Samfélagsmiðlar

Misheppnað hliðarskref Icelandair í Washington

Þeim fækkaði þónokkuð sem nýttu sér áætlunarflug Icelandair til og frá Washington borg þrátt fyrir að félagið hafi flogið þaðan frá tveimur flugvöllum og fjölgað ferðum.

washington hvitahusið David Everett Strickler

Frá Washington DC.

Í kringum höfuðborg Bandaríkjanna er að finna þrjár alþjóðlegar flughafnir og ein af þeim er Baltimore/Washington flugvöllur. Þangað flugu þotur Icelandair um langt árabil en í tengslum við endurskipulagningu félagsins í kringum íslenska efnahagshrunið voru áætlunarferðirnar til Baltimore lagðar niður. Vorið 2011 tók Icelandair upp þráðinn að nýju í Washington en þá með reglulegu flugi til Washington Dulles flugvallar. Ferðalagið þangað, frá miðbæ Washington, er álíka langt og til Baltimore flugvallar.

Stjórnendur WOW air völdu aftur á móti Baltimore sem sína heimahöfn á bandaríska höfuðborgarsvæðinu þegar félagið hóf Ameríkuflug sumarið 2015. Síðan þá hafa bæði flugfélögin aukið umsvif sín verulega í farþegaflugi til og frá Washington svæðinu, Icelandair frá Dulles og WOW frá Baltimore. Í ársbyrjun í fyrra boðaði Icelandair óvænt endurkomu sína til Baltimore. Jómfrúarferðin var farin í lok maí og hélt félagið úti ferðunum þangað fram á haustið samhliða fluginu til Dulles. Í heildina fjölgaði flugferðum Icelandair um nærri 10 af hundraði til Washington svæðisins síðastliðið sumar samkvæmt talningum Túrista.

Icelandair snýr hins vegar ekki aftur til Baltimore fyrir næstu sumarvertíð. Ástæðan er sú að afkoman af fluginu var ekki nógu góð samkvæmt svari félagsins við fyrirspurn Túrista.

Þessi ákvörðun þarf ekki að koma á óvart þegar rýnt er í tölur bandarískra flugmálayfirvalda. Þá kemur í ljós að frá júní og fram í september í fyrra þá fækkaði farþegum Icelandair, til og frá Washington svæðinu, um ríflega fjögur þúsund eða um 5 af hundraði. Þetta gerðist þrátt fyrir að Icelandair hafi flogið frá tveimur flugvöllum og samtals fjölgað ferðum um nærri níu af hundraði samkvæmt talningu Túrista.

Varlega áætlað má gera ráð fyrir að tekjutap Icelandair af þessum samdrætti í Washington nemi að minnsta kosti rúmlega eitt hundrað milljónum króna yfir þetta fjögurra mánaða tímabil. Það er þó erfitt að leggja nákvæmt mat á tekjumissinn þar sem leiðakerfi Icelandair byggir að miklu leyti á tengiflugi. Verðlagning á stökum fluglegg, í tengiflugi milli Bandaríkjanna og Evrópu, er til að mynda önnur en á áætlunarferð frá Íslandi til Washington.

Það voru hins vegar 43 prósent fleiri sem nýttu sér áætlunarferðir WOW í Baltimore á þessu fjögurra mánaða tímabili. Viðbótin er þó  hlutfallslega minni en varð í fjölda flugferða því WOW bætti verulega í flugið til Baltimore í fyrra. Í stað einnar ferðar á dag voru brottfarirnar tvær suma daga og í heildina fjölgaði áætlunarferðum WOW til bandaríska flugvallarins um nærri sextíu af hundraði samkvæmt talningum Túrista.

Þess má geta að íslensk flugmálayfirvöld veita ekki upplýsingar um farþegafjölda í áætlunarflugi öfugt við það sem tíðkast í Bandaríkjunum. Túristi kærði þennan upplýsingaskort til úrskurðarnefndar upplýsingamála síðastliðið vor en niðurstaða hefur ekki ennþá fengist.

Baltimore/Washington var ekki eini áfangastaðurinn sem Icelandair elti WOW air til í fyrra. Félagið hóf líka samkeppni við keppinautinn í Dublin og San Francisco og Berlín stuttu áður. WOW air skoraði svo Icelandair á hólm í Vancouver og Orlando. Jómfrúarferðin til þeirrar fyrrnefndu verður þó aldrei farin og Orlandóflugið var skammlíft.

Nýtt efni

Play mun fækka flugferðunum sínum til Norður-Ameríku um fjórðung í vetur í samanburði við þann síðasta líkt og FF7 greindi frá. Til viðbótar hefur félagið gert breytingar á flugáætlun sinni til Evrópu. Í sumum tilfellum fjölgar ferðunum en þeim fækkar í öðrum. Þannig gerir áætlunin fyrir september ráð fyrir tíu prósent færri ferðum en í …

Play er með fjóra áfangastaði Bandaríkjunum og einn í Kanada og býður félagið nú upp á daglegar ferðir til þeirra allra nærri allt árið um kring. Yfir vetrarmánuðina hefur Play þó dregið úr framboði en næsta vetur verður niðurskurðurinn meiri en áður. Næstkomandi nóvember er aðeins reiknað með 99 brottförum frá Keflavíkurflugvelli til Bandaríkjanna og …

Nú í vikunni hafa mælingar í Noregi og Bandaríkjunum sýnt að verðlag í þessum tveimur löndum hjaðnar hraðar en greinendur höfðu reiknað með. Það sama er upp á teningnum í Svíþjóð en í morgun birti hagstofan þar í landi nýjar verðlagsmælingar sem sýna að verðbólga sl. 12 mánuði mælist nú 2,6 prósent. Ef vaxtakostnaður er …

Gengi hlutabréf í Icelandair hefur nú fallið um 61 prósent síðustu 12 mánuði og kostar hver hlutur í dag 86 aura. Í hlutafjárútboðinu sem efnt var til í september 2020, til að koma flugfélaginu í gegnum heimsfaraldurinn, var hluturinn seldur á 1 krónu. Stuttu eftir útboðið fór gengið eins langt niður og það er í …

Á fyrri helmingi ársins komu aðeins færri Bandaríkjamenn til Íslands en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir tíðari flugferðir. Há verðbólga vestanhafs er væntanlega ein af skýringunum á þessum samdrætti enda hafa skuldsettir Bandaríkjamenn nú minna á milli handanna. Nú gæti hagur þess hóps vænkast því verðlag í Bandaríkjunum lækkaði meira í síðasta mánuði …

Vestanhafs er hefur ekkert flugfélag verið rekið með meiri hagnaði en Delta síðustu ár. Á nýafstöðnum öðrum ársfjórðungi, apríl til júní, voru tekjur félagsins hærri en nokkru sinni áður á þessum hluta árs en aftur á móti var kostnaðurinn líka hærri. Þar með lækkaði hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára samkvæmt uppgjöri sem flugfélagið …

Þessa dagana er mikið rætt um samdrátt í íslenskri ferðaþjónustu miðað við síðasta ár en þá er einblínt á að vöxturinn haldi ekki áfram á sama hraða og hann hefur gert eftir heimsfaraldur. Ef bornar eru saman tölur um komur erlendra ferðamanna á fyrstu fimm mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil 2019 sést að …

Það fóru 212 þúsund farþegar með erlend vegabréf í gegnum vopnaleitinni á Keflavíkurflugvelli í júní en þessi talning er notuð til að leggja mat á fjölda ferðamanna hér á landi. Í júní í fyrra var þessi hópur 20 þúsund farþegum fjölmennari og miðað við aukið flugframboð á milli ára þá mátti gera ráð fyrir viðbót …