Samfélagsmiðlar

Lágu fargjöldin kosta sitt

Tekjur WOW air á hvern farþega hafa farið hratt lækkandi síðustu ár. Nú boðar félagið afturhvarf til áranna 2015 og 2016 og það gæti orðið til þess að farmiða verðið hækki á ný.

„Ég segi stundum að kollegar mínir vakni á morgnana og reyni að hækka fargjöld. Ég vakna á morgnana og reyni að lækka fargjöld,“ fullyrti Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, í viðtali við Morgunvaktina á Rás 1 í lok janúar í ár. Óhætt er að segja að Skúli staðið við stóru orðin því tekjur WOW air á hvern farþega hafa farið ört lækkandi síðustu ár. Árið 2015 námu þær um 22.500 krónum á hvern farþega en lækkuðu um rúmar þúsund krónur árið eftir. Í fyrra voru meðal farþegatekjur ennþá lægri eða um 16.700 krónur og höfðu þá lækkað um 18 prósent á tveimur árum.

Úr hagnaði í tap

Þessi mikla tekjulækkun hefur reynst WOW dýrkeypt. Árin 2015 og 2016 skilaði reksturinn hagnaði en í fyrra nam tap flugfélagsins um 2,4 milljörðum króna. Það ár var þó almennt gott í flugrekstri og bróðurpartur flugfélaga rekinn með hagnaði í fyrra. Í ár hefur staðan á markaðnum versnað og afkoma WOW sömuleiðis. Þar stefnir í aukið tap og miðað við nýbirt níu mánaða uppgjör þá hafa farþegatekjurnar líklega lækkað ennþá meira í ár. Í ljósi stöðu félagsins og umræðunnar um hana á er heldur ekki ólíklegt að töluvert af farmiðunum sem félagið hefur selt fram í tímann hafi farið undir kostnaðarverði.

Auka þúsund krónur hefðu kannski gjörbreytt stöðunni

Að boða lækkandi fargjöld hljómar vel en kostar sitt. Sérstaklega ef kostnaðurinn hækkar á sama tíma eins og raunin er. Í fyrra flugu rúmlega 2,8 milljónir farþega með WOW en meðaltekjur flugfélagsins af þeim voru að jafnaði um 4.700 krónum lægri en af farþegunum sem ferðuðust með félaginu árið á undan. Ef lækkunin í fyrra hefði verið þúsund krónum minni þá hefðu tekjur WOW af farþegaflugi hækkað um nærri þrjá milljarða. Til samanburðar nam tapið árið 2017 um 2,4 milljörðum króna.

Raunveruleikinn ekki þó ekki svona einfaldur og kannski hefði WOW aldrei fengið jafn marga um borð ef farmiðarnir hefðu verið þúsund krónum dýrari. Margt annað getur líka spilað inní. Það er þó engum blöðm um það að fletta að lækkandi farmiðaverð hjá WOW hefur ekki skilað sér í bætri afkomu.

Nú boðar WOW air hins vegar uppstökkun á rekstrinum og Skúli talar um að félagið ætli í sama búning og það var í á árunum 2015 og 2016 þegar það skilaði hagnaði. Þá er líka viðbúið að farmiðarnir hækki svo tekjurnar dugi fyrir kostnaði. Það er alla vega líklegri niðurstaða en að Skúli láti gamlan draum rætast um að fljúga fólki frítt á milli landa.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …