartegundir og þetta skilar sér í einstökum stíl.

Arthur Bryant’s Barbeque (Silva mælir með þessum á 1727 Brooklyn Ave.)

Ef þú hefur einhvern tíma heyrt af grillstað í Kansas þá eru allar líkur á að það hafi verið Arthur Bryant’s Barbeque. Sögu staðarins má rekja til Henry Perry, upphafsmanns grillmenningar borgarinnar, en þegar hann kom til Kansas, í upphafi síðustu aldar, þá hóf hann að sölu á grillmat. Einn af lærisveinum hans var Charlie Bryant sem síðar kenndi Arthur bróður sínum hvernig ætti að bera sig að við grillið. Sá síðarnefndi náði feikigóðum tökum á faginu opnaði sinni eigin veitingastað sem varð umtalaður um öll Bandaríkin eftir að frægur blaðamaður sagði Arthur Bryant’s Barbeque vera besta veitingastað landsins. Hér mælir Jill með að fólk panti sér rif og nautasamloku. Sósuna má nýta til að dýfa frönskunum í.

Fiorella’s Jack Stack Barbecue (helst þessi við Freight House):

Þessi 60 ára gamli fjölskylduveitingastaður byrjaði smátt en núna eru staðirnir nokkrir á víð og dreif um Kansas borg. Innréttingarnar eru þó mismunandi á hverjum stað og segir Jill staðina vera eins fína og barbecue staðir verða. Hér er sérstaklega mælt með að gestirnir fá sé Denver lambarifin, Flintstone nautarif og laukhringi með.

Q39:

Kokkurinn Rob Magee er einskonar holdgervingur nýbylgjunnar í grillsenunni í Kansas borg. Magee er menntaður matreiðslumaður frá virtum veitingaskóla og rekur í dag tvo staði undir heitinu Q39. Þetta eru stórir staðir þar sem boðið er upp ógrynni af alls kyns reyktu og grilluðu kjöti og meðlæti. Í stað þess að hægelda líkt og tíðkast á flestum grillstöðum þá notar Magee sérstaka ofna sem gera honum kleift að elda við mikinn hita í stuttan tíma. Túristi getur hiklaust mælt með „burnt-end“ borgar hússins, hrásalatinu, laukhringjunum og svo mætti áfram telja.

Icelandair flýgur til Kansas fram á haustið.
Túristi heimsótti borgina á vegum ferðamálaráðs Kansas City.

 

 

Nýtt efni

Útgerðir skemmtiferðaskipa virðast bjartsýnar um að fólk sæki mjög í siglingar á árinu. Ferðaþorstanum eftir innilokun Covid 19-áranna hafi ekki enn verið svalað. Þá kjósi margir, sem á annað borð hafa efni á því, verja fleiri ferðadögum á friðsælu floti um heimsins höf fremur en að olnboga sig í gegnum manngrúa borga og vinsælla ferðamannastaða. …

Það voru keyptar 390 þúsund gistinætur á íslenskum gististöðum í janúar eða 13 prósentum færri en í janúar í fyrra. Næturnar núna voru álíka margar og í janúar 2019 en það var í mars það ár sem rekstur Wow Air stöðvaðist. Gisitnóttum útlendinga á skráðum gististöðum, stór hluti heimagistingarinnar fellur þar ekki undir, fækkaði um …

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Vinna við aðgerðaáætlun í tengslum við ferðamálastefnu Íslands til ársins 2030 er langt komin. Birt hafa verið í Samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar og óskað umsagna. Það kemur síðan í hlut Alþingis að vinna úr tillögum sem orðið hafa til í víðtæku samráði hagaðila í ferðaþjónustu - og ákveða síðan hvert skal stefna. Þær …

Þjóðarflugfélög Frakka og Hollendinga mynda samsteypuna Air France-KLM Group og hagnaðist fyrirtækið um 934 milljónir evra á nýliðnu ári. Sú upphæð jafngildir 140 milljörðum króna. Aldrei áður hefur þessi fransk-hollenska samsteypa skilað svona miklum hagnaði að því fram kemur í tilkynningu nú í morgun í tilefni af birtingu uppgjörsins. Þar kemur fram að stríðið á …

Karólínska háskólasjúkrahúsið í Stokkhólmi er það sjöunda besta í heimi samkvæmt árlegum lista bandaríska tímaritsins Newsweek. Þetta er fimmta árið í röð sem Karólínska er á lista yfir þau 10 bestu en Björn Zoëga hefur verið forstjóri sjúkrahússins öll þau ár. Björn sagði stöðunni upp nú í ársbyrjun og lætur af störfum í næstu viku. …

Þetta eru ískyggilegar fréttir fyrir Íslendinga og aðrar þjóðir landanna sem liggja að Norður-Atlantshafi. Það er hluti af kjarngóðu og upplýstu uppeldi allra landsmanna að heyra um mikilvægi Golfstraumsins - helst snemma í frumbernsku, og landsmenn eru minntir á mikilvægi hans reglulega út æviskeiðið. Golfstraumurinn liggur frá Karíbahafinu og hingað norður eftir og gerir það …

Lestarferð á fjölförnustu viðskiptaferðaleiðum Bretlands losar innan við helming af því CO2 sem jafn löng ferð með rafbíl gerir, samkvæmt útreikningum sem The Rail Delivery Group, hagsmunasamtök lestarfélaga þar í landi, hafa reiknað út og sagt er frá í The Guardian. Þar sem um er að ræða vistvænstu lestirnar, sem einungis ganga fyrir rafmagni, þá …

Toyota í Japan tilkynnti í morgun að framleiðsla fyrirtækisins hefði aukist um sjö prósent í janúar og að þetta væri þrettándi mánuðurinn í röð sem fleiri bílar væru framleiddir en í sama mánuði árið á undan. Meginskýringin er sögð mikil eftirspurn í Bandaríkjunum. Í janúar runnu rúmlega 740 þúsund fleiri Toyotur af færiböndum verksmiðjanna en …