Samfélagsmiðlar

Hvalaskoðun en ekki hvalveiðar

Ferðafrömuðurinn Clive Stacey hefur áhyggjur af neikvæðum áhrifum hvalveiða á íslenska ferðaþjónustu.

clive turisti is

Clive Stacey.

Hvalaskoðun er oft einn af hápunktunum Íslandsferða viðskiptavina bresku ferðaskrifstofunnar Discover the World sem hefur verið umsvifamikil í skipulagningu ferða hingað síðustu áratugi. Stofnandi og forstjóri Discover the World hefur því áhyggjur af hvalveiðum hér við land eins og fram kemur í aðsendri grein hans sem hér er að finna.

„Ég hef verið Íslandsvinur frá árinu 1972 og hef starfað mestalla ævina við íslenska ferðamennsku og mig langar til að spyrja hvers vegna Ísland leyfir enn að hvalir séu veiddir. Það gefur mjög neikvæða mynd af Íslandi erlendis og töluverður fjöldi fólks hættir við að bæði ferðast til landsins og að kaupa íslenska vöru vegna þessa.

Þið skiljið að ég er ekki að segja að restin af heiminum sé tandurhrein og mörg önnur lönd hafa siði sem brjóta í bága gegn öðrum, en hverju eruð þið að reyna að áorka hér? Er það bara til að standa fast á rétti ykkar til að veiða hvali sem sjálfstæð þjóð? Nú þið eruð búin að sanna það, svo hvers vegna slökkvið þið ekki á öndunarvélinni hjá þessum fornfálega sið og einbeitið ykkur að því að kynna Ísland sem heims leiðtoga í hvalaskoðun – sem það nú þegar er. Það væri frábærlega góð frétt sem myndi styrkja enn frekar jákvæða ímynd Íslands, sem nú er í óvissu vegna þrjósku eins manns.

Discover The World (eða Arctic Experience eins og fyrirtækið hét upprunalega) var stofnað fyrir 35 árum vegna persónulegrar ástríðu minnar fyrir Íslandi. Ég var svo heppinn að fá að vera í eitt og hálft ár á Flateyri sem ungur maður og mig langaði til að deila reynslu minni af hlýju og menningu Íslendinga og ykkar ótrúlega landi með öðrum. Árið 1973 var ég að vinna sem háseti á bát þegar ég heyrði söng hnúfubaks. Hann syndi beint undir litla bátinn okkar. Ég hef aldrei verið jafn snortinn í lífi mínu og ég hef verið áhugamaður um þessar risa skepnur alla tíð síðan.

Árið 1989 voru enn engar hvalaskoðanir á Íslandi. Mig langaði til að endurlifa reynslu mína frá 1973 og leigðum við togara frá Höfn. Þarna var hvalaskoðunin nýfædd með litlum sem engum upplýsingum um það hvaða hvali við gætum kannski séð. En við sáum þá. Mikið af þeim. Þetta var upphafið af íslenska hvalaskoðunariðnaðinum sem nú til dags flytur 350.000 manns árlega og halar inn “biljónum” af íslenskum krónum inn í samfélagið. Og mjög mikið af viðskiptavinum okkar nefna þetta sem hápunkt upplifunar þeirra af Íslandi.

Discover the World hefur rekið áróður fyrir því í mörg ár að hvalveiðum verði hætt, með reglulegu millibili lýsum við áhyggjum okkur við íslensku ríkisstjórnina, tökum þátt í beiðnum og styrkjum samtök sem berjast á friðsamlegan hátt gegn þeim. Við munum halda áfram að gera það. Við erum líka meðvituð um að margir einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi eru á móti hvalveiðum meðal annars Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og margir lykil meðlimir þess eins og Icelandair.

Líkt og mörgum umhverfissamtökum sem reyna að stöðva hvalveiðar á Íslandi að röklegar umræður og samtöl hafi sterkustu áhrifin til breytinga. Við hvetjum viðskiptavini okkar til að láta innfædda vita af skoðunum þeirra á kurteisan og röksamlegan hátt. Við biðjum gesti ekki að ganga framhjá stöðum sem selja hvalkjöt, en við útskýrum að það eigi ekki að líta á þetta sem sannan íslenskan sið.“

Clive Stacey
Forstjóri & stofnandi
Discover the World Ltd.

Nýtt efni

Lufthansa-flugsamsteypan tilkynnti í dag að flugferðum til Amman í Jórdaníu, Erbil í Kúrdahéruðum Íraks og Tel Aviv í Ísrael yrði frestað til þriðjudags og ekki yrði flogið til Beirút í Líbanon og Teheran í Íran a.m.k. til fimmtudags vegna stríðsógnarinnar og hernaðaraðgerða í Mið-Austurlöndum. Á flugvellinum í Amman í Jórdaníu - MYND: Unsplash/Cila Photography Reuters-fréttastofan …

Hjá Könglum er rík áhersla lögð á að nýta afurðir úr nærumhverfinu, hvort sem það eru jurtir, afgangar eða aukaafurðir bruggunarferlisins. Sjálfbær hugsun og skynsöm nýting náttúrunnar er auk þess í farabroddi þar sem aldrei er tekið meira en náttúran hefur að gefa, svo hún geti tekið við sér aftur eftir uppskeruna. Heitið Könglar varð …

Árið 2001 starfaði Khaled Hosseini sem heimilislæknir en stundaði bókaskrif í frístundum sínum. Hann vaknaði á hverjum morgni klukkan 4:30 og sat við eldhúsborðið yfir bókaskrifum fyrstu þrjár morgunstundirnar. Síðan fór hann í sturtu, klæddi sig og keyrði á læknastofuna til að meðhöndla sjúklinga sína. En sjálfur segir höfundurinn að allan þann tíma sem hann …

Icelandair tekur í notkun þrjár nýjar Boeing Max þotur fyrir sumarvertíðina og sú fyrsta er komin til landsins en hún er fengin af lager flugvélaframleiðandans í Seattle. Hinar tvær eru splunkunýjar og segir Guðni Sigurðsson, talsmaður flugfélagsins, að þær séu báðar komnar af færibandinu og nú fari fram lokaskoðun á þeim. Von er á þessum …

Íslendingar hafa líklega önnur viðmið um það hvað sé hæfilega margt fólk samankomið á einum stað en þjóðir sem vanar eru meiri mannþröng og umferðarþunga alla daga. Sjálfsagt er það eigingjarnt og sjálfmiðað að ætlast til þess að fá að ganga einsamall í friði og ró niður Almannagjá á Þingvöllum á góðum sumardegi. Þeir dagar …

Frestur til að skila inn tilboðum í 35 prósent hlut Landsbankans í Keahótelin, eina stærstu hótelkeðju landsins, rann út fyrir síðustu jól. Ennþá er söluferlið í gangi samkvæmt svari frá bankanum en engar nýjar upplýsingar er að fá um stöðuna. Hluturinn í Keahótelunum var auglýstur til sölu í lok nóvember í fyrra og þá sagði …

Wizz Air er meðal þeirra flugfélaga í heiminum sem losa minnst af CO2 og hefur fengið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir viðleitni til sjálfbærni. Þessi árangur skýrist fyrst og fremst af því að ungverska félagið er með nýjan flugflota í þjónustu sinni, aðallega Airbus A321neo sem flestar eru innan við fimm ára gamlar. Þá hjálpa góð sætanýting …

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …