Samfélagsmiðlar

Lufthansa sýnir Norwegian líka áhuga

Forsvarsmenn British Airways eru ekki þeir einu sem sjá tækifæri í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian.

Um miðjan apríl spurðist það út að IAG, móðurfélag British Airways, Iberia og fleiri flugfélaga, ætti orðið 5% hlut í Norwegian og áhugi væri fyrir því að taka norska flugfélagið yfir. Í kjölfarið rauk hlutabréfaverðið upp um rúm 40% eftir að hafa lækkað hratt mánuðina á undan því það er engin launung að rekstur Norwegian gengur illa. Í lok vetrar þurftu eigendur félagsins til að mynda að leggja því til meira fjármagn. Nú hafa stjórnendur IAG lagt fram tvö tilboð í Norwegian en þeim hefur báðum verið hafnað.

Í síðustu viku tilkynntu Norðmennirnir að fleiri áhugasamir kaupendur hefðu sett sig í samband en ekki fylgdi sögunni hverjir það voru. Í morgun hafði þýska blaðið Süddeutsche Zeitung það hins vegar eftir Carsten Spohr, forstjóra Lufthansa samsteypunnar, að félagið hans sé að skoða kaup á Norwegian. Sagði Spohr að það væri hrina sameininga framundan í evrópska fluggeiranum og því töluðu allir við alla.

Rekstur Lufthansa hefur gengið vel síðustu ár og hefur félagið margsinnis verið orðað við kaup á skandinavíska flugfélaginu SAS. Nú horfa Þjóðverjarnir hins vegar til Norwegian sem er orðið stærsta flugfélag Norðurlanda og takmarkast umsvif félagsins síður en svo við norðurhluta Evrópu. Félagið er með starfsstöðvar víða um álfuna og flýgur til að mynda til Íslands frá átta evrópskum borgum. Norwegian hefur jafnframt verið stórtækt í svokölluðu lággjaldaflugi milli Evrópu og N-Ameríku síðustu ár. Á þeim markaði er Lufthansa nú að koma sér fyrir með sókn Eurowings inn á bandaríska markaðinn.

 

Nýtt efni

„Aðkoma mín að ferðaþjónustunni hefur verið á ýmsum sviðum og ég hef fengið að starfa í greininni í meira en þrjá áratugi, þar af meira en aldarfjórðung í eigin rekstri. Á þessum árum hefur greinin okkar vaxið úr því að vera næstum því tómstundagaman fyrir áhugasama í það að vera stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar með öllum …

Veitingahúsarekstur á Íslandi getur verið töluverður barningur: Vaktafyrirkomulag er kostnaðarsamt og launin vega mjög þungt í rekstri, verð á hráefni er hátt og opinber gjöld ekki síður, einkum á áfengi. Veitingamenn bíða eins og aðrir að gengið verði frá kjarasamningum og það verði hægt að gera einhverjar áætlanir fram í tímann.  Þegar launin sem greiða …

Kauphöllin

Hlutabréfavísatalan Stoxx Europe 600 náði sína hæsta gilda á föstudaginn og hefur þá hækkað um nærri 70 prósent frá því mars 2020 þegar vísitala fór lægst í upphafi heimsfaraldursins. Vísitala Bloomberg sem fylgist með gengi evrópskra flugfélaga hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent. Af stóru evrópsku flugfélögunum er Ryanair það eina þar sem …

Tónlistarmaðurinn hefur á þessum árum lagt inn 689 lög í eigin nafni. En þrátt fyrir afar litlar vinsældir hefur maðurinn fengið útborgaðar um það bil sem svarar 90 milljónum íslenskra króna frá streymisveitunum vegna þess hve oft lögin hafa verið spiluð. Til að fá útborgað um eitt hundrað krónur frá tónlistarstreymisveitu þarf lag að vera …

Árið 2023 varð metár í komum ferðamanna til hinnar fornu, fögru og söguríku Aþenu. Um sjö milljónir erlendra ferðamanna lentu á Aþenu-flugvelli sem kenndur er við Eleftherios Venizelos, 600 þúsundum fleiri en 2019. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, ein milljón, en næst á eftir komu 687 þúsund Bretar, 478 þúsund Þjóðverjar, 462 þúsund Frakkar og 410 …

Áætlun Ryanair á komandi sumarvertíð byggir á því að félagið fái að lágmarki 50 nýjar Boeing Max þotur en forstjóri flugfélagsins, Michael O'Leary, er svartsýnn á að það gangi eftir. Nýju þoturnar verði í besta falli fjörutíu en upphaflega hafði Boeing lofað 57 nýjum Max-þotum samkvæmt frétt Bloomberg. „Það hamlar vexti okkar að vita ekki …

Stellantis er einn stærsti bílaframleiðandi heims. Í viðtali við þýska blaðið Welt am Sonntag ítrekar Carlos Tavares, forstjóri Stellantis, stuðning samsteypunnar við banni við sölu á bílum knúnum bensíni og dísil árið 2035. Ummælin falla í tilefni af því að margir spá íhaldssveiflu í Evrópuþingskosningum í júní og að í framhaldi af því verði áformum …

Það vakti athygli að fáum dögum eftir lát eins af þekktari ritstjórum The New York Times, Joseph Lelyveld, streymdu inn á Amazon-netverslunina fjölmargar nýjar ævisögur ritstjórans. Lelyveld lést í janúar í ár og þegar bróðir hans Michael fór inn á netið fáum dögum eftir útför Josephs til að sjá hvernig samferðarmenn minntust bróðurins tók hann eftir …