Samfélagsmiðlar

Skúli segist „klára sig“

Forstjóri og eigandi WOW air segir nauðsynlegt að taka eitt skref aftur á bak til að koma félaginu á rétta kjöl.

wow skuli airbus

„Það er mikilvægt að geta horft í augu við mistökin og það er augljóst að við höfum gert nokkur afdrífarík,” segir Skúli Mogensen.

Uppsagnirnar sem WOW tilkynnti um í dag ná til 111 fastráðinna starfsamanna og tvö hundruð verktaka og fólks með tímabundna samninga. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir í samtali við Túrista að það sé ömurlegt að þurfa að grípa til svona aðgerða en augljóslega væri hann ekki að þessu nema til að koma félaginu á réttan kjöl. Aðspurður hvort félagið geti staðið á eigin fótum fram að áramótum og út fyrsta ársfjórðung næsta árs þá svarar Skúli því játandi. „Ég klára mig,” bætir hann við.

Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna uppsagna og fækkunar í flugflota nemi mörg hundruð milljónum króna. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í dag kemur þó fram að félagið vinni að sölu á fjórum flugvélum sem geti skilað því tekjum upp á um 1,2 milljarð króna (10 milljónir dollar). Þar með batni lausafjárstaða félagsins. Skúli vill þó ekki leggja mat á hvort stór hluti upphæðarinnar fari einfaldlega í boðaða endurskipulagningu. „Eins og fram hefur komið í tengslum við viðræður okkar við Indigo þá settu þeir nokkur skilyrði og við erum að vinna í því að uppfylla þau. Þessar uppsagnir eru liður í því og annað skilyrði er að losa okkur við flugvélar og þeirri vinnu miðar vel áfram og við erum samstíga Indigo í þessu. Við erum með þessu að fara í upprunalega búning félagsins. Því miður fórum við af þeirri vegferð og það er að reynast okkur mjög dýrkeypt lexía.”

Það var síðla árs 2016 sem WOW hóf flug til Kaliforníu með breiðþotum af gerðinni Airbus 330. Skúli dregur ekki dul á að með þessari viðbót í flugflotann hafi reksturinn orðið flóknari. „Við fórum of geyst og ég tek það á sjálfan mig því ég var óþolinmóður að komast lengra. Það er erfitt að fylla breiðþotur og flækjustigið í rekstrinum verður miklu meira. Það er góð ástæða fyrir því að lággjaldaflugfélög eru með einsleitna flota. Það er mikilvægt að geta horft í augu við mistökin og það er augljóst að við höfum gert nokkur afdrífarík,” segir Skúli og bætir því við að afkoman í ár sé langt undir væntingum. Hann segir þó margt hafa tekist vel hjá WOW sem hann telur vera leiðandi í lággjaldaflugi yfir hafið og bendir á að reksturinn hafi skilað mjög góðr niðurstöðu fyrr en flesta grunaði.

Það er engum blöðum um það að fletta að skuldabréfaútboð WOW air í haust hefur gert félaginu erfitt fyrir í leit að nýjum fjárfestum. Skúli vill þó ekkert gefa upp um hvort eigendur bréfanna þurfi að afskrifa stóran hluta af virði bréfanna. Hann segir vinnu við lausn á málinu vera í gangi líkt og muni koma fram í formlegu bréfi til skuldabréfaeigenda sem birt verður opinberlega.

Þriðja málið úrlausnarefnið sem forsvarsmenn Indigo og WOW air vinna að er leiðakerfi WOW. Og það er ljóst miðað við niðurskurð í flugflota að félagið hættir flugi til Kaliforníu og Indlands þar sem breiðþoturnar detta úr flotta WOW. Skúli vill þó ekki segja til um hvort nýtt leiðakerfi hafi í för með sér tíðar ferðir til færri áfangastaða eða færri ferðir til margra borga.

 

Nýtt efni

Eftirspurn eftir ferðalögum til útlanda meðal Íslendinga er áfram sterk fullyrti Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, á kynningu á nýju uppgjöri flugfélagsins nú í morgun. Farþegum Icelandair frá heimamarkaðnum fækkaði hins vegar um 9 prósent á öðrum ársfjórðungi í samanburði við sama tímabil í fyrra. Þennan samdrátt útskýrði Bogi Nils með því að benda á …

Í byrjun júlí tóku gildi bráðabirgðatollar á rafbíla sem fluttir eru inn frá Kína til aðildarríkja Evrópusambandsins. Var gripið til þessa eftir að rannsókn á vegum Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins leiddi í ljós að kínverska framleiðslan nyti óeðlilega mikils ríkisstuðnings og skaði því evrópskir rafbílaframleiðendur. Aukatollurinn, sem nú leggst ofan á þann 10 prósent toll sem fyrir …

Á öðrum ársfjórðungi í fyrra hagnaðist Icelandair um 2,1 milljarð króna fyrir skatt en núna var niðurstaðan hagnaður upp á 73 milljónir króna. Í dollurum, uppgjörsmynt Icelandair, var rekstrarafkoman (Ebit) jákvæð um 3,3 milljónir dollara en 21 milljón í fyrra. Sú niðurstaða var sú besta í mörg ár eins og sjá má. Skilyrði til flugrekstrar …

Fyrir fjórum vikum síðan boðaði Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, átak í markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað fyrir ferðamenn. Segja má að ráðherrann hafi verið að svara kalli forsvarsfólks ferðaþjónustunnar sem hvatt hefur til opinberrar kynningar á Íslandi sem áfangastað líkt og víða tíðkast. Tveimur dögum eftir að Lilja Dögg lofaði „hundruðum millj­óna“ til …

Stjórnendur Icelandair og Play gáfu það út í sumarbyrjun að fargjöld hefðu lækkað vegna mikillar samkeppni í flugi yfir Atlantshafið. Félögin tvö þurfa nú í auknum mæli að sækja á þann markað þar sem minni eftirspurn er eftir Íslandsferðum. Gallinn er hins vegar sá að farþegar sem fljúga milli Evrópu og N-Ameríku, með millilendingu á …

Í júní í fyrra voru óvenju margir bandarískir ferðamenn á landinu miðað við flugframboð. Nú í sumar hefur flugferðunum fjölgað um 12 prósent en samt fækkaði bandarískum ferðamönnum um 19 prósent í nýliðnum júní. Það er Icelandair sem er langumsvifamest í flugi héðan til Bandaríkjanna og stóð félagið undir 7 af hverjum 10 flugferðum héðan …

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …