Samfélagsmiðlar

Eigandi skuldabréfa í WOW flytur fjármagn úr landi

Það styttist í úrslitastund hjá WOW air þar sem fresturinn til að samþykkja skilmálabreytingar skuldabréfa rennur út í næstu viku. Einn stærsti eigandi skuldabréf í félaginu hefur síðustu daga verið að koma fé úr landi.

Eftir átta daga rennur úr frestur þeirra sem keyptu skuldabréf í WOW air í haust til að fallast á breytta skil­mála­ bréfanna. Þessar breytingar fela meðal annars í sér afsal á mögulegum eignarhlut í félaginu og afléttingu á veðum. Hverjir það eru sem eiga skuldabréf í WOW air liggur ekki fyrir en Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, gaf út að hann hafi keypt bréf fyrir 5,5 milljónir evra. Sjóðir á vegum Gamma munu hafa fjárfest fyrir 2 milljónir evra og heimildir Fréttablaðsins hermdu að bandaríska fjárfestingafyrirtækið Eaton Vance hafi keypt fyrir 10 milljónir evra. ­­Samtals voru gefin út skuldabréf fyrir á bilinu 50 til 60 milljónir evra eða allt að rúmum 8 milljörðum króna.

Eaton Vancen var í sumar, samkvæmt úttekt Fréttablaðsins, umsvifa­­mesti erlendi fjár­­­fest­ir­inn hér á landi og í hópi tutt­ugu stærstu hlut­hafa í fjöl­­mörgum skráðum félög­­um. Forsvarsmenn bandaríska sjóðsins munu þó vera allt annað en ánægðir með fjárfestingu sína í skuldabréfum WOW air og hvernig stjórnendur flugfélagsins stóðu að upplýsingagjöf í aðdraganda útboðsins. Staða WOW hafi verið verri en gefið var út og til marks um það hafi WOW leitað á náðir Icelandair aðeins 6 vikum eftir að útboði lauk.

Fulltrúar Eaton Vance létu óánægju sína með allt ferlið skýrt í ljós á fundi skuldabréfaeigenda nýverið samkvæmt heimildum Túrista og munu þeir vera að kanna réttarstöðu sína vegna málsins. Kjarninn sagði svo frá því í gær að sala Eaton Vance á íslenskum skulda-  og verðbréfum væri megin ástæða þess að Seðlabankinn hefur síðustu daga þurft að vinna gegn veik­ingu krón­unnar með gjaldeyriskaupum.

Samkvæmt skilmálum skuldabréfa WOW er aðeins hægt að gera breytingar á þeim ef samþykki fæst hjá eigendum að tveimur þriðju hluta útgáfunnar. Eaton Vance situr á allt að fimmtungi bréfanna og afstaða forsvarsfólks sjóðsins til skilmálabreytinganna hefur því mikið að segja. Þessi skertu réttindi eigenda skuldabréfanna eru svo forsenda fyrir fjárfestingu Indigo Partners í WOW air. Það er því mikið í húfi.

 

Nýtt efni

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …