Samfélagsmiðlar

Flugu 8 til 9 þúsund þýskum ferðamönnum til Íslands

Gjaldþrot Germania skilur eftir sig skarð sem ólíklega verður fyllt.

Þotur Germania munu ekki fljúga milli Íslands og Þýskalands í sumar.

Það fór lítið fyrir þýska flugfélaginu Germania hér á landi þrátt fyrir að félagið hafi haldið úti Íslandsflugi frá þremur til fjórum þýskum borgum frá lokum júní og út september. Sumaráætlun Germania í ár var óbreytt frá því í fyrra og gerði ráð fyrir beinu flugi hingað frá Bremen, Dresden og Nürnberg. Nú er Germania hins vegar gjaldþrota og ekkert verður úr ferðum sumarsins en félagið flaug 95 áætlunarferðir hingað í fyrra samkvæmt talningu Túrista. Ekkert annað flugfélag hefur flogið hingað frá þessum borgum og þar með engar líkur á að skarðið verði fyllt á næstunni.

Í Íslandsflug sitt notaði Germania farþegaþotur af gerðinni Airbus A319 sem taka rúmlega 150 farþega og samkvæmt gögnum sem Túristi hefur aflað frá þýskum flugmálayfirvöldum þá flutti Germania samtals 9.548 farþega til Íslands frá borgunum þremur í fyrra. Árið á undan nam fjöldinn 9.083 farþegum en þá bættust líka við 2.194 farþegar frá Friedrichshafen. Sú borg var ekki hluti af Íslandsflugi Germania síðastliðið sumar. Þess ber að geta að tölurnar hér að ofan segja til um fjölda þeirra sem flugu með Germania til Íslands frá Þýskalandi. Farþegar á bakaleiðinni voru álíka margir.

Gera má ráð fyrir að næstum hver einasti farþegi í Íslandsflugi Germania hafi verið þýskur ferðamaður á leið til Íslands. Flugfélagið var nefnilega lítt þekkt hér á landi og það hefur ítrekað komið fram í máli forsvarsmanna erlendra flugfélaga hér á landi að hlutfall íslenskra farþega er vanalega mjög lágt. Það má því áætla að síðastliðið sumar hafi komið hingað á bilinu 8 til 9 þúsund þýskir ferðamenn með Germania. Það jafngildir 10 til 12 prósent af öllum þeim þýsku ferðamönnum sem heimsóttu Ísland á tímabilinu júní til september.

Sem fyrr segir eru tölurnar hér að ofan um flugumferð fengnar hjá þýskum flugmálayfirvöldum. Isavia veitir engar upplýsingar um fjölda farþega eftir flugleiðum og kærði Túristi þá afstöðu til úrskurðarnefndar upplýsingamála síðastliðið vor. Nefndin hefur ekki tekið málið fyrir.

Næsta sumar verður í boði beint flug milli Íslands og fimm þýskra borga og ferðirnar tíðari en oft áður. Íslendingar komast því til Bremen, Dresden og Nürnberg eftir öðrum leiðum og íbúar þessara borga komast hingað með tengiflugi. Verðlagningin á beina flugi Germania var hins vegar oft mjög hagstæð en það kann líka að vera ein af meginskýringum örlaga fyrirtækisins.

Farþegar hér á landi sem áttu miða með Germania í sumar ættu að snúa sér til kreditkortafyrirtækisins síns og biðja um endurgreiðslu.

Nýtt efni

Þessar niðurstöður komu í ljós í könnun sem Jacques Delors-stofnunin gerði í mars í þessum löndum, en niðurstöðurnar fóru ekki mjög hátt fyrr en The Guardian gerði þær að umtalsefni á dögunum. Niðurstöðurnar þykja nefnilega athyglisverðar í ljósi þess að mikið hefur verið rætt um að bakslag hafi orðið í stuðningi almennings í Evrópu við aðgerðir í umhverfismálum. Könnunin …

Almennu hlutafjárútboði Play lauk í gær og bárust tilboð upp á 105 milljónir króna en lagt var upp með að selja nýtt hlutafé fyrir allt að 500 milljónir króna. Þátttaka almennings í hlutafjáraukningu Play í nóvember 2022 var heldur ekki í takt við framboð. Þá lögðu stærstu hluthafar félagsins því til 2,3 milljarða króna. Það …

Bandarísk flugfélög hvetja Biden-stjórnina í Bandaríkjunum til að gefa ekki út fleiri flugleyfi fyrir kínverska keppinauta þeirra í flugi milli Kína og Bandaríkjanna. Vísað er til samkeppnishindrana sem flugmálayfirvöld í Kína beita erlend flugfélög. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu. Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna gaf það út í febrúar að kínversk flugfélög gætu boðið allt að 50 flugferðir á …

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is. Fyrir áttu Kynnisferðir 51% hlut í félaginu á móti Tobias Klose. Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta …

„Ég myndi halda að við værum stærsta flugfélagið fyrir þá sem eru að fljúga frá Íslandi," sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, á kynningarfundi hlutafjárútboðs félagsins, á þriðjudaginn. Máli sínu til stuðnings sýndi hinn nýi forstjóri og fyrrum stjórnarformaður flugfélagsins glæru þar sem sjá mátti hvernig hlutdeild Play á heimamarkaði hefur aukist og farið upp …

Árið 2018 kynnti netverslunin Amazon nýjung á bandarískum smásölumarkaði: Amazon Just Walk Out-Stores. Verslunin var kynnt sem mikil bylting og í rauninni væri lausn Amazon framtíðarlausn fyrir aðrar smásöluverslanir. Maður skannaði símann sinn þegar gengið var inn í Just Walk Out-verslun Amazon, valdi þær vörur sem maður girntist, setti þær í innkaupakörfu og síðan gat …

MYND: ÓJ

Fyrir heimsfaraldur voru flugsamgöngur milli Íslands og Ítalíu litlar, takmörkuðust lengst af við sumarferðir til Mílanó. Á þessu hefur orðið mikil breyting því nú er hægt að fljúga héðan allt árið til Rómar og Mílanó og á sumrin eykst úrvalið enn frekar.  Ítölsku ferðafólki hefur fjölgað verulega í takt við þessar auknu samgöngur og var …

Sala á hreinum rafbílum frá þýska bílaframleiðandanum BMW jókst um 41 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Með söluaukningunni er vægi rafbíla hjá BMW, sem einnig framleiðir Mini, komið upp í 20 prósent hjá þýska framleiðandnum en hlufallið var 15 prósent fyrir ári síðan samkvæmt frétt Bloomberg. Á sama tíma hefur orðið samdráttur í sölu á …