Samfélagsmiðlar

Hvalaskoðun en ekki hvalveiðar

Ferðafrömuðurinn Clive Stacey hefur áhyggjur af neikvæðum áhrifum hvalveiða á íslenska ferðaþjónustu.

clive turisti is

Clive Stacey.

Hvalaskoðun er oft einn af hápunktunum Íslandsferða viðskiptavina bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World sem hefur verið umsvifamikil í skipulagningu ferða hingað síðustu áratugi. Stofnandi og forstjóri Discover the World hefur því áhyggjur af hvalveiðum hér við land eins og fram kemur í aðsendri grein hans sem hér er að finna.

„Ég hef verið Íslandsvinur frá árinu 1972 og hef starfað mestalla ævina við íslenska ferðamennsku og mig langar til að spyrja hvers vegna Ísland leyfir enn að hvalir séu veiddir. Það gefur mjög neikvæða mynd af Íslandi erlendis og töluverður fjöldi fólks hættir við að bæði ferðast til landsins og að kaupa íslenska vöru vegna þessa.

Þið skiljið að ég er ekki að segja að restin af heiminum sé tandurhrein og mörg önnur lönd hafa siði sem brjóta í bága gegn öðrum, en hverju eruð þið að reyna að áorka hér? Er það bara til að standa fast á rétti ykkar til að veiða hvali sem sjálfstæð þjóð? Nú þið eruð búin að sanna það, svo hvers vegna slökkvið þið ekki á öndunarvélinni hjá þessum fornfálega sið og einbeitið ykkur að því að kynna Ísland sem heims leiðtoga í hvalaskoðun – sem það nú þegar er. Það væri frábærlega góð frétt sem myndi styrkja enn frekar jákvæða ímynd Íslands, sem nú er í óvissu vegna þrjósku eins manns.

Discover The World (eða Arctic Experience eins og fyrirtækið hét upprunalega) var stofnað fyrir 35 árum vegna persónulegrar ástríðu minnar fyrir Íslandi. Ég var svo heppinn að fá að vera í eitt og hálft ár á Flateyri sem ungur maður og mig langaði til að deila reynslu minni af hlýju og menningu Íslendinga og ykkar ótrúlega landi með öðrum. Árið 1973 var ég að vinna sem háseti á bát þegar ég heyrði söng hnúfubaks. Hann syndi beint undir litla bátinn okkar. Ég hef aldrei verið jafn snortinn í lífi mínu og ég hef verið áhugamaður um þessar risa skepnur alla tíð síðan.

Árið 1989 voru enn engar hvalaskoðanir á Íslandi. Mig langaði til að endurlifa reynslu mína frá 1973 og leigðum við togara frá Höfn. Þarna var hvalaskoðunin nýfædd með litlum sem engum upplýsingum um það hvaða hvali við gætum kannski séð. En við sáum þá. Mikið af þeim. Þetta var upphafið af íslenska hvalaskoðunariðnaðinum sem nú til dags flytur 350.000 manns árlega og halar inn “biljónum” af íslenskum krónum inn í samfélagið. Og mjög mikið af viðskiptavinum okkar nefna þetta sem hápunkt upplifunar þeirra af Íslandi.

Discover the World hefur rekið áróður fyrir því í mörg ár að hvalveiðum verði hætt, með reglulegu millibili lýsum við áhyggjum okkur við íslensku ríkisstjórnina, tökum þátt í beiðnum og styrkjum samtök sem berjast á friðsamlegan hátt gegn þeim. Við munum halda áfram að gera það. Við erum líka meðvituð um að margir einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi eru á móti hvalveiðum meðal annars Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og margir lykil meðlimir þess eins og Icelandair.

Líkt og mörgum umhverfissamtökum sem reyna að stöðva hvalveiðar á Íslandi að röklegar umræður og samtöl hafi sterkustu áhrifin til breytinga. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að láta innfædda vita af skoðunum þeirra á kurteisan og röksamlegan hátt. Við biðjum gesti ekki að ganga framhjá stöðum sem selja hvalkjöt, en við útskýrum að það eigi ekki að líta á þetta sem sannan íslenskan sið.“

Clive Stacey
Forstjóri & stofnandi
Discover the World Ltd.

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …