Samfélagsmiðlar

Flugu 8 til 9 þúsund þýskum ferðamönnum til Íslands

Gjaldþrot Germania skilur eftir sig skarð sem ólíklega verður fyllt.

Þotur Germania munu ekki fljúga milli Íslands og Þýskalands í sumar.

Það fór lítið fyrir þýska flugfélaginu Germania hér á landi þrátt fyrir að félagið hafi haldið úti Íslandsflugi frá þremur til fjórum þýskum borgum frá lokum júní og út september. Sumaráætlun Germania í ár var óbreytt frá því í fyrra og gerði ráð fyrir beinu flugi hingað frá Bremen, Dresden og Nürnberg. Nú er Germania hins vegar gjaldþrota og ekkert verður úr ferðum sumarsins en félagið flaug 95 áætlunarferðir hingað í fyrra samkvæmt talningu Túrista. Ekkert annað flugfélag hefur flogið hingað frá þessum borgum og þar með engar líkur á að skarðið verði fyllt á næstunni.

Í Íslandsflug sitt notaði Germania farþegaþotur af gerðinni Airbus A319 sem taka rúmlega 150 farþega og samkvæmt gögnum sem Túristi hefur aflað frá þýskum flugmálayfirvöldum þá flutti Germania samtals 9.548 farþega til Íslands frá borgunum þremur í fyrra. Árið á undan nam fjöldinn 9.083 farþegum en þá bættust líka við 2.194 farþegar frá Friedrichshafen. Sú borg var ekki hluti af Íslandsflugi Germania síðastliðið sumar. Þess ber að geta að tölurnar hér að ofan segja til um fjölda þeirra sem flugu með Germania til Íslands frá Þýskalandi. Farþegar á bakaleiðinni voru álíka margir.

Gera má ráð fyrir að næstum hver einasti farþegi í Íslandsflugi Germania hafi verið þýskur ferðamaður á leið til Íslands. Flugfélagið var nefnilega lítt þekkt hér á landi og það hefur ítrekað komið fram í máli forsvarsmanna erlendra flugfélaga hér á landi að hlutfall íslenskra farþega er vanalega mjög lágt. Það má því áætla að síðastliðið sumar hafi komið hingað á bilinu 8 til 9 þúsund þýskir ferðamenn með Germania. Það jafngildir 10 til 12 prósent af öllum þeim þýsku ferðamönnum sem heimsóttu Ísland á tímabilinu júní til september.

Sem fyrr segir eru tölurnar hér að ofan um flugumferð fengnar hjá þýskum flugmálayfirvöldum. Isavia veitir engar upplýsingar um fjölda farþega eftir flugleiðum og kærði Túristi þá afstöðu til úrskurðarnefndar upplýsingamála síðastliðið vor. Nefndin hefur ekki tekið málið fyrir.

Næsta sumar verður í boði beint flug milli Íslands og fimm þýskra borga og ferðirnar tíðari en oft áður. Íslendingar komast því til Bremen, Dresden og Nürnberg eftir öðrum leiðum og íbúar þessara borga komast hingað með tengiflugi. Verðlagningin á beina flugi Germania var hins vegar oft mjög hagstæð en það kann líka að vera ein af meginskýringum örlaga fyrirtækisins.

Farþegar hér á landi sem áttu miða með Germania í sumar ættu að snúa sér til kreditkortafyrirtækisins síns og biðja um endurgreiðslu.

Nýtt efni

Rekstrarafkoma Play var neikvæð um 2,9 milljarða króna í fyrra og svo bættust við rúmir þrír milljarðar í fjármagnskostnað. Tapið fyrir skatt nam því 6,3 milljörðum króna. Afkomuspáin fyrir yfirstandandi ár gerði ráð fyrir að rekstrarafkoman yrði í kringum núllið en nú hefur staðan versnað og reiknað er með neikvæðri afkomu. Þetta kemur fram í …

Verð á hlutabréfum í þýska rafhlöðuframleiðandanum Varta hrundi við opnun markaðar í Frankfurt í dag, eða um nærri 80%, eftir að fréttir bárust af tillögum um endurskipulagningu fyrirtækisins. Þær myndu leiða til þess að hlutabréf núverandi eigenda yrðu nánast verðlaus.  Meðal þess sem að rætt er um er að núverandi meirihlutaeigandi, austurríski milljarðamæringurinn Nichael Tojner, …

Meðal þess sem kom í ljós eftir Covid-19-faraldurinn var að starfsfólk skorti í vaxandi ferðaþjónustu víða um heim. Faraldurinn truflaði gangverk vinnumarkaðar margra landa og sér ekki fyrir endann á því. Skortur á starfsfólki gæti hamlað vexti í greininni. Ætli megi ekki segja að fólk vilji fremur ferðast en þjóna öðrum? Vandræði eru á mörgum …

Íslandssjóðir eru ekki lengur meðal 20 stærstu hluthafa Icelandair en sjóðastýringafyrirtækið, sem er í eigu Íslandsbanka, varð stærsti hluthafinn í Play eftir hlutafjáraukningu í apríl sl. Íslandssjóðir hafa síðustu mánuði dregið töluvert úr fjárfestingu sinni í Icelandair og eru ekki lengur meðal tuttugu stærstu hluthafanna. Nú eru aftur á móti tvö eignarhaldsfélög á vegum Högna …

Ekkert félag flýgur fleirum innan Evrópu en lágfargjaldaflugfélagið Ryanair gerir og síðustu mánuði hafa farþegar félagsins að jafnaði borgað minnað fyrir sætin en þeir sem voru á ferðinni í fyrra. Tekjur félagsins lækkuðu þannig á milli ára samkvæmt uppgjöri sem félagið birti í morgun fyrir fjórðunginn apríl til júní. Sá er fyrsti fjórðungur reikningsársins hjá …

BYD

Kínverski rafbílaframleiðandinn BYD lækkaði verð á bílum sínum á íslenska markaðnum í ársbyrjun þegar dregið var úr opinberum stuðningi við kaup á nýjum rafbílum. Þar með gat Vatt, sem er með umboð fyrir BYD hér á landi, boðið ódýrustu tegundina á lægra verði en í fyrra að því gefnu að kaupandinn fái hinn nýja rafbílastyrk …

Megn óánægja er meðal starfsmanna skemmtigarðsins Disneyland í Kaliforníu í Bandaríkjunum og hóta þeir nú verkfalli í fyrsta skipti frá árinu 1984. Kjaraviðræður sem staðið hafa síðan í apríl hafa engum árangri skilað. Ef af verður munu 14 þúsund starfsmenn skemmtigarðsins leggja niður störf samkvæmt frétt CNN en 99 prósent þeirra hafa samþykkt verkfallsaðgerðir. Til …

Flugferðirnar yfir Atlantshafið eru tíðari í dag en þær voru í fyrra en eftirspurnin hefur ekki aukist í sama mæli. Af þeim sökum fá flugfélögin minna fyrir hvert sæti og nú í vor nam lækkunin á ódýrasta farrými allt að fimmtungi að jafnaði. Og nú þegar markaðurinn fyrir Íslandsferðir er ekki eins sterkur og í …