Samfélagsmiðlar

Reykjavík þriðja sjálfbærasta ráðstefnuborgin

Skipuleggjendur ráðstefna og funda horfa meira til umhverfisþátta við val á áfangastöðum. Þar er staða Reykjavíkur sterk en gæti styrkst enn frekar ef fleiri fyrirtæki myndu sækjast eftir alþjóðlega umhverfisvottunum.

Mynd: Sigurjón Ragnar/sr-photos.com

Árlegur listi Global Destination Sustainability Index var nýverið birtur og samkvæmt honum uppfyllir Reykjavík nú 89 prósent markmiða um sjálfbærni ráðstefnuborga. Reykjavík er í þriðja sæti listans eins og undanfarin tvö ár þrátt fyrir að hafa bætt einkunn sína um ein sjö prósentustig á milli ára. Norrænar borgir eru áberandi á listanum í ár og skipa sjö efstu sæti hans. Gautaborg er í fyrsta sæti eins og undanfarin ár en bilið á milli hennar og Reykjavíkur hefur þó minnkað hratt.

Taka listann alvarlega

Í tilkynningu frá Meet in Reykjavík segir að GDS kvarðinn mæli meðal annars sjálfbærni innviða sem tengjast ráðstefnu- og fundarhaldi, umhverfisstefnu borganna sjálfra og frumkvæði fyrirtækja sem þjónusta ráðstefnu- og fundargesti í umhverfismálum. Horft er til umhverfisvottunar, umfangs endurvinnslu, þekkingarmiðlunar og samfélagslegra áhrifa. Markmið vísitölunnar, sem er sú eina sinnar tegundar í heiminum, er að sýna kaupendum ráðstefnu-, viðskipta- og hvataferðaþjónustu hvort og þá hversu mikla áherslu einstaka borgir, áfangastaðir og helstu þjónustuaðilar leggja á verndun og sjálfbærni umhverfisins.

„Við tökum þennan lista alvarlega,“ segir Þorsteinn Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Meet in Reykjavík. „Þetta er ágætur mælikvarði á það hvernig okkur gengur að innleiða- og vinna samkvæmt umhverfisstöðlum. Það hefur enginn efni á því að sitja hjá þegar kemur að umhverfisvernd.“

Kröfurnar aukast ár frá ári

Sigurður Valur Sigurðsson, markaðsstjóri Meet in Reykjavík, segir að umhverfisvitund hafi stöðugt meira vægi í kaupákvörðun fyrirtækja og félagasamtaka sem eru að halda fundi, ráðstefnur og viðburði út um allan heim. „Þeir gera kröfur um að ráðstefnuhótel, ráðstefnuhallir og aðrir þjónustuaðilar séu með umhverfisvottanir og vinni samkvæmt þeim.“ Hann bætir því við að kaupendur séu nú farnir að hugsa þetta út frá áfangastaðnum sjálfum. „Til dæmis er það oft þannig að þegar við sækjumst eftir tilteknum verkefnum þurfum við að geta sýnt fram á að hér sé lagt áherslu á sjálfbærni i í ráðstefnu-, fundar- viðburðahaldi. GDS-Index er góður mælikvarði á það hvaða áfangastaðir það eru sem láta sig umhverfisvernd varða og ef við náum að halda okkur ofarlega á honum er það alltaf til þess fallið að styrkja okkur í samkeppni um eftirsótt verkefni. Kröfurnar sem Indexin gerir aukast líka ár frá ári og borgunum sem eru mældar samkvæmt honum fjölga svo samkeppnin um efstu sætin fer harðnandi.“

Gætum gengið lengra

Aðspurður um hvað þurfi til að koma Reykjavík ennþá ofar á listann þá segir bendir Sigurður Valur á að það væri kostur ef fleiri fyrirtæki myndu sækja sér alþjóðlega viðurkenndar umhverfisvottanir. „Þannig sýndum við aukið frumkvæði í flokkun og endurvinnslu sorps, við myndum ganga lengra í að úthýsa plasti úr hótelum, ráðstefnurýmum, veitingahúsum o.s.frv. Við gætum gengið lengra í að úthýsa jarðefnaeldsneyti, tekið stærri skref í kolefnisjöfnun ráðstefnugesta og svona mætti áfram telja.“ Hann ítrekar þó að ágætur árangur hefur náðst síðustu ár. „Reykjavíkurborg og aðildarfélagar Meet in Reykjavík eiga hrós skilið fyrir að hafa sýnt frumkvæði og ábyrgð við stefnumótun og innleiðingu umhverfisstaðla. Verkefninu er þó hvergi nærri lokið.“

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …