Samfélagsmiðlar

Skúli segist „klára sig“

Forstjóri og eigandi WOW air segir nauðsynlegt að taka eitt skref aftur á bak til að koma félaginu á rétta kjöl.

wow skuli airbus

„Það er mikilvægt að geta horft í augu við mistökin og það er augljóst að við höfum gert nokkur afdrífarík,” segir Skúli Mogensen.

Uppsagnirnar sem WOW tilkynnti um í dag ná til 111 fastráðinna starfsamanna og tvö hundruð verktaka og fólks með tímabundna samninga. Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, segir í samtali við Túrista að það sé ömurlegt að þurfa að grípa til svona aðgerða en augljóslega væri hann ekki að þessu nema til að koma félaginu á réttan kjöl. Aðspurður hvort félagið geti staðið á eigin fótum fram að áramótum og út fyrsta ársfjórðung næsta árs þá svarar Skúli því játandi. „Ég klára mig,” bætir hann við.

Gera má ráð fyrir að kostnaður vegna uppsagna og fækkunar í flugflota nemi mörg hundruð milljónum króna. Í tilkynningu sem WOW sendi frá sér í dag kemur þó fram að félagið vinni að sölu á fjórum flugvélum sem geti skilað því tekjum upp á um 1,2 milljarð króna (10 milljónir dollar). Þar með batni lausafjárstaða félagsins. Skúli vill þó ekki leggja mat á hvort stór hluti upphæðarinnar fari einfaldlega í boðaða endurskipulagningu. „Eins og fram hefur komið í tengslum við viðræður okkar við Indigo þá settu þeir nokkur skilyrði og við erum að vinna í því að uppfylla þau. Þessar uppsagnir eru liður í því og annað skilyrði er að losa okkur við flugvélar og þeirri vinnu miðar vel áfram og við erum samstíga Indigo í þessu. Við erum með þessu að fara í upprunalega búning félagsins. Því miður fórum við af þeirri vegferð og það er að reynast okkur mjög dýrkeypt lexía.”

Það var síðla árs 2016 sem WOW hóf flug til Kaliforníu með breiðþotum af gerðinni Airbus 330. Skúli dregur ekki dul á að með þessari viðbót í flugflotann hafi reksturinn orðið flóknari. „Við fórum of geyst og ég tek það á sjálfan mig því ég var óþolinmóður að komast lengra. Það er erfitt að fylla breiðþotur og flækjustigið í rekstrinum verður miklu meira. Það er góð ástæða fyrir því að lággjaldaflugfélög eru með einsleitna flota. Það er mikilvægt að geta horft í augu við mistökin og það er augljóst að við höfum gert nokkur afdrífarík,” segir Skúli og bætir því við að afkoman í ár sé langt undir væntingum. Hann segir þó margt hafa tekist vel hjá WOW sem hann telur vera leiðandi í lággjaldaflugi yfir hafið og bendir á að reksturinn hafi skilað mjög góðr niðurstöðu fyrr en flesta grunaði.

Það er engum blöðum um það að fletta að skuldabréfaútboð WOW air í haust hefur gert félaginu erfitt fyrir í leit að nýjum fjárfestum. Skúli vill þó ekkert gefa upp um hvort eigendur bréfanna þurfi að afskrifa stóran hluta af virði bréfanna. Hann segir vinnu við lausn á málinu vera í gangi líkt og muni koma fram í formlegu bréfi til skuldabréfaeigenda sem birt verður opinberlega.

Þriðja málið úrlausnarefnið sem forsvarsmenn Indigo og WOW air vinna að er leiðakerfi WOW. Og það er ljóst miðað við niðurskurð í flugflota að félagið hættir flugi til Kaliforníu og Indlands þar sem breiðþoturnar detta úr flotta WOW. Skúli vill þó ekki segja til um hvort nýtt leiðakerfi hafi í för með sér tíðar ferðir til færri áfangastaða eða færri ferðir til margra borga.

 

Nýtt efni
Arnar Guðmundsson, Íslandsstofu

Íslandsstofa vinnur að því að markaðssetja Ísland sem ferðamannaland, kemur íslenskum fyrirtækjum á framfæri á erlendri grundu og liðkar til eftir bestu getu fyrir erlendri fjárfestingu á fimm sviðum atvinnulífs: orku og grænum lausnum, sjávarútvegi og matvælaframleiðslu, hugviti og tækni, listum og skapandi greinum - og loks ferðaþjónustu. Allt byggist þetta á útflutningsstefnu landsins, sem …

Það voru 27.293 starfandi í einkennandi greinum ferðaþjónustu hér á landi í mars 2024 sem er aukning um 2 prósent frá sama tíma í fyrra en 2 prósent færri í samanburði við mars 2018. Það ár voru ferðamenn hér flestir en gert er ráð fyrir álíka ferðamannastraumi í ár. Vægi starfsfólks með íslenskan bakgrunn er …

Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen hefur slitið viðræðum við franska Renault um að þróa og smíða saman nýja gerð af rafknúnum smábíl á viðráðanlegu verði, sem keppt gæti við ódýrustu kínversku bílana. Hugmyndin var sú að bíllinn yrðu byggður á grunni Twingo-smábílsins frá Renault. Renault hyggst nú upp á eigin spýtur þróa Twingo áfram sem rafbíl og …

„Pittsburgh flugið fer vel af stað og er ánægjulegt að sjá að farþegar frá 25 Evrópulöndum hafa bókað flug með okkur til Pittsburgh um Ísland og þaðan hafa farþegar bókað flug til 30 áfangastaða Evrópumegin," sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í tilefni af fyrstu áætlunarferð flugfélagsins til bandarísku borgarinnar á fimmtudaginn. Forstjórinn lagði um …

Undirbúningur er á lokastigi um að koma á fót ævintýramiðstöð á Suðurlandi, þar sem gistiaðstaða og þjónusta verður tengd þjónustu, gönguferðum og útivist ævintýragjarnra ferðamanna. Ferðafólk, statt við Skógafoss, í ævintýraleit á Suðurlandi - MYND: ÓJ „Það koma stundum mjög athyglisverð verkefni, eins og þegar reynslumikill aðili úr ævintýraferðaþjónustu, sem hefur verið í slíkum rekstri …

Það er auðvitað eðlilegt að Barselóna, höfuðborg Katalóníu, dragi til sín mikinn fjölda ferðafólks. Borgin er fögur, sögurík og spennandi - en líka dálítið þreytt orðin á öllum þessum vinsældum, hömlulausum gestaganginum. Á síðasta ári gistu yfir 12 milljónir manna borginni, um sjö prósentum færri en 2019. Við bætast síðan allir þeir sem koma í …

Argentíski víniðnaðurinn hefur átt erfitt uppdráttar síðustu ár vegna óðaverðbólgu, óstöðugs gengis og minnkandi útflutnings. Það virðist þó heldur vera að lyftast brúnin á vínframleiðendum og virðast þeir helst þakka það harkalegri aðhaldsstefnu öfgakennda frjálshyggjumannsins Javier Milei, sem tók við forsetaembættinu í Argentínu í desember. Það tók strax að hægja á verðbólgu á fyrstu mánuðum …

Árið 2023 var 4.240 bókum bætt á lista yfir bannaðar bækur í Bandaríkjunum. Aldrei fyrr hafa jafn margar bækur verið bannaðar á einu ári. En á síðustu árum hefur þeim bókum sem settar eru á þennan bannlista fjölgað ár frá ári. Afleiðingin er sú að aðgengi að bókunum er takmarkað og þær eru fjarlægðar af …