Samfélagsmiðlar

10 fjölmennustu þjóðirnar í hópi ferðamanna hér á landi

Það hafa orðið töluverðar breytingar á listanum yfir þær þjóðir sem sækja mest í Íslandsferðir.

Ferðamenn við Seljalandsfoss.

Samtals fóru fóru rúmlega 2,3 milljónir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll í fyrra sem er viðbót um rúmlega 100 þúsund farþega frá því árið 2017. Hlutfallslega nemur aukningin um 5 af hundraði samkvæmt því sem fram kemur í tölum Ferðamálastofu sem birtar voru í gær. Þær byggja á talningu Isavia við vopnaleitina í Leifsstöð og þar með eru allir farþegar með erlend vegabréf taldir. Líka þeir sem aðeins hafa millilent hér en þurft að innrita sig í tengiflug, svokallaðir sjálftengifarþegar, en einnig útlendingar búsettir hér á landi.

Skekkjan sem þessir hópar valda í talningunni var fyrst könnuð í hittifyrra eftir að Túristi vakti á henni athygli. Í ljós kom að skekkjan var allt að 14 prósent í þeim mælingum sem Isavia gerði í kjölfarið. Engar þess háttar kannanir hafa verið birtar síðustu misseri en samkvæmt landamærakönnun Ferðamálastofu þá var hlutfall farþega í Leifsstöð, sem gistir ekki á landinu, á bilinu 1,1 til 4 prósent eftir mánuðum í fyrra. Vægi erlenda  ríkisborgara, sem búsettir eru á Íslandi, liggur þó ekki fyrir. Það hlutfall var allt að 4,7 prósent í könnunum Isavia í fyrra.

Það eru þó vísbendingar um að útlendingar búsettir á Íslandi hafi ferðast sífellt meira líkt og Íslendingar sjálfir gera. Þannig eru Pólverjar núna sjötta fjölmennasta þjóðin í hópi ferðamanna hér á landi samkvæmt talningunni. Pólverjar hafa ekki áður verið svona ofarlega á blaði eins og sjá má á töflunni hér fyrir neðan. Hér á landi búa um 17 þúsund pólskir ríkisborgarar og hefur þeim fjölgað hratt í takt við uppgang ferðaþjónustunnar. Þegar þessir íbúar landsins ferðast frá Keflavíkurflugvelli eru þeir taldir sem erlendir ferðamenn.

Á sama tíma hefur flugumferð milli Póllands og Íslands stóraukist með tilkomu Wizz air sem nú flýgur hingað frá 5 pólskum borgum. Sú mikla breyting hefur vafalítið orðið til þess að fleiri Pólverjar heimsækja landið sem ferðamenn. Pólskum hótelnóttum hefur þannig fjölgað síðustu ár en þær eru engu að síður mjög fáar á hvern Pólverja sem hingað kemur eða um 0,2. Pólverjar eru því í 23. sæti þegar litið er til þeirra þjóða sem bóka hér flestar hótelnætur. Að jafnaði kaupa hinar þjóðirnar á topp tíu listanum að jafnaði 1,9 hótelnótt á hvern ferðamann. Pólsku ferðamennirnir gætu sótt í heimagistingu í meira mæli en aðrar þjóðir.

Kanadamenn hafa líka nokkra sérstöðu á listanum yfir hótelnætur á hvern ferðamenn. Bóka þeir að jafnaði tæpa eina nótt á mann en samkvæmt fyrrnefndri landamærakönnun Ferðamálastofu, sem framkvæmd er á Keflavíkurflugvelli, þá segjast 4,3 prósent svarenda frá Norður-Ameríku að þeir hafi ekki gist hér á landi. Það er hærra hlutfall en þekkist frá öðrum heimsálfum og ein skýring á því kann að vera sú staðreynd að framboð á Íslandsflugi er óvenju mikið frá Kanada. Alla vega í samanburði við fjölda ferða til flestra annarra Evrópuríkja og Leifsstöð er því heppileg skiptistöð fyrir íbúa Kanada á leið til og frá Evrópu.

Nýtt efni

Víðast hvar eru gistinætur útlendinga helsti mælikvarðinn á gang mála í ferðaþjónustu enda nær eingöngu eyríki að telja ferðafólk við landamæri með einföldum hætti. Hjá frændþjóðum okkar eru gistinæturnar því aðalmálið og nú fjölgar erlendu gestunum í Noregi þónokkuð frá fyrra ári en forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja hefur undanfarna mánuði bent á harðnandi samkeppni við þau …

Icelandair var stundvísasta flugfélag Evrópu í nýliðnum júní samkvæmt lista greiningafyrirtækisins Cirium. Að jafnaði voru 84 prósent ferða Icelandair á réttum tíma í síðasta mánuði sem er á pari við stundvísina í maí. Í öðru sæti á lista Cirum er Iberia Express og Iberia í þriðja sæti. SAS varð í fjórða og Finnair í fimmta …

helsinki yfir

Hagstofur víða birta nú nýjar verðlagsmælingar sem flestar sýna að verðbólga er á niðurleið. Nú í morgunsárið var komið að finnsku hagstofunni og þar sýna tölur að verðlag hefur hækkað um 1,3 prósent síðastliðna 12 mánuði. Á milli maí og júní fór verðbólgan niður um 0,2 prósent. Það voru lækkandi húsnæðisvextir og fallandi verð á …

„Ef maður vill færa út kvíarnar þá verður að taka áhættuna þegar „eina raunverulega" vöruhúsakeðjan í Evrópu er til sölu," segir Ayad Al-Saffar, stofnandi Axcent of Scandinavia, sem um helgina keypti belgíska verslunarfélagið Inno í félagi við fjárfestingafélagið Skel. Stjórnarformaður þess síðastnefnda er Jón Ásgeir Jóhannesson sem jafnframt fer fyrir meirihluta í fjárfestingafélaginu en Jón …

Kaupmannahafnarflugvöllur er fjölfarnasta flughöfn Norðurlanda og fóru hátt í 2,9 milljónir farþega þar um í júní eða ríflega þrefalt fleiri en um Keflavíkurflugvöll á sama tíma. Íslenski flugvöllurinn kemst þó á blað yfir vinsælustu áfangastaðina fyrir farþega í Kaupmannahöfn og er í níunda sæti á topplistanum fyrir júní. Í þeim mánuði nýttu 55.515 farþegar sér …

Þegar heimsfaraldurinn hófst í febrúar árið 2020 lækkaði gengi hlutabréfa í ferðaþjónustufyrirtækjum hratt og hjá Icelandair fór það niður um þrjá fjórðu fyrstu mánuðina eftir að landamærum var lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gengið hélt svo áfram að lækka fram á haustið þegar efnt til hlutafjárútboðs þar sem hver hlutur var seldur á 1 …

Aðdáun Indverja á vískíi er ekki ný af nálinni. Þó var það ekki fyrr en í kringum árið 2010 að framleiðandinn Amrut, sem var stofnaður árið 1948, kynnti Indian Single Malt viskí sem átti sérstaklega góðu gengi að fagna í Skotlandi, af öllum stöðum, áður en það hélt áfram til Bandaríkjanna þar sem það mæltist …

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …