Samfélagsmiðlar

Fleiri óseld sæti í farþegarýminu

Staða eins helsta samkeppnisaðila íslensku flugfélaganna fer hratt versnandi.

norwegian vetur

Fimmta hvert sæti í þotum Norwegian í desember var tómt.

Hin síversnandi staða Norwegian er umtöluð í norrænu viðskiptapressunni enda hafa óveðurskýin hrannast upp hjá flugfélaginu síðustu misseri eins og hér var rakið. Forsvarsmenn þess hafa þó lítið tjáð sig um málin síðustu vikur en rufu óvænt þögnina á aðfangadag og boðuðu sparnaðaraðgerðir sem skila eiga kostnaðarlækkunum upp á um 2 milljarða norskra króna. Það jafngildir um 27 milljörðum íslenskra króna.

Í morgun var svo komið að kynningu á flutningatölum Norwegian fyrir síðasta mánuð og samkvæmt þeim þá versnaði sætanýtingin hjá flugfélaginu umtalsvert. Fór hún niður í tæp 79 prósent sem er 6 prósentustiga lækkun frá því í desember 2017. Það þýðir að um fimmta hvert sæti var autt um borð hjá Norwegian í síðasta mánuði og það er almennt talið vera of hátt hlutfall hjá lággjaldaflugfélagi eins og Norwegian.

Meðalfargjaldið hjá flugfélaginu hækkaði þó um 4 prósent en hins vegar lækkuðu tekjur á hvern floginn kílómetra um sama hlutafall. Í grein norska viðskiptablaðsins Dagens Næringsliv er uppgjör Norwegian sagt vera enn eina vísbendinguna um versnandi hag Norwegian sem hefur meðal annars tapað um 1,8 milljarði norskra króna, um 25 milljörðum íslenskra króna, á framvirkum kaupsamningum á þotueldsneyti. Samningarnir voru gerðir þegar olíuverðið var hvað hæst í haust en síðan þá hefur það fallið hratt.

Norwegian hefur jafnframt þurft að afskrifa eign sína í Norwegian bankanum umtalsvert síðustu mánuði og hefur það haft slæm áhrif á eiginfjárstöðu flugfélagsins. Telja greinendur því stefna í að eigið fé flugfélagsins fari undir það lágmark sem lofað var í síðasta skuldabréfaútboði félagsins.

Norwegian flýgur í dag til Íslands frá Spáni, Noregi og Ítalíu en síðasta ferð félagsins milli Stokkhólms og Keflavíkurflugvallar verður farin síðar í þessari viku. Félagið er jafnframt umsvifamesta lággjaldaflugfélagið í áætlunarferðum milli Evrópu og N-Ameríku og sú almenna lækkun sem orðið hefur á fargjöldum milli heimsálfanna er oftast rakin til þessara miklu umsvifa Norwegian.

Nýtt efni

Ein leiðin til að sjá eigin augum hversu umsvifamikil atvinnugrein ferðaþjónustan er í landinu er að fara í morgunferð austur á Þingvelli, njóta þess að vera þar nánast einn dálitla stund og hlusta á fuglana syngja, fylgjast síðan með bílaflóðinu inn á stæðin við gestastofuna á Hakinu þegar klukkan fer að ganga tíu. Þá sér …

Norska flugfélagið Norwegian gerði upp annan ársfjórðung í gær en hlutabréf í félaginu féllu um 16 prósent í síðustu viku þegar afkomuspá ársins var lækkuð. Fjárfestar tóku þó uppgjör gærdagsins vel því bréfin hækkuðu um fimm af hundraði. Niðurstaðan hljóðaði upp á 477 milljónir norskra króna í hagnað fyrir skatt eða 6,1 milljarð íslenskra kr. …

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …