Samfélagsmiðlar

Reykjavík þriðja sjálfbærasta ráðstefnuborgin

Skipuleggjendur ráðstefna og funda horfa meira til umhverfisþátta við val á áfangastöðum. Þar er staða Reykjavíkur sterk en gæti styrkst enn frekar ef fleiri fyrirtæki myndu sækjast eftir alþjóðlega umhverfisvottunum.

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Árlegur listi Global Destination Sustainability Index var nýverið birtur og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89 prósent markmiða um sjálfbærni ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í ár og skipa sjö efstu sæti hans. Gautaborg er í fyrsta sæti eins og undanfarin ár en bilið á milli hennar og Reykjavíkur hefur þó minnkað hratt.

Taka listann alvarlega

Í tilkynningu frá Meet in Reykjavík segir að GDS kvarðinn mæli meðal annars sjálfbærni innviða sem tengjast ráðstefnu- og fundarhaldi, umhverfisstefnu borganna sjálfra og frumkvæði fyrirtækja sem þjónusta ráðstefnu- og fundargesti í umhverfismálum. Horft er til umhverfisvottunar, umfangs endurvinnslu, þekkingarmiðlunar og samfélagslegra áhrifa. Markmið vísitölunnar, sem er sú eina sinnar tegundar í heiminum, er að sýna kaupendum ráðstefnu-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hvort og þá hversu mikla áherslu einstaka borgir, áfangastaðir og helstu þjónustuaðilar leggja á verndun og sjálfbærni umhverfisins.

„Við tökum þennan lista alvarlega,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík. „Þetta er ágætur mælikvarði á það hvernig okkur gengur að innleiða- og vinna samkvæmt umhverfisstöðlum. Það hefur enginn efni á því að sitja hjá þegar kemur að umhverfisvernd.“

Kröfurnar aukast ár frá ári

Sigurður Valur Sigurðsson, markaðsstjóri Meet in Reykjavík, segir að umhverfisvitund hafi stöðugt meira vægi í kaupákvörðun fyrirtækja og félagasamtaka sem eru að halda fundi, ráðstefnur og viðburði út um allan heim. „Þeir gera kröfur um að ráðstefnuhótel, ráðstefnuhallir og aðrir þjónustuaðilar séu með umhverfisvottanir og vinni samkvæmt þeim.“ Hann bætir því við að kaupendur séu nú farnir að hugsa þetta út frá áfangastaðnum sjálfum. „Til dæmis er það oft þannig að þegar við sækjumst eftir tilteknum verkefnum þurfum við að geta sýnt fram á að hér sé lagt áherslu á sjálfbærni i í ráðstefnu-, fundar- viðburðahaldi. GDS-Index er góður mælikvarði á það hvaða áfangastaðir það eru sem láta sig umhverfisvernd varða og ef við náum að halda okkur ofarlega á honum er það alltaf til þess fallið að styrkja okkur í samkeppni um eftirsótt verkefni. Kröfurnar sem Indexin gerir aukast líka ár frá ári og borgunum sem eru mældar samkvæmt honum fjölga svo samkeppnin um efstu sætin fer harðnandi.“

Gætum gengið lengra

Aðspurður um hvað þurfi til að koma Reykjavík ennþá ofar á listann þá segir bendir Sigurður Valur á að það væri kostur ef fleiri fyrirtæki myndu sækja sér alþjóðlega viðurkenndar umhverfisvottanir. „Þannig sýndum við aukið frumkvæði í flokkun og endurvinnslu sorps, við myndum ganga lengra í að úthýsa plasti úr hótelum, ráðstefnurýmum, veitingahúsum o.s.frv. Við gætum gengið lengra í að úthýsa jarðefnaeldsneyti, tekið stærri skref í kolefnisjöfnun ráðstefnugesta og svona mætti áfram telja.“ Hann ítrekar þó að ágætur árangur hefur náðst síðustu ár. „Reykjavíkurborg og aðildarfélagar Meet in Reykjavík eiga hrós skilið fyrir að hafa sýnt frumkvæði og ábyrgð við stefnumótun og innleiðingu umhverfisstaðla. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið.“

Nýtt efni

Ferðamönnum hefur fjölgað í friðlandi Hornstranda eins og víðar á landinu, áætlað er að um 10.500 manns hafi haldið í friðlandið síðasta sumar, sem var tölvuverð aukning frá sumrinu þar á undan, 2022. Ólíkt mörgum öðrum ferðamannastöðum er ekki ætlunin að auka mikið við innviði til að bregðast við auknum fjölda„Hlutverk ferðamannsins er að aðlagast …

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …