Samfélagsmiðlar

Netgíró í stað bókunargjalds WOW

Þó WOW auglýsi farmiða á 7.999 krónur þá leggst 999 krónar bókunargjald við allar pantanir á heimasíðu félagsins. Nú er hins vegar hægt að lækka gjaldið niður í 195 krónur.

wow netgiro a

Aukagjöld flugfélaga eru mjög mismunandi. Sum rukka fyrir farangur, val á sætum og eins eru kreditkortagjöld algeng meðal lággjaldaflugfélaga. Allt eru þetta þóknanir sem hægt er að komast hjá því að greiða, til að mynda með því að ferðast létt og borga með debetkorti. Bókunargjald WOW air er hins vegar sérstakt þar sem upphæðin bætist við hverja einustu pöntun og þar með er ekki hægt að fá farmiða á því verði sem félagið auglýsir. Neytendastofa gerði athugasemdir við þetta fyrirkomulag í haust, líkt og Túristi greindi frá, en niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir.

Engin ferðatrygging

Nú geta farþegar WOW hins vegar greitt farmiðanana með Netgíró og þannig komist hjá bókunargjaldi félagsins. Þóknun Netgíró er hins vegar 195 krónur en farþegar sem velja þennan nýja kost eru þar af leiðandi ekki með ferðatryggingu sem oft fylgir kreditkortagreiðslum. Ferðatryggingar eru hins vegar oft hluti af heimilistryggingum en samt sem áður er vissara fyrir flugfarþega að kanna hvernig þau mál standa áður en þeir greiða flugmiða með Netgíró.

WOW fær greitt fyrr

„Við erum að bjóða viðskiptavinum okkar nýja greiðsluleið og veitum þeim sem nýta sér hana á netinu afslátt. Það tíðkast í flugrekstri að flugfélög fái ekki greitt fyrr en flugið hefur verið flogið ef greitt er með kreditkorti en ef greitt er með Netgíró þá fær WOW air greiðslu innan 14 daga. Með því að fá greiðslu fyrr þá myndast sparnaður í rekstri WOW air og viljum við skila þeim sparnaði beint til farþega okkar. Við munum halda áfram að þróa leiðir til þess að geta ávallt boðið farþegum okkar lægsta verðið,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW, um hið nýja greiðslufyrirkomulag.

Bresku félögin urðu að breyta skilmálum

Fyrir fjórum árum síðan gerðu bresk yfirvöld athugasemd við auglýsingar lággjaldaflugfélaganna easyJet og Ryanair þar sem bæði félög bættu bókunargjaldi við auglýst verð og einnig þau fargjöld sem sýnd voru í netbókunarvél. Í framhaldi gerðu bæði félög breytingar í takt við óskir yfirvalda. Í dag greiða farþegar félaganna hins vegar aukaþóknun ef borgað er með kreditkorti.

Nýtt efni

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …

Kínverski bílaframleiðandinn Chery virðist vera að ná samningum um að eignast fyrstu verksmiðju sína í Evrópu, nánar tiltekið í katalónska höfuðstaðnum Barselóna á Spáni. Um er að ræða verksmiðju sem Nissan lokaði árið 2021 og er markmið yfirvalda á Spáni og héraðsstjórnarinnar í Katalóníu að endurheimta þau 1.600 störf sem þá glötuðust. Nú hefur katalónski …