Samfélagsmiðlar

Framkvæmdastjóri Netgíró ætti ekki að vera í vafa

Lögfræðingur hjá Neytendastofu telur það sjálfsagt að forsvarsmenn fyrirtækja þekki rétt viðskiptavina sinna. Forsvarsmenn Netgíró bíða hins vegar eftir lögfræðiáliti á stöðu þeirra sem nýta greiðsluþjónustu fyrirtækisins.

Það er ekki sama hvernig greitt er fyrir flugmiða ef rekstur flugfélagsins stöðvast áður en ferðin hefst.

Þegar greitt er fyrir vörur og þjónustu með greiðslukorti þá eiga korthafar rétt á endurgreiðslu ef það sem þeir keyptu fæst ekki afhent. Þetta á líka við ef rekstrarstöðvun flugrekanda verður til þess að korthafi situr uppi með farmiða sem ekki nýtast. Þá getur farþeginn gert kröfu hjá útgefanda kortsins um endurgreiðslu. Staða þeirra sem sem nýta Netgíró til að greiða fyrir flugmiða hjá íslensku flugfélögunum er hins vegar óljós líkt og greint var frá fyrir helgi. Í kjölfarið hafði Morgunblaðið það eftir Helga Birni Kristinssyni, fram­kvæmda­stjóri Netgíró, að hann gæti ekki geta tjáð sig um hvort fyr­ir­tækið myndi end­ur­greiða viðskipta­vin­um sem fengu ekki full­greidda vöru eða þjón­ustu af­henta. Hann lofaði að svar fengist í þessari viku.

Aðspurð um þetta þekkingarleysi forsvarsfólks Netgíró þá segir Þórunn Anna Árnadóttir, sviðstjóri hjá Neytendastofu, að það sé að sjálfsögðu eðlilegt að fyrirtæki þekki almennt rétt viðskiptavina sinna. „Við höfum þó oft rekið okkur á það í gegnum tíðinna að fyrirtæki þekkja ekki nógu vel réttindi neytenda,“ bætir Þórunn Anna við.

Þurfa að bíða lengi eftir greiðslukortagreiðslum

Megin skýringin á því að greiðslukortafyrirtækin tryggja endurgreiðslu á vöru og þjónustu, sem ekki fæst afhent, er sú að seljandinn sjálfur fær oft ekki andvirði sölunnar fyrr en varan er komin í hendur kaupanda. Flugfélög fá því ekki alltaf söluverðið um leið og farþeginn pantar ferð. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins á meðan færsluhirðingarfyrirtækin halda eftir 80 til 90 prósent af sölu WOW air þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin samkvæmt frétt Vísis.

WOW fær greiðslu Netgíró fyrr

Icelandair hóf nýverið að bjóða upp á Netgírógreiðslur á meðan WOW hefur tekið á móti þess háttar síðan í árslok 2015. Þá hafði Túristi það eftir Svanhvíti Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa flugfélagsins, að þegar farþegar greiða með Netgíró þá fengi WOW air upphæðina innan við 14 dögum síðar. „Með því að fá greiðslu fyrr þá myndast sparnaður í rekstri WOW air og viljum við skila þeim sparnaði beint til farþega okkar,“ bætti Svanhvít við.

Bókunargjald WOW til skoðunar

Einn af hvötum viðskiptavina WOW air fyrir því að greiða með Netgíró er sú staðreynd að það er ódýrara en að borga með greiðslukorti. Þeir sem nýta kortin greiða 999 krónur ofan á auglýst fargjald á meðan flugfélagið tekur ekki þóknun af Netgíró. Reyndar þarf farþeginn að borga Netgíró 249 krónur fyrir greiðsluna og þar með er í raun ekki hægt að kaupa farmiða hjá WOW á því verði sem auglýst er. Þórunn Anna segir að Neytendastofa hafi verið með til meðferðar markaðssetningu WOW air m.t.t. bókunargjalds félagsins en því máli hefur ekki verið lokið formlega.

Nýtt efni

Í byrjun apríl tók Einar Örn Ólafsson við sem forstjóri Play eftir að hafa verið stjórnarformaður þess allt frá því að félagið hóf áætlunarflug fyrir bráðum þremur árum síðan. Stuttu eftir að Einar Örn settist á forstjórastólinn réði hann Sigurð Örn Ágústsson, fyrrum forstjóra Bláfugls, sem framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar og gerði Arnar Má Magnússon að aðstoðarforstjóra. …

Samkvæmt nýútkominni ársskýrslu Ferðamálaráðs Grænlands - Visit Greenland fjölgaði flugfarþegum sem komu til Grænlands um 9 prósent á síðasta ári. Met fyrra árs var þar með slegið. Alls voru 64.910 taldir við brottför frá landinu, tæplega 40 þúsund Grænlendingar og nærri 37 þúsund Danir. Af einstökum öðrum þjóðahópum voru Þjóðverjar fjölmennastir, nærri 3.600, Bandaríkjamenn rúmlega …

Ef ekki nást samningar milli Norwegian og norska flugmanna félagsins fyrir lok vinnuvikunnar þá munu 17 flugmenn félagsins leggja niður störf strax um helgina. Alf Hansen, formaður félags flugmanna hjá Norwegian, segir að krafa sé gerð um bæði hærri laun og betri vinnutíma. „Við vinnum sex af hverjum níu helgum. Til viðbótar er vinnuálagið mest …

Þetta eru góðar fréttir fyrir starfsmenn Mirafiori-verksmiðja Fiat í Tórínó, eins anga Stellantis-samsteypunnar, en bakslag í augum þeirra sem vilja ekkert hik í orkuskiptum í samgöngum. Eitt sinn var Mirafiori stærsta verksmiðjuhverfi Ítalíu og þar starfar enn elsta bílaverksmiðja Evrópu. En í bílaiðnaði nútímans lifir enginn á fornri frægð. Verði blendingsútgáfa af litla 500e smíðuð …

Evrópuþingið hefur samþykkt tilskipun Framkvæmdastjórnar ESB um kolefnishlutlausan iðnað, Net Zero Industry Act, eða NZIA, sem ætlað er að efla vistvænan iðnað í Evrópu og auka framleiðsluafköst í hreinorkutækni. Samræmdar reglur og fyrirsjáanleiki í viðskiptaumhverfi græns iðnaðar eiga að skila sér í meiri samkeppnishæfni og styrk iðnaðar í álfunni og fjölgun sérhæfðra starfa. Vonast er …

Komið hefur í ljós að gjaldtaka af ferðamönnum sem koma til Feneyja hefur ekki náð þeim tilgangi sínum að hemja troðningstúrisma í borginni fögru við Adríahaf. Dagpassarnir svonefndu hafa þvert á móti valdið ólgu meðal íbúa og ruglað ferðamenn í ríminu. Útgáfa passanna hófst 25. apríl og verður ekki sagt að á þeim mánuði sem …

Bílaframleiðendur í Brasilíu hafa fulla trú á því að auk þess sem notaðir verði málmar á borð við litíum, nikkel og kóbalt til að búa til bílarafhlöður verði líka þörf á gamla, góða sykrinum til að gera samgöngur vistvænni í framtíðinni. Flestir bílar sem framleiddir eru fyrir Brasilíumarkað ganga fyrir blöndu af bensíni og etanóli, …

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP29) fer fram í Bakú í Aserbaísjan dagana 11. – 22. nóvember og nú á föstudaginn rennur úr frestur til að skila inn umsóknum um þátttöku í viðskiptasendinefnd Íslands. Að hámarki 50 manns fá þar sæti en gert er ráð fyrir að hvert fyrirtæki sendi að hámarki tvo fulltrúa. Í sendinefndinni sem …