Samfélagsmiðlar

Eigandi skuldabréfa í WOW flytur fjármagn úr landi

Það styttist í úrslitastund hjá WOW air þar sem fresturinn til að samþykkja skilmálabreytingar skuldabréfa rennur út í næstu viku. Einn stærsti eigandi skuldabréf í félaginu hefur síðustu daga verið að koma fé úr landi.

Eftir átta daga rennur úr frestur þeirra sem keyptu skuldabréf í WOW air í haust til að fallast á breytta skil­mála­ bréfanna. Þessar breytingar fela meðal annars í sér afsal á mögulegum eignarhlut í félaginu og afléttingu á veðum. Hverjir það eru sem eiga skuldabréf í WOW air liggur ekki fyrir en Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, gaf út að hann hafi keypt bréf fyrir 5,5 milljónir evra. Sjóðir á vegum Gamma munu hafa fjárfest fyrir 2 milljónir evra og heimildir Fréttablaðsins hermdu að bandaríska fjárfestingafyrirtækið Eaton Vance hafi keypt fyrir 10 milljónir evra. ­­Samtals voru gefin út skuldabréf fyrir á bilinu 50 til 60 milljónir evra eða allt að rúmum 8 milljörðum króna.

Eaton Vancen var í sumar, samkvæmt úttekt Fréttablaðsins, umsvifa­­mesti erlendi fjár­­­fest­ir­inn hér á landi og í hópi tutt­ugu stærstu hlut­hafa í fjöl­­mörgum skráðum félög­­um. Forsvarsmenn bandaríska sjóðsins munu þó vera allt annað en ánægðir með fjárfestingu sína í skuldabréfum WOW air og hvernig stjórnendur flugfélagsins stóðu að upplýsingagjöf í aðdraganda útboðsins. Staða WOW hafi verið verri en gefið var út og til marks um það hafi WOW leitað á náðir Icelandair aðeins 6 vikum eftir að útboði lauk.

Fulltrúar Eaton Vance létu óánægju sína með allt ferlið skýrt í ljós á fundi skuldabréfaeigenda nýverið samkvæmt heimildum Túrista og munu þeir vera að kanna réttarstöðu sína vegna málsins. Kjarninn sagði svo frá því í gær að sala Eaton Vance á íslenskum skulda-  og verðbréfum væri megin ástæða þess að Seðlabankinn hefur síðustu daga þurft að vinna gegn veik­ingu krón­unnar með gjaldeyriskaupum.

Samkvæmt skilmálum skuldabréfa WOW er aðeins hægt að gera breytingar á þeim ef samþykki fæst hjá eigendum að tveimur þriðju hluta útgáfunnar. Eaton Vance situr á allt að fimmtungi bréfanna og afstaða forsvarsfólks sjóðsins til skilmálabreytinganna hefur því mikið að segja. Þessi skertu réttindi eigenda skuldabréfanna eru svo forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air. Það er því mikið í húfi.

 

Nýtt efni

Kínverjar eru leiðandi í smíði rafbíla, sem taldir eru mikilvægir vegna nauðsynlegra orkuskipta í samgöngum. Hinsvegar er Kína enn mjög háð brennslu kola, nærri 60% rafmagns í landinu er framleitt með kolum og það er enn verið að auka kolanám í landinu. Auk þess sem flutt er inn mikið af olíu og gasi. Jafnhliða er …

Það vour 1.299 bílar skráðir nýir á götuna hér á landi fyrstu þrjár vikurnar í júní og þar af 986 á vegum bílaleiga. Það jafngildir því að 24 prósent nýrra ökutækja fór til einstaklinga en á sama tíma í fyrra var hlutfallið 38 prósent samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins sem ná til 23. júní. Þessar fyrstu þrjár …

Það voru þrjú norræn alþjóðaflugfélög sem hófu flugrekstur í Covid-faraldrinum. Hér á landi var það Play en Flyr og Norse í Noregi. Öll þrjú leigðu árið 2021 þotur á lægra verði en áður hafði þekkst og efndu til hlutafjárútboða meðal fagfjárfesta og almennings. Í byrjun síðasta árs varð Flyr gjaldþrota en rekstur þess byggði á …

Ein árangursríkasta loftslagsaðgerð síðari ára á Íslandi er líklega sú að banna urðun lífræns úrgangs. Þetta bann tók gildi í upphafi árs 2023 og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Smám saman hafa jákvæðar tölur verið að berast, sem gefa tilefni til bjartsýni. Það er semsagt hægt að ná árangri í loftslagsmálum, þótt margir …

Barselóna er ein vinsælasta ferðamannaborg Evrópu en óþol íbúa vegna ágangsins hefur farið vaxandi á síðustu árum - ekki síst vegna húsnæðisvanda ungs fólks sem ekki getur keppt við ferðaþjónustuna í leiguverði. Fyrri borgaryfirvöld hættu útgáfu nýrra leyfa til útleigu og lokað mörgum ferðamannaíbúðum en nú eru í farvatninu enn meiri breytingar. Airbnb og öðrum …

Í Svíþjóð kalla sumarsólstöður, eða Midsommar, á mikil hátíðarhöld þar sem síld og snaps hafa lengstum verið í aðalhlutverki. Sölutölur sænskra kaupmanna sýna þó að vinsældir síldarinnar dala ár frá ári og nú er svo komið að salan hefur helmingast frá árinu 2008. Frá þessu greinir Sænska ríkisútvarpið. Skýringin á þessari þróun liggur í bragðlaukum …

Ferðahópur á Þingvöllum

Alþingi hefur samþykkt tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram í apríl, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Öðlast þingsályktunin þegar gildi en mótun stefnunar var sett á ís þegar Covid-faraldurinn hófst en þráðurinn var tekinn upp að nýju í fyrra. Þá skipaði ráðherra ferðamála, Lilja Alfreðsdóttir, sjö starfshópa til að fara í verkið og komu meira …

Ásgeir Baldurs, framkvæmdastjóri Arctic Adventures

Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu og hefur verið að stækka starfssvið sitt, síðast með kaupum á Special Tours, sem sinnir skoðunarferðum á slóðum hvala og lunda, auk þess að reka Hvalasafnið (Whales of Iceland) í Reykjavík.  Ásgeir Baldurs tók við starfi forstjóra Arctic Adventures fyrir rúmu ári, þegar margir bundu vonir við …