Samfélagsmiðlar

Reykjavík þriðja sjálfbærasta ráðstefnuborgin

Skipuleggjendur ráðstefna og funda horfa meira til umhverfisþátta við val á áfangastöðum. Þar er staða Reykjavíkur sterk en gæti styrkst enn frekar ef fleiri fyrirtæki myndu sækjast eftir alþjóðlega umhverfisvottunum.

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Árlegur listi Global Destination Sustainability Index var nýverið birtur og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89 prósent markmiða um sjálfbærni ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í ár og skipa sjö efstu sæti hans. Gautaborg er í fyrsta sæti eins og undanfarin ár en bilið á milli hennar og Reykjavíkur hefur þó minnkað hratt.

Taka listann alvarlega

Í tilkynningu frá Meet in Reykjavík segir að GDS kvarðinn mæli meðal annars sjálfbærni innviða sem tengjast ráðstefnu- og fundarhaldi, umhverfisstefnu borganna sjálfra og frumkvæði fyrirtækja sem þjónusta ráðstefnu- og fundargesti í umhverfismálum. Horft er til umhverfisvottunar, umfangs endurvinnslu, þekkingarmiðlunar og samfélagslegra áhrifa. Markmið vísitölunnar, sem er sú eina sinnar tegundar í heiminum, er að sýna kaupendum ráðstefnu-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hvort og þá hversu mikla áherslu einstaka borgir, áfangastaðir og helstu þjónustuaðilar leggja á verndun og sjálfbærni umhverfisins.

„Við tökum þennan lista alvarlega,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík. „Þetta er ágætur mælikvarði á það hvernig okkur gengur að innleiða- og vinna samkvæmt umhverfisstöðlum. Það hefur enginn efni á því að sitja hjá þegar kemur að umhverfisvernd.“

Kröfurnar aukast ár frá ári

Sigurður Valur Sigurðsson, markaðsstjóri Meet in Reykjavík, segir að umhverfisvitund hafi stöðugt meira vægi í kaupákvörðun fyrirtækja og félagasamtaka sem eru að halda fundi, ráðstefnur og viðburði út um allan heim. „Þeir gera kröfur um að ráðstefnuhótel, ráðstefnuhallir og aðrir þjónustuaðilar séu með umhverfisvottanir og vinni samkvæmt þeim.“ Hann bætir því við að kaupendur séu nú farnir að hugsa þetta út frá áfangastaðnum sjálfum. „Til dæmis er það oft þannig að þegar við sækjumst eftir tilteknum verkefnum þurfum við að geta sýnt fram á að hér sé lagt áherslu á sjálfbærni i í ráðstefnu-, fundar- viðburðahaldi. GDS-Index er góður mælikvarði á það hvaða áfangastaðir það eru sem láta sig umhverfisvernd varða og ef við náum að halda okkur ofarlega á honum er það alltaf til þess fallið að styrkja okkur í samkeppni um eftirsótt verkefni. Kröfurnar sem Indexin gerir aukast líka ár frá ári og borgunum sem eru mældar samkvæmt honum fjölga svo samkeppnin um efstu sætin fer harðnandi.“

Gætum gengið lengra

Aðspurður um hvað þurfi til að koma Reykjavík ennþá ofar á listann þá segir bendir Sigurður Valur á að það væri kostur ef fleiri fyrirtæki myndu sækja sér alþjóðlega viðurkenndar umhverfisvottanir. „Þannig sýndum við aukið frumkvæði í flokkun og endurvinnslu sorps, við myndum ganga lengra í að úthýsa plasti úr hótelum, ráðstefnurýmum, veitingahúsum o.s.frv. Við gætum gengið lengra í að úthýsa jarðefnaeldsneyti, tekið stærri skref í kolefnisjöfnun ráðstefnugesta og svona mætti áfram telja.“ Hann ítrekar þó að ágætur árangur hefur náðst síðustu ár. „Reykjavíkurborg og aðildarfélagar Meet in Reykjavík eiga hrós skilið fyrir að hafa sýnt frumkvæði og ábyrgð við stefnumótun og innleiðingu umhverfisstaðla. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið.“

Nýtt efni

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …

„Viltu nýjan bíl? Ef svarið er já, þá þurfum við að finna pening til að kaupa bílinn. Við getum aflað hans með sjávarútvegi en sú grein er takmörkuð og margir vilja setja skorður á fiskeldi. Til að auka framleiðslu á málmum þarf meiri raforku. Þá er það ferðaþjónustan sem er eftir og því þarf að …

Yfir veturinn eru Bretar fjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en fyrstu þrjá mánuði þessa árs innrituðu 109 þúsund breskir farþegar sig í flug frá Keflavíkurflugvelli. Fjöldinn stóð í stað frá sama tíma í fyrra en hins vegar fjölgaði brottförum útlendinga um tíund þessa þrjá mánuði. Efnahagsástandið í Bretlandi kann að skýra að það …

Því var fagnað í gær að undirrituð hefði verið viljayfirlýsingu um að Íslandshótel og fjárfestar tengdir Skógarböðunum ætluðu að byggja og reka fjögurra stjörnu hótel við Skógarböðin í Eyjafirði gegnt Akureyri. Á væntanlegu baðhóteli verða 120 herbergi. Sjallinn - MYND: Facebook-síða Sjallans Íslandshótel hafa líka haft áform um að reisa hótel í miðbæ Akureyrar, þar …