Samfélagsmiðlar

Engar sólarlandaferðir til Mallorca í sumar

Það eru ófáir hér á landi sem tóku sín fyrstu spor í útlöndum á flugbraut á Mallorca. Í sumar ætlar íslenskar ferðaskrifstofur að einbeita sér að öðrum áfangastöðum.

Bærinn Sollér á norðurströnd Mallorca. Á suður- og austurströnd eyjunnar eru hins vegar sólarstaðirnir sem laðað hafa til sín hópa af Íslendingum hvert sumar um áratugaskeið.

Sólarlandaferðir til Mallorca voru um áratugaskeið fastur liður á dagskrá íslenskra ferðaskrifstofa. Spænska sólareyjan varð hins vegar útundan á árunum eftir hrun en fyrir fjórum árum síðan hófst leiguflug til Palma flugvallar á ný. Síðustu sumur hafa Íslendingar því komist beint til Mallorca en sá valkostur er ekki í boði að þessu sinni.

„Því miður þá verðum við ekki með Mallorca í ár þar sem það var ekki nægilega góð sala á þann áfangstað í fyrra. Hótelin hafa verið of dýr að okkar mati og gert heildarpakkan óhagstæðan þannig að við ákváðum að taka þennan áfangastað ekki inn í ár,“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval-Útsýnar. Hún útilokar þó ekki að Mallorca verði aftur á boðstólum næsta sumar ef aðstæður breytast en þangað til geti fólk haft samband vilji það aðstoð við að skipuleggja ferðalag til spænsku eyjunnar.

Aðspurður um skortinn á Mallorca ferðum segir Jakob Ómarsson, markaðstjóri VITA, að eftirspurnin hafi færst annað. „Við erum að auka við okkur á Tenerife og Alicante. Svo komu tveir nýir og spennandi áfangastaðir inn í sumar, Almeria og Tyrkland.“ Jakob bætir því við að Mallorca sé einn af uppáhalds sumaráfangastöðum margar starfsmanna VITA og sú staðreynd að í ár verði Mallorcareisur ekki á boðstólum snúist því ekki um gæði eyjunnar sem áfangastaðar.

Nýtt efni

Vaxandi óánægju gætir meðal leigusala og húsnæðismiðlara í Bandaríkjunum með það ægivald sem Airbnb hefur á skammtímaleigumarkaðnum. Margir eru sagðir leita leiða til að afla leigutekna utan eða meðfram kerfi bandaríska risans, sem gerir stöðugt meiri kröfur til þeirra sem leigja út vegna þrýstings frá samfélögum sem stynja undan umfangi og markaðsáhrifum skammtímaleigu til ferðafólks.  …

Flugsamstæðan Air France KLM hefur greint frá því að rekstrarhagnaður á síðasta ársfjórðungi hafi minnkað um 30% og er það verri afkoma en flugmálasérfræðingar bjuggust við. Helstu skýringar eru sagðar aukinn starfskostnaður og hærra olíuverð en búist var við. Þetta er veruleiki sem önnur flugfélög hafa almennt verið að kljást við. Á öðrum ársfjórðungi nam …

Þegar stjórnendur Play kynntu í apríl sl. uppgjör fyrirtækisins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins þá brugðu þeir út af vananum og birtu engan árshlutareikning. Þar með fengu fjárfestar og greinendur ekki aðgang að uppfærðum efnahagsreikningi fyrir flugfélagið þar sem meðal annars eigna- og skuldastaða kemur fram. Um leið fengust ekki upplýsingar um hvert eiginfjárhlutfall félagsins …

Suður-kóreski rafhlöðuframleiðandinn LG Energy Solution (LGES) á í viðræðum við þrjá ónefnda kínverska birgja um að framleiða ódýrar bílarafhlöður fyrir Evrópumarkað og bregðast þannig við hærri verndartollum Evrópusambandsins á rafbíla frá Kína.  Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir háttsettum heimildarmanni innan LGES, sem er í hópi stærstu rafhlöðuframleiðenda heims ásamt CATL í Kína, Panasonic í Japan og …

Þó margir njóti guðaveiga í sumarfríinu þá er hásumarið rólegur tími í heimi vínviðskipta. Það er löngu búið að ganga frá sölu á framleiðslu liðins árs en beðið tíðinda af næstu vínuppskeru. Þegar horft er á heildina þá hefur dregið úr vínsölu vegna efnahagsþrenginga og breyttra neysluhátta. En loftslagsbreytingar valda vínbændum víða erfiðleikum og hafa …

Það kemur skýrt fram í afkomutölum rafbílaframleiðandans Tesla að hægt hefur á orkuskiptum í bílasamgöngum. Á fyrri helmingi ársins hefur Tesla selt um 831 þúsund rafbíla en Elon Musk hafði spáð því að á árinu öllu myndu seljast um 1,8 milljónir bíla. Það vantar því enn mikið upp á að sú spá rætist. Sala Tesla …

Áður en Play fór í loftið sumarið 2021 var efnt til hlutafjárútboðs þar sem söfnuðust 10 milljarðar króna. Umsjón með útboðinu höfðu Arctica Finance og Arion banki en þessi tvö fjármálafyrirtæki komu einnig að fjármögnun Wow Air á sínum tíma. Í útboði meðal almennings reyndist umframeftirspurnin áttföld. Í kynningarefni sem fylgdi hlutafjárútboðinu var aðeins ein …

„Okkur er ánægja að tilkynna um fjölgun A350-900-véla í utanlandsflugi og A321neo í innanlandsflugi,“ segir Yukio Nakagawa, innkaupastjóri Japan Airlines, í tilkynningu félagsins um samninga við Airbus um kaup á nýjum þotum. „Með því að flýta því að taka í notkun nýjustu og sparneytnustu flugvélarnar viljum við veita viðskiptavinum okkar besta hugsanlegu þjónustu um leið …